„Okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júlí 2024 20:30 Það er ekki mikið sem eftir stendur af gamla frystihúsinu á Kirkjusandi, sem síðast hýsti starfsemi Íslandsbanka. Vísir/Sigurjón Verkefnastjóri segir miður að steypuryk frá niðurrifsframkvæmdum á Kirkjusandi hafi fokið yfir íbúðahverfi í Laugarnesi. Auka hefur þurft öryggisgæslu á svæðinu eftir að í ljós kom að fólk hefur farið inn á svæðið í leyfisleysi. Verktaki hefur samkvæmt samningi til loka október til að ljúka niðurrifi gamla Íslandsbankahússins á Kirkjusandi, en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið nokkrum vikum fyrr. „Við eigum eftir að brjóta niður núna þetta litla sem eftir er af húsinu og síðan botnplötuna og það sem er eftir hérna undir og hreinsa síðan allt svæðið í burtu. Þannig þetta gengur ágætlega,“ segir Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri og eigandi Dynju sem annast verkefnið. Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri framkvæmdanna og eigandi Dynju.Vísir/Sigurjón Eitthvað hefur borið á því í sumar að ryk frá niðurrifsframkvæmdunum á Kirkjusandi hafi fokið yfir bíla og hús í Laugarneshverfi, íbúum til nokkurs ama. Myndin hér að neðan er tekin 17. júní en á henni má sjá hvernig ryk leggur frá framkvæmdasvæðinu og í átt yfir hverfið. „Það kom einu sinni fyrir hjá okkur að það var vatnslaust hérna á svæðinu, vantaði vatn, og við stöðvuðum þá framkvæmdir í tvígang út af því,“ segir Samúel, en vatn er notað til að draga úr útbreiðslu ryks frá framkvæmdunum. Þessa mynd fékk fréttastofa senda frá íbúa í hverfinu en hún er tekin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 2024.aðsend Hann ítrekar að engin spilliefni á borð við asbest séu eftir í húsinu, það hafi verið hreinsað út áður en byggingin var innréttuð fyrir Íslandsbanka á sínum tíma. Þá hafi verið gerðar sérstakar ráðstafanir vegna myglu sem í því var. Aðstandendur framkvæmdarinnar séu í góðu samtali við byggingarfulltrúa, heilbrigðisyfirvöld og aðra til að tryggja að allt sé í samræmi við kröfur og vandað sé til verka. „Það hefur komið ryk frá vélunum en þær eru búnar sérstökum búnaði, vatnsbúnaði, sem á að bleyta steypuna þannig að rykið komi ekki. Það var vandamál hérna á mánudaginn síðasta þar sem var mikil hvöss vestanátt sem gerði það að verkum að vatnið fauk frá. Þannig að þess vegna kannski var meira ryk en hefur verið undanfarnar vikur,“ útskýrir Samúel. Spurður hvort þetta kalli ekki á breytt verklag eða að framkvæmdir séu stöðvaðar segir hann að erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir ryk. „Það er mjög erfitt að koma í veg fyrir að svona ryk gerist. Það er eiginlega engin önnur leið þegar maður er að brjóta niður svona hús annað en að það komi ryk frá því og það er mjög erfitt stoppa þetta hundrað prósent. En því miður þá er það ekki hægt og okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst,“ svarar Samúel. Hann segir ekki útilokað að áfram verði eitthvað um ryk þar til framkvæmdum líkur. „Vonandi í miklu minna mæli þegar við förum að brjóta niður botnplötuna. Þar erum við fyrst og fremst að brjóta, þannig að við eigum ekki von á því að það komi mikið ryk þá en það verður þá kannski frekar hávaðamengun sem gæti komið þá.“ Veggjalistamenn í óleyfi á svæðinu Athygli vekur einnig nýleg veggjalist sem sjá má á innveggjum þess sem eftir stendur af byggingunni. „Við höfum verið með öryggisverði hér á svæðinu til að tryggja að það sé ekki óviðkomandi á leiðinni hérna inn á svæðið. Þetta gerðist á meðan við vorum að undirbúa rifið. Þetta er virkilega hættulegt og við höfum brugðist við því með því að auka verulega öryggisvakt,“ segir Samúel. Öryggisgæsla var hert eftir að farið var inn á svæðið í óleyfi og veggir byggingarinnar skreyttar.Vísir/Sigurjón Byggingariðnaður Íslandsbanki Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Verktaki hefur samkvæmt samningi til loka október til að ljúka niðurrifi gamla Íslandsbankahússins á Kirkjusandi, en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið nokkrum vikum fyrr. „Við eigum eftir að brjóta niður núna þetta litla sem eftir er af húsinu og síðan botnplötuna og það sem er eftir hérna undir og hreinsa síðan allt svæðið í burtu. Þannig þetta gengur ágætlega,“ segir Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri og eigandi Dynju sem annast verkefnið. Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri framkvæmdanna og eigandi Dynju.Vísir/Sigurjón Eitthvað hefur borið á því í sumar að ryk frá niðurrifsframkvæmdunum á Kirkjusandi hafi fokið yfir bíla og hús í Laugarneshverfi, íbúum til nokkurs ama. Myndin hér að neðan er tekin 17. júní en á henni má sjá hvernig ryk leggur frá framkvæmdasvæðinu og í átt yfir hverfið. „Það kom einu sinni fyrir hjá okkur að það var vatnslaust hérna á svæðinu, vantaði vatn, og við stöðvuðum þá framkvæmdir í tvígang út af því,“ segir Samúel, en vatn er notað til að draga úr útbreiðslu ryks frá framkvæmdunum. Þessa mynd fékk fréttastofa senda frá íbúa í hverfinu en hún er tekin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 2024.aðsend Hann ítrekar að engin spilliefni á borð við asbest séu eftir í húsinu, það hafi verið hreinsað út áður en byggingin var innréttuð fyrir Íslandsbanka á sínum tíma. Þá hafi verið gerðar sérstakar ráðstafanir vegna myglu sem í því var. Aðstandendur framkvæmdarinnar séu í góðu samtali við byggingarfulltrúa, heilbrigðisyfirvöld og aðra til að tryggja að allt sé í samræmi við kröfur og vandað sé til verka. „Það hefur komið ryk frá vélunum en þær eru búnar sérstökum búnaði, vatnsbúnaði, sem á að bleyta steypuna þannig að rykið komi ekki. Það var vandamál hérna á mánudaginn síðasta þar sem var mikil hvöss vestanátt sem gerði það að verkum að vatnið fauk frá. Þannig að þess vegna kannski var meira ryk en hefur verið undanfarnar vikur,“ útskýrir Samúel. Spurður hvort þetta kalli ekki á breytt verklag eða að framkvæmdir séu stöðvaðar segir hann að erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir ryk. „Það er mjög erfitt að koma í veg fyrir að svona ryk gerist. Það er eiginlega engin önnur leið þegar maður er að brjóta niður svona hús annað en að það komi ryk frá því og það er mjög erfitt stoppa þetta hundrað prósent. En því miður þá er það ekki hægt og okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst,“ svarar Samúel. Hann segir ekki útilokað að áfram verði eitthvað um ryk þar til framkvæmdum líkur. „Vonandi í miklu minna mæli þegar við förum að brjóta niður botnplötuna. Þar erum við fyrst og fremst að brjóta, þannig að við eigum ekki von á því að það komi mikið ryk þá en það verður þá kannski frekar hávaðamengun sem gæti komið þá.“ Veggjalistamenn í óleyfi á svæðinu Athygli vekur einnig nýleg veggjalist sem sjá má á innveggjum þess sem eftir stendur af byggingunni. „Við höfum verið með öryggisverði hér á svæðinu til að tryggja að það sé ekki óviðkomandi á leiðinni hérna inn á svæðið. Þetta gerðist á meðan við vorum að undirbúa rifið. Þetta er virkilega hættulegt og við höfum brugðist við því með því að auka verulega öryggisvakt,“ segir Samúel. Öryggisgæsla var hert eftir að farið var inn á svæðið í óleyfi og veggir byggingarinnar skreyttar.Vísir/Sigurjón
Byggingariðnaður Íslandsbanki Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira