Vodafone Sport
Fyrsta útsending dagsins verður klukkan 13:55 þegar Grænhöfðaeyjar og Mósambík mætast í Afríkukeppninni. Pílan tekur síðan við klukkan 16:00 en sýnt verður frá Barein Dart Masters.
Eftir píluna er það síðan aftur Afríkeppnin klukkan 20:00 þar sem Gínea og Gambía mætast en síðasta útsendingin á þessari stöð verður síðan NHL deildin í íshokkí þar sem Hurricanes og Red Wings mætast klukkan 00:05.
Stöð 2 Sport 4
Á þessari stöð verður sýnt frá Tournament of Champions í LPGA mótaröðinni í golfi klukkan 18:00
Stöð 2 Sport
Sem fyrr verður það körfuboltinn sem mun ráða ríkjum á þessari stöð á föstudagskvöldi en fyrst verður sýndur leikur Hauka og Þórs Þorlákshafnar í Subway deild karla klukkan 19:00. Strax eftir leik verður síðan öll umferðin gerð upp í Subway Körfuboltakvöld klukkan 21:20.