Ástin á götunni Markalaust hjá Keflavík og Þór A Fimm leikir eru á dagskrá í A-Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Grindavík og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöll og í Fífunni gerðu Keflavík og Þór Akureyri markalaust jafntefli. Sport 19.3.2006 17:40 Gravesen til Fylkis Knattspyrnulið Fylkis hefur er nú við það að ganga frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Peter Gravesen frá liði Herfölge í Danmörku, en Peter þessi ku vera bróðir hins eitilharða Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid á Spáni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Sport 17.3.2006 18:30 Ísland í 19. sæti Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag og er sem fyrr í 19. sæti listans. Þjóðverjar halda efsta sætinu, Bandaríkjamenn eru í öðru og Norðmenn í því þriðja. Sport 17.3.2006 16:45 Ísland niður um eitt sæti Alþjóða knattspyrnusambandið birti í dag nýja styrkleikalista og hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var síðast birtur og situr í því 97. í dag. Engar breytingar hafa orðið á uppröðun efstu þjóða á listanum, þar sem heimsmeistarar Brasilíu sitja enn sem fastast. Sport 15.3.2006 16:51 Hólmar snýr aftur heim Knattspyrnumaðurinn Hómar Örn Rúnarsson, sem verið hefur á mála hjá sænska liðinu Trelleborg undanfarið, er nú á leið aftur heim til Íslands þar sem hann mun halda áfram að spila með liði sínu Keflavík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Sport 14.3.2006 15:45 Keflavík sigraði KR Keflvíkingar unnu í dag góðan 3-1 sigur á KR-ingum í deildarbikar karla í knattspyrnu. Breiðablik og Fjölnir skyldu jöfn 2-2 og Fylkir vann Grindavík 2-1. Sport 11.3.2006 18:27 Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss? Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar. Sport 11.3.2006 01:01 Vill fara frá Þrótti til Fylkis Markmaðurinn knái Fjalar Þorgeirsson hefur mikinn hug á því að fara frá Þrótti og til Fylkis sem vill fá hann í sínar raðir. Fjalar verur samningslaus næsta haust og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning sem Þróttarar hafa boðið honum. Sport 11.3.2006 00:04 Tap fyrir Englendingum Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik þjóðanna á Carrow Road í Norwich. Það var Karen Carney sem skoraði sigurmark enska liðsins skömmu fyrir leikslok. Sport 9.3.2006 22:04 Jörundur tilkynnir byrjunarliðið gegn Englendingum Jörundur Áki Sveinsson hefur nú tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Englendingum í vináttuleik í Norwich í kvöld. Þóra B. Helgadóttir mun þar taka við fyrirliðabandinu af systur sinni Ásthildi, sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Sport 9.3.2006 17:39 Ísland tapaði fyrir Trinidad Íslenska landsliðið í knattspyrnu reið ekki feitum hesti frá fyrsta leik sínum undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Trinidad og Tobago í vináttuleik sem fram fór á Loftus Road í Lundúnum. Það var gamla hetjan Dwight Yorke sem skoraði bæði mörk Trinidad, sitt í hvorum hálfleiknum. Sport 28.2.2006 22:00 Tap hjá Kostic í fyrsta leik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs tapaði illa 4-0 fyrir Skotum í fyrsta leik sínum undir stjórn Lúkasar Kostic í kvöld. Íslenska liðið fékk á sig mark strax í byrjun leiks og var undir 3-0 í hálfleik. Sport 28.2.2006 21:39 Trinidad komið í 2-0 Dwight Yorke er búinn að skora öðru sinni fyrir Trinidad og Tobago gegn Íslendingum í æfingaleik liðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 54. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á íslensku varnarmennina fyrir að bregða sóknarmanni Trinidad inni í teig í skyndisókn. Sport 28.2.2006 21:28 Trinidad leiðir í hálfleik Staðan í leik Íslands og Trinidad er 1-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í æfingaleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Dwight Yorke, sem skoraði markið eftir tíu mínútna leik. Íslenska liðið hefur alls ekki náð sér á strik í hálfleiknum og má þakka fyrir að vera aðeins einu marki undir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 28.2.2006 20:57 Trinidad komið yfir Framherjinn magnaði Dwight Yorke hefur komið liði Trinidad og Tobago yfir gegn Íslendingum í landsleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 10. mínútu eftir að íslenska liðinu mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá markinu og Yorke var ekki í neinum vandræðum með að hamra knöttinn efst í markhornið framhjá Árna Gauti Arasyni. Sport 28.2.2006 20:22 Byrjunarliðið gegn Skotum Byrjunarlið U21 árs landsliðs karla sem mætir Skotum í kvöld hefur verið tilkynnt en þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Lúkasar Kostic. Leikurinn hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma og fer fram á Firhill leikvangnum í Glasgow. Sport 28.2.2006 18:15 Jörundur velur hópinn Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna hefur tilkynnt íslenska hópinn sem fer til Englands og mætir þar heimamönnum í vináttuleik á Carrow Road, heimavelli NOrwich þann 9. mars næstkomandi. Sport 28.2.2006 18:13 Emil og Helgi í byrjunarliði Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Trinidad í kvöld. Þeir Emil Hallfreðsson og Helgi Valur Daníelsson fá í fyrsta sinn tækifæri í byrjunarliðinu. Leikurinn fer fram á Loftus Road í London og hefst klukkan 19:30. Sýn verður með beina útsendingu frá leiknum. Sport 28.2.2006 14:28 KR tapaði fyrir Odd Grenland KRingar höfnuðu í neðsta sæti á LaManga mótinu í knattspyrnu eftir að liðið tapaði 1-0 fyrir norska liðinu Odd Grenland í dag. KRingar gerðu eitt jafntefli og töpuðu þremur leikjum á mótinu. Sport 23.2.2006 20:23 Auðun Helgason ekki með FH í sumar Varnarjaxlinn Auðun Helgason hjá Íslandsmeisturum FH getur ekkert leikið með liðnu í sumar eftir að hann meiddist á hné á æfingu á dögunum og nú er ljóst að hann þarf í aðgerð vegna krossbandaslita. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir Íslandsmeistarana, enda var Auðun einn allra besti leikmaður Íslandsmótisins í fyrra. Sport 23.2.2006 12:14 Bjarni Guðjónsson til ÍA Bjarni Guðjónsson mun leika með gömlu félögum sínum í ÍA í sumar, en hann hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Bjarni lék síðast með liðinu árið 1996 en hefur spilað erlendis sem atvinnumaður síðan. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Skagamenn í baráttunni í sumar. Sport 21.2.2006 16:03 Gylfi inn í stað Grétars Gylfi Einarsson leikmaður Leeds hefur verið valinn í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir æfingaleikinn gegn Trinidad og Tobago þann 28. febrúar í stað Grétars Ólafs Hjartarsonar hjá KR, sem er meiddur. Sport 21.2.2006 14:24 Tryggvi og Marel skoruðu báðir þrennu Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu fyrir FH sem burstaði Þróttara 6-0 í Deildabikar KSÍ í dag og slíkt hið sama gerði Marel Baldvinsson fyrir Breiðablik sem vann ÍBV 3-1. Þá unnu Víkingar 1-0 sigur á Fram. Sport 19.2.2006 21:52 KR tapaði fyrir Krylia KRingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð á LaManga mótinu í knattspyrnu sem fram fer á Spáni þegar liðið lá 4-2 fyrir rússneska liðinu Krylia Sovetov Samara. Garðar Jóhannsson skoraði bæði mörk KRinga í leiknum, annað þeirra úr vítaspyrnu. Sport 16.2.2006 18:45 Æfingaleikur við Spánverja í ágúst Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið um að þjóðirnar spili æfingaleik á Laugardalsvelli þann 16. ágúst í sumar. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Sport 14.2.2006 18:26 Leikjaniðurröðun klár Nú er búið að tilkynna leikjaniðurröðun hjá íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu fyrir undankeppni EM í ár og á næsta ári. Fyrsti leikurinn verður gegn Norður-Írum í Belfast þann 2. september í haust, en fyrsti heimaleikurinn verður gegn Dönum fjórum dögum síðar. Sport 14.2.2006 15:55 Ívar aftur í landsliðið Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Trinidad og Tobago í London þann 28. febrúar næstkomandi, en þetta verður fyrsti landsleikur íslenska liðsins undir hans stjórn. Auk Ívars eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, Emil Hallfreðsson og Grétar Ólafur Hjartarson valdir í hóp Eyjólfs. Sport 14.2.2006 14:35 KR tapaði fyrir Tromsö KRingar biðu lægri hlut gegn norska liðinu Tromsö 1-0 á æfingamóti í fótbolta sem haldið er á La Manga á Spáni þessa dagana. Ásamt KR og Tromsö leika á mótinu rússneska liðið Krylya Sovetov og norska íslendingaliðið Brann. Næsti leikur hjá KR er á fimmtudaginn. Sport 13.2.2006 16:41 Snæfell lagði Grindavík Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Snæfellingar lögðu Grindavík í hörkuleik í Hólminum 68-67, Njarðvík vann Hamar/Selfoss 85-73, KR lagði Hauka 83-74, Skallagrímur burstaði Þór 114-83, Keflavík valtaði yfir Hött 119-79 og ÍR lagði Fjölni 91-83. Sport 9.2.2006 21:09 Á eftir að sýna mitt rétta andlit Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson hjá Stoke City í Englandi er á batavegi eftir ökklameiðsli og vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins um næstu helgi. Sport 9.2.2006 10:03 « ‹ 282 283 284 285 286 287 288 289 290 … 334 ›
Markalaust hjá Keflavík og Þór A Fimm leikir eru á dagskrá í A-Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Grindavík og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöll og í Fífunni gerðu Keflavík og Þór Akureyri markalaust jafntefli. Sport 19.3.2006 17:40
Gravesen til Fylkis Knattspyrnulið Fylkis hefur er nú við það að ganga frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Peter Gravesen frá liði Herfölge í Danmörku, en Peter þessi ku vera bróðir hins eitilharða Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid á Spáni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Sport 17.3.2006 18:30
Ísland í 19. sæti Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag og er sem fyrr í 19. sæti listans. Þjóðverjar halda efsta sætinu, Bandaríkjamenn eru í öðru og Norðmenn í því þriðja. Sport 17.3.2006 16:45
Ísland niður um eitt sæti Alþjóða knattspyrnusambandið birti í dag nýja styrkleikalista og hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var síðast birtur og situr í því 97. í dag. Engar breytingar hafa orðið á uppröðun efstu þjóða á listanum, þar sem heimsmeistarar Brasilíu sitja enn sem fastast. Sport 15.3.2006 16:51
Hólmar snýr aftur heim Knattspyrnumaðurinn Hómar Örn Rúnarsson, sem verið hefur á mála hjá sænska liðinu Trelleborg undanfarið, er nú á leið aftur heim til Íslands þar sem hann mun halda áfram að spila með liði sínu Keflavík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Sport 14.3.2006 15:45
Keflavík sigraði KR Keflvíkingar unnu í dag góðan 3-1 sigur á KR-ingum í deildarbikar karla í knattspyrnu. Breiðablik og Fjölnir skyldu jöfn 2-2 og Fylkir vann Grindavík 2-1. Sport 11.3.2006 18:27
Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss? Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar. Sport 11.3.2006 01:01
Vill fara frá Þrótti til Fylkis Markmaðurinn knái Fjalar Þorgeirsson hefur mikinn hug á því að fara frá Þrótti og til Fylkis sem vill fá hann í sínar raðir. Fjalar verur samningslaus næsta haust og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning sem Þróttarar hafa boðið honum. Sport 11.3.2006 00:04
Tap fyrir Englendingum Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik þjóðanna á Carrow Road í Norwich. Það var Karen Carney sem skoraði sigurmark enska liðsins skömmu fyrir leikslok. Sport 9.3.2006 22:04
Jörundur tilkynnir byrjunarliðið gegn Englendingum Jörundur Áki Sveinsson hefur nú tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Englendingum í vináttuleik í Norwich í kvöld. Þóra B. Helgadóttir mun þar taka við fyrirliðabandinu af systur sinni Ásthildi, sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Sport 9.3.2006 17:39
Ísland tapaði fyrir Trinidad Íslenska landsliðið í knattspyrnu reið ekki feitum hesti frá fyrsta leik sínum undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Trinidad og Tobago í vináttuleik sem fram fór á Loftus Road í Lundúnum. Það var gamla hetjan Dwight Yorke sem skoraði bæði mörk Trinidad, sitt í hvorum hálfleiknum. Sport 28.2.2006 22:00
Tap hjá Kostic í fyrsta leik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs tapaði illa 4-0 fyrir Skotum í fyrsta leik sínum undir stjórn Lúkasar Kostic í kvöld. Íslenska liðið fékk á sig mark strax í byrjun leiks og var undir 3-0 í hálfleik. Sport 28.2.2006 21:39
Trinidad komið í 2-0 Dwight Yorke er búinn að skora öðru sinni fyrir Trinidad og Tobago gegn Íslendingum í æfingaleik liðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 54. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á íslensku varnarmennina fyrir að bregða sóknarmanni Trinidad inni í teig í skyndisókn. Sport 28.2.2006 21:28
Trinidad leiðir í hálfleik Staðan í leik Íslands og Trinidad er 1-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í æfingaleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Dwight Yorke, sem skoraði markið eftir tíu mínútna leik. Íslenska liðið hefur alls ekki náð sér á strik í hálfleiknum og má þakka fyrir að vera aðeins einu marki undir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 28.2.2006 20:57
Trinidad komið yfir Framherjinn magnaði Dwight Yorke hefur komið liði Trinidad og Tobago yfir gegn Íslendingum í landsleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 10. mínútu eftir að íslenska liðinu mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá markinu og Yorke var ekki í neinum vandræðum með að hamra knöttinn efst í markhornið framhjá Árna Gauti Arasyni. Sport 28.2.2006 20:22
Byrjunarliðið gegn Skotum Byrjunarlið U21 árs landsliðs karla sem mætir Skotum í kvöld hefur verið tilkynnt en þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Lúkasar Kostic. Leikurinn hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma og fer fram á Firhill leikvangnum í Glasgow. Sport 28.2.2006 18:15
Jörundur velur hópinn Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna hefur tilkynnt íslenska hópinn sem fer til Englands og mætir þar heimamönnum í vináttuleik á Carrow Road, heimavelli NOrwich þann 9. mars næstkomandi. Sport 28.2.2006 18:13
Emil og Helgi í byrjunarliði Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Trinidad í kvöld. Þeir Emil Hallfreðsson og Helgi Valur Daníelsson fá í fyrsta sinn tækifæri í byrjunarliðinu. Leikurinn fer fram á Loftus Road í London og hefst klukkan 19:30. Sýn verður með beina útsendingu frá leiknum. Sport 28.2.2006 14:28
KR tapaði fyrir Odd Grenland KRingar höfnuðu í neðsta sæti á LaManga mótinu í knattspyrnu eftir að liðið tapaði 1-0 fyrir norska liðinu Odd Grenland í dag. KRingar gerðu eitt jafntefli og töpuðu þremur leikjum á mótinu. Sport 23.2.2006 20:23
Auðun Helgason ekki með FH í sumar Varnarjaxlinn Auðun Helgason hjá Íslandsmeisturum FH getur ekkert leikið með liðnu í sumar eftir að hann meiddist á hné á æfingu á dögunum og nú er ljóst að hann þarf í aðgerð vegna krossbandaslita. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir Íslandsmeistarana, enda var Auðun einn allra besti leikmaður Íslandsmótisins í fyrra. Sport 23.2.2006 12:14
Bjarni Guðjónsson til ÍA Bjarni Guðjónsson mun leika með gömlu félögum sínum í ÍA í sumar, en hann hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Bjarni lék síðast með liðinu árið 1996 en hefur spilað erlendis sem atvinnumaður síðan. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Skagamenn í baráttunni í sumar. Sport 21.2.2006 16:03
Gylfi inn í stað Grétars Gylfi Einarsson leikmaður Leeds hefur verið valinn í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir æfingaleikinn gegn Trinidad og Tobago þann 28. febrúar í stað Grétars Ólafs Hjartarsonar hjá KR, sem er meiddur. Sport 21.2.2006 14:24
Tryggvi og Marel skoruðu báðir þrennu Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu fyrir FH sem burstaði Þróttara 6-0 í Deildabikar KSÍ í dag og slíkt hið sama gerði Marel Baldvinsson fyrir Breiðablik sem vann ÍBV 3-1. Þá unnu Víkingar 1-0 sigur á Fram. Sport 19.2.2006 21:52
KR tapaði fyrir Krylia KRingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð á LaManga mótinu í knattspyrnu sem fram fer á Spáni þegar liðið lá 4-2 fyrir rússneska liðinu Krylia Sovetov Samara. Garðar Jóhannsson skoraði bæði mörk KRinga í leiknum, annað þeirra úr vítaspyrnu. Sport 16.2.2006 18:45
Æfingaleikur við Spánverja í ágúst Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið um að þjóðirnar spili æfingaleik á Laugardalsvelli þann 16. ágúst í sumar. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Sport 14.2.2006 18:26
Leikjaniðurröðun klár Nú er búið að tilkynna leikjaniðurröðun hjá íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu fyrir undankeppni EM í ár og á næsta ári. Fyrsti leikurinn verður gegn Norður-Írum í Belfast þann 2. september í haust, en fyrsti heimaleikurinn verður gegn Dönum fjórum dögum síðar. Sport 14.2.2006 15:55
Ívar aftur í landsliðið Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Trinidad og Tobago í London þann 28. febrúar næstkomandi, en þetta verður fyrsti landsleikur íslenska liðsins undir hans stjórn. Auk Ívars eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, Emil Hallfreðsson og Grétar Ólafur Hjartarson valdir í hóp Eyjólfs. Sport 14.2.2006 14:35
KR tapaði fyrir Tromsö KRingar biðu lægri hlut gegn norska liðinu Tromsö 1-0 á æfingamóti í fótbolta sem haldið er á La Manga á Spáni þessa dagana. Ásamt KR og Tromsö leika á mótinu rússneska liðið Krylya Sovetov og norska íslendingaliðið Brann. Næsti leikur hjá KR er á fimmtudaginn. Sport 13.2.2006 16:41
Snæfell lagði Grindavík Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Snæfellingar lögðu Grindavík í hörkuleik í Hólminum 68-67, Njarðvík vann Hamar/Selfoss 85-73, KR lagði Hauka 83-74, Skallagrímur burstaði Þór 114-83, Keflavík valtaði yfir Hött 119-79 og ÍR lagði Fjölni 91-83. Sport 9.2.2006 21:09
Á eftir að sýna mitt rétta andlit Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson hjá Stoke City í Englandi er á batavegi eftir ökklameiðsli og vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins um næstu helgi. Sport 9.2.2006 10:03