Körfubolti

Fréttamynd

Fannar Ólafsson til liðs við KR

Körfuknattleiksdeild KR hefur gert tveggja ára samning við landsliðsmiðherjann Fannar Ólafsson. Fannar er klárlega einn af bestu miðherjum landsins, en undanfarin tvö ár hefur hann leikið á Grikklandi og nú síðast með þýska liðinu Ulm. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Predrag Bojovic tekur við Haukum

Predrag "Kuki" Bojovic hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Hauka í körfubolta og tekur við starfi Reynis Kristjánssonar. Bojovic hefur leikið með Haukum undanfarin fjögur ár og var aðstoðarþjálfari Reynis á nýloknu tímabili.

Sport
Fréttamynd

Sigurður áfram með Keflavík

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Keflavík í gær, en hann stýrði liðinu til sigurs á Íslandsmótinu í vetur. Sigurður valdi í gær landsliðið sem æfa mun fyrir smáþjóðaleikana í Andorra, en fimm nýliðar eru í hópnum: Derrel Lewis, Grindavík, Egill Jónasson, Njarðvík, Sævar Haraldsson, Haukum, Kristinn Jónasson, Haukum, og Guðmundur Jónsson, Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

KKÍ harmar mál Ólafs Arons

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands lýsir yfir harmi sínum, eins og það er orðað á heimasíðu félagsins, með að körfuknattleiksmaður hafi fallið á lyfjaprófi. Eins og greint var frá í gær hefur Ólafur Aron Ingvarsson, leikmaður Njarðvíkur, verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir að í ljós kom að hann hafi neytt amfetamíns.

Sport
Fréttamynd

Nýliðarnir mætast í 1. umferð

Nýliðarnir í úrvalsdeildinni í körfubolta, Höttur og Þór Akureyri munu mætast í 1. umferð Íslandsmótsins í haust en KKÍ kynnti leikjaniðurröðun í dag. Íslandsmeistarar Keflavíkur hefja titilvörn sína í Seljaskóla gegn ÍR-ingum. Í 1. deild karla fara nýliðarnir í Hrafnaflóka til Víkur og mæta þar Drangi í 1. umferð í byrjun október.

Sport
Fréttamynd

Hlynur til Hollands

Lið Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku, því Hlynur Bæringsson er á leið til Hollands að leika með liði þar í landi.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingur í 2 ára keppnisbann

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvarsson, sem spilar í úrvalsdeildinni með Njarðvík, var í dag úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann af dómstól Íþróttasambands Íslands. Ólafur féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis í febrúar sl. en í sýni Ólafs Arons greindist afmetamín.

Sport
Fréttamynd

Tvö silfur á Norðurlandamótinu

Norðurlandamóti unglingalandsliða í körfuknattleik lauk í Solna í Svíþjóð í morgun. 18 ára landslið stúlkna tapaði fyrir Svíum í úrslitaleik, 57-79. Helena Sverrisdóttir var stigahæst, skoraði 20 stig, og Ingibjörg Vilbergsdóttir 16. Íslenska liðið varð því í öðru sæti eins og 16 ára landslið pilta sem beið lægri hlut fyrir Svíum, 60-64.

Sport
Fréttamynd

Stúlkurnar leika til úrslita

Stúlknalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann öruggan sigur á Norðmönnum á Norðurlandamótinu í morgun. Íslensku stúlkurnar unnu með 80 stigum gegn 57. Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir 14. Stúlkurnar leika til úrslita í fyrramálið við Svía.

Sport
Fréttamynd

Unglingalandsliðinu gengur vel

Unglingalandsliðið í körfuknattleik pilta, 15 ára og yngri, hefur unnið báða leiki sína á Norðurlandamótinu. Íslendingar unnu Dani með 68 stigum gegn 66 í morgun en í gær unnu þeir Svía með fjögurra stiga mun.

Sport
Fréttamynd

Misjafnt gengi á Norðurlandamóti

Átján ára landslið karla í körfuknattleik sigraði Svía 79-77 á Norðurlandamótinu sem hófst í Svíþjóð í gær. Það gekk ekki eins vel hjá kvennaliðunum gegn Svíum, en eldra liðið tapaði 60-53 og yngra liðið steinlá 77-38.

Sport
Fréttamynd

Þjálfar Jackson LeBron James?

Forráðamenn Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum staðfestu um helgina að þeir hefðu sett sig í samband við Phil Jackson, einn sigursælasta þjálfara í sögu NBA.

Sport
Fréttamynd

Pippen veitir skrifleg verðlaun

 Scottie Pippen, fyrrum leikmaður í NBA-körfuboltanum, valdi á dögunum þá leikmenn sem hann taldi eiga rétt á þeim verðlaunum sem veitt eru á ári hverju NBA-deildinni.

Sport
Fréttamynd

Fækkun erlendra leikmanna

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fór fram á Ísafirði um helgina þar sem ýmsar breytingar litu dagsins ljós.

Sport
Fréttamynd

Ég stefndi alltaf að þessu

Jón Arnór Stefánsson er enn í skýjunum eftir að hafa orðið Evrópumeistari með liði sínu Dynamo St. Petersburg á fimmtudaginn. Hann segir að með sigrinum hafi langþráð markmið nást.

Sport
Fréttamynd

18 ára landsliðið vann A-liðið

Fjögur íslensk unglingalandslið eru á leið á Norðurlandamót unglinga í körfubolta í næstu viku og hafa liðin fjögur verið að leggja lokahönd á undirbúning sinn. Meðal þessa hafa verið æfingaleikir og 18 ára landslið kvenna gerði sér þannig lítið fyrir og vann A-landsliðið í æfingaleik í Keflavík í gær, 68-65.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór Evrópumeistari

Jón Arnór Stefánsson varð í gær fyrstur íslenskra körfuknattleiksmanna til að verða evrópumeistari þegar hann ásamt félögum sínum í rússneska liðinu Dynamo St. Petersburg unnu úkraínska liðið BC Kyiv í úrsltaleik Evrópudeildar FIBA, 85-74.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór Evrópumeistari

Jón Arnór Stefánsson varð nú rétt í þessu Evrópumeistari í körfuknattleik með liði sínu Dynamo St. Petersburg, þegar þeir lögðu BC Kiev í úrslitaleik í Istanbul.

Sport
Fréttamynd

Dynamo í úrslit FIBA Europe

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Dynamo St. Petersburg báru sigurorð af BC Khimki í undanúrslitum FIBA Europe keppninnar í Istanbúl í Tyrklandi í dag.

Sport
Fréttamynd

Desnica þjálfar KR-stúlkur

Bojan Desnica frá Serbíu og Svartfjallalandi hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfuknattleik, en Desnica sem í vetur var aðstoðarþjálfari hjá karlaliði félagsins hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka KR.

Sport
Fréttamynd

Friðrik Ingi til Grindavíkur

Friðrik Ingi Rúnarsson, sem tók sér eins árs hlé frá þjálfun á síðasta tímabili, mun stýra Grindavíkingum næstu þrjú árin.

Sport
Fréttamynd

Mestu kvalir sem ég hef liðið

Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson er nú loksins búinn að ná sér eftir þrálát meiðsli í öxl og horfir hann björtum augum á framtíðina. Í samtali við Fréttablaðið fer Logi yfir síðasta eina og hálfa árið hjá sér í Þýskalandi, þar sem hann spilar með úrvalsdeildarliðinu Giessen 46ers.

Sport
Fréttamynd

Paxson rekinn frá Cavaliers

Dan Gilbert, einn af aðaleigendum Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum tilkynnti í gær að Jim Paxson hefði verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri liðsins.

Sport
Fréttamynd

Leikmaður Njarðvíkur tók amfetamín

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvarsson, sem spilar í úrvalsdeildinni með Njarðvík í körfubolta, féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis í febrúar sl. Í sýni Ólafs Arons sem lyfjaeftirlit ÍSÍ tók eftir bikarúrslitaleikinn, greindist afmetamín samkvæmt heimildum íþróttadeildar Sýnar.

Sport
Fréttamynd

Ekki fíkniefnaneytandi

Ólafur Aron Ingvason, leikmaður Njarðvíkinga, gæti átt yfir höfði sér keppnisbann vegna neyslu á amfetamíni en samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld reyndust bæði A og B sýni jákvæð sem tekin voru eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis sem fram fór 13. febrúar síðastliðinn.

Sport
Fréttamynd

Rúnar á leið til Þórs

Handboltakappinn Rúnar Sigtryggson er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins búinn að ná samkomulagi við Þór á Akureyri um að þjálfa liðið á næstu leiktíð og bendir allt til þess að samningur þess efnis verði undirritaður fyrir helgi.

Sport