Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Tveir leikir í kvöld

Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19:00 taka Þórsarar á móti toppliði Fram norður á Akureyri, og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Fylkir á Selfossi.

Sport
Fréttamynd

Haukar elta Fram eins og skugginn

Haukar unnu góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Þar með narta þeir enn í hælana á Safamýrarpiltunum í Fram sem hafa 36 stig á toppi deildarinnar en Hafnfirðingarnir koma næstir, stigi á eftir.

Sport
Fréttamynd

ÍBV í sterkri stöðu

Kvennalið ÍBV stendur með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina í DHL-deild kvenna í handknattleik eftir að liðið sigraði Gróttu 28-24 í Vestmannaeyjum í dag. Á sama tíma töpuðu Íslandsmeistarar Haukar fyrir Val 28-25 og því hefur ÍBV eins stigs forskot á Hauka og Val fyrir lokaumferðina.

Sport
Fréttamynd

Fram í góðri stöðu

Fram styrkti stöðu sína á toppi DHL-deildar karla í dag þegar liðið lagði Selfoss örugglega á heimavelli sínum í dag 34-25. Valsmenn lögðu KA 30-26 og Afturelding sigraði ÍBV 31-25.

Sport
Fréttamynd

Fylkir burstaði Stjörnuna

Tveir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir burstaði Stjörnuna á heimavelli sínum 24-17 og FH lagði Þór frá Akureyri í Kaplakrika 29-26. Fylkir komst með sigrinum upp fyrir Stjörnuna í fjórða sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í kvöld

Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld og hefjast þeir báðir klukkan 19:15. Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Árbænum en það verður væntanlega hörkuleikur þar sem liðin eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Þá mætast FH og Þór frá Akureyri í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Sport
Fréttamynd

Alfreð velur fyrsta landsliðshóp sinn

Alfreð Gíslason hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp síðan hann tók við íslenska landsliðinu í handknattleik á dögunum, en hópurinn mun fara til Þýskalands í æfingabúðir um páskana. Leikirnir verða liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleikina mikilvægu við Svía í sumar.

Sport
Fréttamynd

Valur mætir Tomis Constanta

Í morgun var dregið í undanúrslit EHF-keppninnar í handknattleik kvenna og þar mæta Valsstúlkur rúmenska liðinu Tomis Constanta. Leikirnir fara fram 15. og 22. næsta mánaðar, en enn hefur ekki verið ákveðið hvort annað liðið muni hugsanlega selja heimaleik sinn.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur aftur á toppinn

Haukar komust aftur á topp DHL-deildar kvenna í handbolta með 8 marka sigri á næst neðsta liði deildarinnar, Víkingi á Ásvöllum í Hafnarfirði, 31-23. Ramune Pekeskyten var markahæst Hauk með 12 mörk en Hekla Daðadóttir var markahæst Víkinga með 7 mörk.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá ÍBV og Val

ÍBV og Valur gerðu jafntefli, 24-24 í Vestmannaeyjum í DHL-deild karla í handbolta í kvöld en þetta var frestaður leikur sem fram átti að fara í gær. Mladen Cacic var markahæstur heimamanna í ÍBV með 9 mörk en Hjalti Þór Pálmason skoraði mest Valsmanna eða 7 mörk. Valur er í 3. sæti deildarinnar með 30 stig.

Sport
Fréttamynd

Eyjastúlkur á toppinn

ÍBV tyllti sér á topp DHL-deildar kvenna í handbolta síðdegis með því að leggja FH að velli í Eyjum, 29-23. Eyjastúlkur eru með eins stig forystu á Val og Hauka en Hafnarfjarðarliðið getur endurheimt toppsætið um kvöldmatarleytið þegar Haukar mæta næst neðsta liðinu, Víkingi kl. 18.

Sport
Fréttamynd

Fram endurheimti toppsætið

Fram komst aftur á topp DHL-deildar karla í handbolta nú síðdegis með því að leggja Stjörnuna að velli í Garðabæ, 29-32. Staðan í hálfleik var 13-18 fyrir Fram. Sergeyi Serenko var markahæstur Framara með 9 mörk. Í Kópavogi vann HK 6 marka sigur á Aftureldingu, 29-23.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur á toppinn

Valur komst í dag á topp DHL-deildar kvenna í handbolta með 8 marka sigri á Fram, 21-29 í Framhúsinu. Valsstúlkur eru efstar ásamt Haukum með 26 stig en Haukar eiga leik til góðar gegn Víkingi á morgun. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag. HK lagði KA/Þór, 31-24 og eru enn í 7. sæti með 11 stig. Að lokum vann Stjarnan fjögurra marka útisigur á Gróttu, 19-23.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Selfossi og FH

Selfoss og FH gerðu jafntefli 26-26 í lokaleik kvöldsins í DHL-deild karla í handknattleik. Selfoss er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 8 stig eftir 21 leik, en FH-ingar eru með 18 stig í 9. sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Fylkir lagði KA

KA menn töpuðu fyrsta leik sínum undir stjórn nýrra þjálfara í kvöld þegar liðið lá heima fyrir Fylki 28-24. Haukar lögðu Þór fyrir norðan 36-32 og ÍR vann nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Austurbergi 29-28. Leik Selfoss og FH er enn ólokið.

Sport
Fréttamynd

Sævar og Árni taka við KA

Nú hefur verið tilkynnt að Sævar Árnason verði næsti þjálfari KA-manna í DHL-deild karla í handbolta og honum til aðstoðar verður fyrrum aðstoðarþjálfari KA til fjölda ára, Árni Stefánsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KA í kvöld. Þeirra bíður það erfiða verkefni að halda KA liðinu á meðal þeirra bestu, en illa hefur gengið hjá norðanmönnum að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Reynir hættur að þjálfa KA

Reynir Stefánsson hefur stigið af stóli sem þjálfari handknattleiksliðs KA í DHL-deildinni af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu nú undir kvöldið. Ekki er ljóst hver tekur við liði KA í hans stað.

Sport
Fréttamynd

Haukar lögðu Selfoss

Tveir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik. Haukar lögðu Selfoss 33-28 á heimavelli sínum Ásvöllum og Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og skellti FH 31-26. Þá var einn leikur í DHL-deild kvenna, Grótta marði sigur á FH á útivelli 26-25.

Sport
Fréttamynd

Fram burstaði KA

Fram var ekki vandræðum með KA menn á heimavelli sínum í DHL-deil karla í handbolta í dag og vann tíu marka sigur 37-27. Jóhann Einarsson skoraði 8 mörk fyrir Fram og Stefán Stefánsson skoraði 6. Hjá KA voru Elfar Halldórsson og Nikola Jankovic markahæstir með 5 mörk hvor. Fram hefur þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Haukar eiga leik til góða gegn Selfossi í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Valur lagði Aftureldingu

Tveir leikir fóru fram nú síðdegis í DHL-deild karla í handbolta. Valsmenn skelltu Aftureldingu í Mosfellsbænum 27-25 og Víkingur/Fjölnir lagði Þór naumlega á heimavelli 29-28.

Sport
Fréttamynd

Haukar lögðu Stjörnuna

Haukar gerðu í dag góða ferð í Garðabæinn þar sem liðið skellti heimamönnum í Stjörnunni í DHL-deild kvenna í handbolta 29-26. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Hauka með 12 mörk og Ramune Pekarskite skoraði 7 mörk. Hjá Stjörnunni skoraði Rakel Dögg Bragadóttir 7 mörk og Sólveig Kjærnested 6 mörk.

Sport
Fréttamynd

ÍBV lagði KA/Þór

Kvennalið ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri í dag þegar það skellti heimamönnum í KA/Þór 25-19. Pavla Plaminkova skoraði 9 mörk fyrir Eyjastúlkur, en Guðrún Helga Tryggvadóttir skoraði 6 mörk fyrir heimaliðið.

Sport
Fréttamynd

Fylkir vann auðveldan sigur á ÍBV

Fylkir vann í dag auðveldan sigur á ÍBV í DHL-deild karla í handbolta 27-18 á heimavelli sínum. Ingólfur Axelsson skoraði 10 mörk fyrir Fylki og Hlynur Morthens varði 20 skot í markinu. Ólafur Víðir Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir ÍBV.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur í undanúrslit

Handknattleikslið Vals varð í dag annað íslenska liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í kvennaflokki þegar liðið skellti svissneska liðinu Bruhl í síðari viðureign liðanna í Laugardalshöllinni 32-27, en Valur vann fyrri leikinn 25-21 í gær.

Sport
Fréttamynd

HK lagði ÍR

HK er komið í sjötta sæti í DHL-deild karla í handknattleik eftir sigur á ÍR á heimavelli sínum í Digranesi í kvöld 29-27. HK hefur hlotið 20 stig, en ÍR er í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig.

Sport
Fréttamynd

Valur vann fyrri leikinn við Bruhl

Kvennalið Vals vann sigur á svissneska liðinu Bruhl í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta 25-21. Leikurinn fór fram í Laugardalshöll og sá síðari verður leikinn á morgun á sama stað, þar sem svissneska liðið seldi heimaleik sinn.

Sport
Fréttamynd

HK tekur á móti ÍR

Einn leikur er á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld þegar HK tekur á móti ÍR í Digranesi. HK er í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig, en ÍR-ingar sitja í sætinu fyrir ofan með einu stigi meira. Leikurinn hefst klukkan 20.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan lagði KA fyrir norðan

Stjarnan vann í kvöld nauman sigur á KA 26-25 fyrir norðan í DHL-deildinni í handknattleik karla, eftir að hafa verið yfir 15-12 í hálfleik. Stórskyttan Tite Kalandadze var markahæstur í liði Garðbæinga með 7 mörk, en Jónatan Magnússon skoraði 9 mörk fyrir norðanmenn. Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, en KA í því sjötta með 19. stig.

Sport
Fréttamynd

Valur á toppinn

Valsstúlkur lyftu sér á toppinn í DHL-deild kvenna í kvöld þegar þær burstuðu lið HK 41-26 í Laugardalshöllinni. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Fram í Safamýrinni 31-26.

Sport
Fréttamynd

Alfreð formlega tekinn við landsliðinu

Alfreð Gíslason tók í dag formlega við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann skrifaði undir samning þess efnis á fréttamannafundi hjá HSÍ í dag. Upphaflega átti að skrifa undir í gær en vegna frestunar á flugi frá Þýskalandi var því seinkað þangað til í dag.

Sport