Körfubolti

Fréttamynd

Rus­sell West­brook kominn með 25 þúsund stig

Hinn síungi Russell Westbrook, leikmaður LA Clippers, er ekki dauður úr öllum æðum enn en hann komst í nótt í 25 þúsund stig skoruð samtals í NBA. Þá hefur hann ekki látið sitt eftir liggja í öðrum tölfræðiþáttum í gegnum tíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin öflugur í ó­væntum sigri Alba Ber­lín

Alba Berlín hefur ekki riðið feitum hesti í EuroLeague, Evrópudeild karla í körfubolta, það sem af er leiktíð. Það kom því nokkuð á óvart þegar liðið sigraði Rauðu stjörnuna frá Serbíu sannfærandi í kvöld. Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Njarð­vík síðastar inn í undan­úr­slit

Njarðvík vann öruggan 20 stiga sigur á sameiginlegu liði Hamars frá Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta, lokatölur 92-72 og Njarðvík komið í undanúrslit.

Körfubolti
Fréttamynd

Styrmir stiga­hæstur í sigri

Styrmir Snær Þrastarson var stigahæsti maður vallarins er Belfius Mons vann góðan átta stiga útisigur gegn Kortrijk í hollensku og belgísku deildinni í körfubolta í kvöld, 72-80.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltakvöld: Lyfjaprófssaga Teits

Teitur Örlygsson, fyrrum körfuboltamaður og nú sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hafði heldur skemmtilega sögu að segja um lyfjapróf í síðasti þætti Körfuboltakvölds.

Körfubolti
Fréttamynd

E­vera­ge til Hauka eftir allt saman

Körfuboltamaðurinn Everage Richardsson mun ganga í raðir Hauka frá Breiðabliki eftir allt saman. Mögulega vistaskipti Everage en nú er ljóst að hann mun klára tímabilið með Haukum.

Körfubolti