Sport

Njarðvíkingur í 2 ára keppnisbann

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvarsson, sem spilar í úrvalsdeildinni með Njarðvík, var í dag úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann af dómstól Íþróttasambands Íslands. Ólafur féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis í febrúar sl. en í sýni Ólafs Arons sem lyfjaeftirlit ÍSÍ tók eftir bikarúrslitaleikinn, greindist afmetamín. Ólafur Aron er tvítugur og með efnilegri körfuboltamönnum landsins. Formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Hafsteinn Hilmarsson sagði í viðtali við íþróttadeild Sýnar 21. apríl sl. að stjórn Njarðvíkur harmaði mjög að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi. "Við munum reyna að hjálpa þessum einstaklingi að vinna sig út úr sínum vandamálum," sagði Hafsteinn við íþróttadeildina.  Þá sagði haann að stjórn deildarinnar hefði rekið mikinn áróður gegn ólöglegum lyfjum í körfubolta og Njarðvíkingar vakið landsathygli fyrir slíkt fyrir nokkrum misserum. Málið er því mjög óheppilegt sagði  Hasteinn formaður og eru Njarðvíkingar miður sín vegna þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×