Sport

Hlynur og Sigurður til Hollands?

Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells og landsliðsmaður í körfuknattleik, á í viðræðum við hollenska liðið Woonaris. Það var létt yfir Hlyni þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hans. "Já, það yrði fróðlegt ef ég færi til Hollands því ég veit álíka mikið um vindmyllur og færeyska goðafræði," sagði Hlynur og hló. "En það eru ágætis líkur á þessu og ég hlakka til að sjá hvernig þetta fer." Sigurður Þorvaldsson, samherji Hlyns hjá Snæfelli, á einnig í viðræðum við Woonaris. "Þetta er nýkomið á borð til mín þannig að þetta er allt á frumstigi," sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið. "Við félagarnir erum einmitt farnir að huga vel að sundinu, enda lífsnauðsynlegt á láglendinu," bætti Sigurður við og hló. Þess má geta að Brandon Woudstra, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, leikur með Woonaris.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×