Ástin á götunni

Fréttamynd

Markalaust hjá Keflavík og Þór A

Fimm leikir eru á dagskrá í A-Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Grindavík og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöll og í Fífunni gerðu Keflavík og Þór Akureyri markalaust jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Gravesen til Fylkis

Knattspyrnulið Fylkis hefur er nú við það að ganga frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Peter Gravesen frá liði Herfölge í Danmörku, en Peter þessi ku vera bróðir hins eitilharða Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid á Spáni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com.

Sport
Fréttamynd

Ísland í 19. sæti

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag og er sem fyrr í 19. sæti listans. Þjóðverjar halda efsta sætinu, Bandaríkjamenn eru í öðru og Norðmenn í því þriðja.

Sport
Fréttamynd

Ísland niður um eitt sæti

Alþjóða knattspyrnusambandið birti í dag nýja styrkleikalista og hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var síðast birtur og situr í því 97. í dag. Engar breytingar hafa orðið á uppröðun efstu þjóða á listanum, þar sem heimsmeistarar Brasilíu sitja enn sem fastast.

Sport
Fréttamynd

Hólmar snýr aftur heim

Knattspyrnumaðurinn Hómar Örn Rúnarsson, sem verið hefur á mála hjá sænska liðinu Trelleborg undanfarið, er nú á leið aftur heim til Íslands þar sem hann mun halda áfram að spila með liði sínu Keflavík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sigraði KR

Keflvíkingar unnu í dag góðan 3-1 sigur á KR-ingum í deildarbikar karla í knattspyrnu. Breiðablik og Fjölnir skyldu jöfn 2-2 og Fylkir vann Grindavík 2-1.

Sport
Fréttamynd

Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss?

Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar.

Sport
Fréttamynd

Vill fara frá Þrótti til Fylkis

Markmaðurinn knái Fjalar Þorgeirsson hefur mikinn hug á því að fara frá Þrótti og til Fylkis sem vill fá hann í sínar raðir. Fjalar verur samningslaus næsta haust og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning sem Þróttarar hafa boðið honum.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Englendingum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik þjóðanna á Carrow Road í Norwich. Það var Karen Carney sem skoraði sigurmark enska liðsins skömmu fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Jörundur tilkynnir byrjunarliðið gegn Englendingum

Jörundur Áki Sveinsson hefur nú tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Englendingum í vináttuleik í Norwich í kvöld. Þóra B. Helgadóttir mun þar taka við fyrirliðabandinu af systur sinni Ásthildi, sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Trinidad

Íslenska landsliðið í knattspyrnu reið ekki feitum hesti frá fyrsta leik sínum undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Trinidad og Tobago í vináttuleik sem fram fór á Loftus Road í Lundúnum. Það var gamla hetjan Dwight Yorke sem skoraði bæði mörk Trinidad, sitt í hvorum hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Kostic í fyrsta leik

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs tapaði illa 4-0 fyrir Skotum í fyrsta leik sínum undir stjórn Lúkasar Kostic í kvöld. Íslenska liðið fékk á sig mark strax í byrjun leiks og var undir 3-0 í hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Trinidad komið í 2-0

Dwight Yorke er búinn að skora öðru sinni fyrir Trinidad og Tobago gegn Íslendingum í æfingaleik liðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 54. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á íslensku varnarmennina fyrir að bregða sóknarmanni Trinidad inni í teig í skyndisókn.

Sport
Fréttamynd

Trinidad leiðir í hálfleik

Staðan í leik Íslands og Trinidad er 1-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í æfingaleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Dwight Yorke, sem skoraði markið eftir tíu mínútna leik. Íslenska liðið hefur alls ekki náð sér á strik í hálfleiknum og má þakka fyrir að vera aðeins einu marki undir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Trinidad komið yfir

Framherjinn magnaði Dwight Yorke hefur komið liði Trinidad og Tobago yfir gegn Íslendingum í landsleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 10. mínútu eftir að íslenska liðinu mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá markinu og Yorke var ekki í neinum vandræðum með að hamra knöttinn efst í markhornið framhjá Árna Gauti Arasyni.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðið gegn Skotum

Byrjunarlið U21 árs landsliðs karla sem mætir Skotum í kvöld hefur verið tilkynnt en þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Lúkasar Kostic. Leikurinn hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma og fer fram á Firhill leikvangnum í Glasgow.

Sport
Fréttamynd

Jörundur velur hópinn

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna hefur tilkynnt íslenska hópinn sem fer til Englands og mætir þar heimamönnum í vináttuleik á Carrow Road, heimavelli NOrwich þann 9. mars næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Emil og Helgi í byrjunarliði

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Trinidad í kvöld. Þeir Emil Hallfreðsson og Helgi Valur Daníelsson fá í fyrsta sinn tækifæri í byrjunarliðinu. Leikurinn fer fram á Loftus Road í London og hefst klukkan 19:30. Sýn verður með beina útsendingu frá leiknum.

Sport
Fréttamynd

KR tapaði fyrir Odd Grenland

KRingar höfnuðu í neðsta sæti á LaManga mótinu í knattspyrnu eftir að liðið tapaði 1-0 fyrir norska liðinu Odd Grenland í dag. KRingar gerðu eitt jafntefli og töpuðu þremur leikjum á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Auðun Helgason ekki með FH í sumar

Varnarjaxlinn Auðun Helgason hjá Íslandsmeisturum FH getur ekkert leikið með liðnu í sumar eftir að hann meiddist á hné á æfingu á dögunum og nú er ljóst að hann þarf í aðgerð vegna krossbandaslita. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir Íslandsmeistarana, enda var Auðun einn allra besti leikmaður Íslandsmótisins í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Bjarni Guðjónsson til ÍA

Bjarni Guðjónsson mun leika með gömlu félögum sínum í ÍA í sumar, en hann hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Bjarni lék síðast með liðinu árið 1996 en hefur spilað erlendis sem atvinnumaður síðan. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Skagamenn í baráttunni í sumar.

Sport
Fréttamynd

Gylfi inn í stað Grétars

Gylfi Einarsson leikmaður Leeds hefur verið valinn í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir æfingaleikinn gegn Trinidad og Tobago þann 28. febrúar í stað Grétars Ólafs Hjartarsonar hjá KR, sem er meiddur.

Sport
Fréttamynd

Tryggvi og Marel skoruðu báðir þrennu

Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu fyrir FH sem burstaði Þróttara 6-0 í Deildabikar KSÍ í dag og slíkt hið sama gerði Marel Baldvinsson fyrir Breiðablik sem vann ÍBV 3-1. Þá unnu Víkingar 1-0 sigur á Fram.

Sport
Fréttamynd

KR tapaði fyrir Krylia

KRingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð á LaManga mótinu í knattspyrnu sem fram fer á Spáni þegar liðið lá 4-2 fyrir rússneska liðinu Krylia Sovetov Samara. Garðar Jóhannsson skoraði bæði mörk KRinga í leiknum, annað þeirra úr vítaspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Æfingaleikur við Spánverja í ágúst

Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið um að þjóðirnar spili æfingaleik á Laugardalsvelli þann 16. ágúst í sumar. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag.

Sport
Fréttamynd

Leikjaniðurröðun klár

Nú er búið að tilkynna leikjaniðurröðun hjá íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu fyrir undankeppni EM í ár og á næsta ári. Fyrsti leikurinn verður gegn Norður-Írum í Belfast þann 2. september í haust, en fyrsti heimaleikurinn verður gegn Dönum fjórum dögum síðar.

Sport
Fréttamynd

Ívar aftur í landsliðið

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Trinidad og Tobago í London þann 28. febrúar næstkomandi, en þetta verður fyrsti landsleikur íslenska liðsins undir hans stjórn. Auk Ívars eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, Emil Hallfreðsson og Grétar Ólafur Hjartarson valdir í hóp Eyjólfs.

Sport
Fréttamynd

KR tapaði fyrir Tromsö

KRingar biðu lægri hlut gegn norska liðinu Tromsö 1-0 á æfingamóti í fótbolta sem haldið er á La Manga á Spáni þessa dagana. Ásamt KR og Tromsö leika á mótinu rússneska liðið Krylya Sovetov og norska íslendingaliðið Brann. Næsti leikur hjá KR er á fimmtudaginn.

Sport
Fréttamynd

Snæfell lagði Grindavík

Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Snæfellingar lögðu Grindavík í hörkuleik í Hólminum 68-67, Njarðvík vann Hamar/Selfoss 85-73, KR lagði Hauka 83-74, Skallagrímur burstaði Þór 114-83, Keflavík valtaði yfir Hött 119-79 og ÍR lagði Fjölni 91-83.

Sport
Fréttamynd

Á eftir að sýna mitt rétta andlit

Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson hjá Stoke City í Englandi er á batavegi eftir ökklameiðsli og vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins um næstu helgi.

Sport