Ástin á götunni

Fréttamynd

Kieran Richardson áfram hjá United

Táningurinn Kieran Richardson sem sló í gegn með W.B.A. á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni vill ekki fara aftur félagsins en hann var þar af láni á síðustu leiktíð frá Manchester United. Þess í stað ætlar hann að reyna að berjast fyrir sæti sínu hjá United.

Sport
Fréttamynd

Zidane aftur í franska landsliðið

Franska goðsögnin Zinedine Zidane hjá Real Madrid kom fótboltaheiminum í opna skjöldu í dag þegar hann tilkynnti endurkomu sína í franska landsliðið, um ári eftir að hann tilkynnti að hann væri endanlega hættur að leika með liðinu. Claude Makelele, miðjumaður Chelsea hefur einnig boðið þjónustu sína í landsliðið en hann hafði einnig sagt skilið við landsliðið.

Sport
Fréttamynd

Vålerenga áfram í Meistaradeild

Árni Gautur Arason og félagar í norska liðinu Vålerenga tryggðu sér í kvöld farseðilinn í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þegar þeir lögðu Haka frá Finnlandi 1-4 á útivelli. Árni lék að venju allan leikinn í marki Vålerenga sem mætir Club Brugge frá Belgíu í næstu umferð forkeppninnar.

Sport
Fréttamynd

Houllier vill fá Owen

Franska knattspyrnustórveldið Lyon lýsti því yfir í dag að félagið hafi mikinn áhuga á að fá enska landsliðsmanninn Michael Owen frá Real Madrid. Owen viðurkenndi í fjölmiðlum fyrr í dag að hann hafi átt í viðræðum við þrjú eða fjögur úrvalsdeildarlið á Englandi undanfarna daga.

Sport
Fréttamynd

Fram-FH í beinni á Vísi

Leikur Fram og FH í VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu hefst nú kl. 19:40 á Laugardalsvelli. Hægt er að fylgjast BEINT með leiknum á <a href="/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000301&st=NS&re=00060&sy=1" target="_blank"><strong>BOLTAVAKTINNI</strong></a> hér á Vísi.

Sport
Fréttamynd

Fram jafnaði og framlengt gegn FH

Leikur Fram og FH fer í framlengingu en Daninn Bo Henriksen jafnaði metin fyrir Fram 3 mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma í bikarundanúrslitaleik liðanna á Laugardalsvelli. Allt stefndi í öruggan sigur FH sem leiddi 2-0 með mörkum frá Allan Borgvardt í fyrri hálfleik. Andri Fannar Ottósson minnkaði muninn í 2-1 á 81. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Schalke deildarbikarmeistari

Schalke hrósaði sigri í þýsku deildarbikarkeppninni í gær þegar liðið lagði Stuttgart 1-0 í úrslitaleik. Kevin Kuranyi, fyrrverandi leikmaður Stuttgarti, skoraði sigurmarkið á 10. mínútu. Hann fékk síðan að líta rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik og á lokamínútunni var svo samherja hans, Brasilíumanninum Lincoln einnig vikið af velli.

Sport
Fréttamynd

Ekkert enn skorað í framlengingu

Síðari hálfeikur framlenginar var að hefjast í leik Fram og FH í undanúrslialeik liðanna í VISA bikar karla í knattspyrnu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 og var ekkert mark skorað í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Við fylgjumst  með gangi mála hér á fréttahlutanum ef eitthvað markvert gerist.

Sport
Fréttamynd

Butt til Birmingham

Miðvallarleikmaðurinn Nicky Butt er genginn til liðs við Birmingham City að láni frá Newcastle. Fyrir hjá Birmingham hittir hann Steve Bruce, knattspyrnustjóra, sem lék með honum hjá Manchester United á tíunda áratugi síðustu aldar. Butt er einn af sigursælustu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar....

Sport
Fréttamynd

Van Persie kannski með

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Robbie van Persie eigi möguleika á að spila leikinn um Samfélagsskjöldin á sunnudag. Van Persie á enn kæru yfir höfði sér vegna nauðgunarmáls en hann þurfti að dvelja í fangelsi ekki alls fyrir löngu vegna málsins.

Sport
Fréttamynd

Fram í úrslitaleik VISA bikarsins

Fram tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslitaleik VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir ótrúlega dramatískan sigur á FH í framlengdum leik og þrefaldan bráðabana í vítaspyrnukeppni. Lokatölur urðu 9-8 fyrir Fram.

Sport
Fréttamynd

Fram minnkar muninn gegn FH

Fram hefur minnkað muninn gegn FH á Laugardalsvelli þar sem staðan er orðin 2-1. Það var Daði Lárusson markvörður FH sem gerði heldur klaufalegt sjálfsmark en hann náði ekki að halda boltanum eftir harðan ágang Andra Fannars Ottóssonar. Markið kom á 81. mínútu. Framarar sækja nú stíft lokamínúturnar.

Sport
Fréttamynd

Neftchi vann Anderlecht heima

Neftchi Baku frá Azerbaijan, sem sló FH út úr Meistaradeildinni í knattspyrnu á dögunum, vann 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í kvöld í síðari leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar. Anderlecht vann fyrri leikinn örugglega heima fyrir viku, 5-0 þannig að samanlagður sigur Belganna var aldrei í hættu og FH-banarnir eru úr leik.

Sport
Fréttamynd

Vítaspyrnukeppni í Laugardal

Leikur Fram og FH fer í vítaspyrnukeppni en ekkert mark var skorað í framlengingu. Staðan er því 2-2 eftir vejulegan leiktíma og framlengingu og munu úrslit hennar birtast um leið og hún er afstaðin.

Sport
Fréttamynd

Tottenham í skýjunum með Davids

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspurs hafa landað einum mesta hvalreka seinni ára í sögu félagsins en hollenski landsliðsmiðjumaðurinn Edgar Davids hefur gengið í raðir liðsins. Tottenham fær Davids á frjálsri sölu frá Inter Milan þar sem hann var farinn að gróa fastur við varamannabekkinn.

Sport
Fréttamynd

Nokkrir tæpir fyrir Fram-FH

Í kvöld mætast Fram og FH í fyrri undanúrslitaleik VISA bikarsins í knattspyrnu. Ólafur Kristjánsson þjálfari Fram segir óljóst með nokkra leikmenn í Fram-liðinu vegna meiðsla. Leifur Garðarsson aðstoðarþjálfari FH notaði tækifærið á fréttamannafundi og skaut aðeins léttilega á KSÍ fyrir að hafa undanúrslitaleikina í bikarnum á Laugardalsvelli.

Sport
Fréttamynd

FH komið yfir gegn Fram

Allan Borgvardt hefur komið FH yfir gegn Fram, 1-0, í undanúrslitaleik liðanna í VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Daninn fékk sendingu inn fyrir vörn Fram og komst einn á móti Gunnari Sigurðssyni markverði á 28. mínútu. Leikurinn sem fer fram á Laugardalsvelli hófst kl. 19:40 og er í beinni útsendingu á <a href="http://www.visir.is/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000301&st=NS&re=00060&sy=1" target="_blank"><strong>BOLTAVAKTINNI</strong></a> hér á Vísi.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Örn fékk rautt með Brann

Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann fékk rauða spjaldið á 77. mínútu þegar Tromsø og Brann gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Brann sem er í 6. sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliði Start sem marði 1-1 jafntefli með marki á 90. mínútu gegn Stefáni Gíslasyni og félögum í Lyn.

Sport
Fréttamynd

Evrópudraumur Newcastle úti

Evrópudraumur Newcastle United er úti eftir 2-1 tap fyrir Deportivo La Coruna á heimavelli í kvöld en þetta var seinni leikur liðanna í Intertoto keppninni. Spænska liðið vann því samanlagt 4-2 þar sem enska liðið tapaði einnig þeim fyrri á Spáni 2-1.

Sport
Fréttamynd

FH 2-0 yfir í hálfleik gegn Fram

Allan Borgvardt hefur skorað tvívegis fyrir FH sem leiðir 2-0 í hálfleik gegn Fram á Laugardalsvelli. Síðara mark Borgvardt var einkar glæsilegt og kom eftir sendingu Jóns Þorgríms Stefánssonar af hægri kanti á lokasekúndum fyrri hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

Inter Milan loks að landa Figo

Portúgalski knattspyrnusnillingurinn Luis Figo virðist vera búinn að ná samkomulagi við Inter Milan á Ítalíu um að ganga til liðs við félagið ef marka má spænska fjölmiðla í kvöld. Útvarpsstöðin Marca í Madrid segir að Figo muni fljúga til Mílanóborgar á morgun fimmtudag til þess að gangast undir læknisskoðun og skrifa svo undir 2 ára samning.

Sport
Fréttamynd

Sigurbjörn með gegn Fylki

Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals má leika með liði sínu gegn Fylki á morgun í undanúrslitum Vísabikarsins. Sigurbjörn var í gær úrskurðaður í bann vegna fjögurra gulra spjalda en bannið tekur hins vegar ekki gildi fyrr en á föstudag. Sigurbjörn missir því af leiknum á mánudaginn við Fram á Laugardalsvelli í Landsbakadeildinni.

Sport
Fréttamynd

Andy Johnson áfram hjá Palace

<div class="Text194214">Markamaskínan, Andy Johnson, verður áfram í herbúðum Crystal Palace þrátt fyrir að liðið hafi fallið í B deild í vor. Johnson, sem var næstmarkahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð skrifaði undir fimm ára samning við Palace í gær. Þar með lýkur vangaveltunum um framtíð hans í bili að minnsta kosti.</div>

Sport
Fréttamynd

Liverpool lánar Le Tallec

Franski sóknarmaðurinn Anthony Le Tallec sem verið hefur hjá Liverpool í á þriðja ár hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Sunderland á árslöngum lánssamningi. Le Tallec er tvítugur og var keyptur til félagsins ásamt Florent Sinama-Pongolle í stjóratíð Gerard Houllier.

Sport
Fréttamynd

Leikið við Kólumbíu í ágúst

Íslenska landsliðið í knatttspyrnu mætir Kólumbíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 17 ágúst n.k. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar hafa valið hópinn sem mætir Suður Ameríkumönnunum.

Sport
Fréttamynd

Norðurlandamót drengjalandsliða

Norðurlandamót drengjalandsliða í knattspyrnu hefst í dag , en leikið verður hér á landi. Leikið er í tveimur riðlum og taka átta þjóðir þátt í mótinu. Íslendingar mæta Dönum í fyrsta leik á KR vellinum hlukkan 14:30, en Ísland og Danmörk léku til úrslita á mótinu í Finnlandi á síðasta ári. Þá höfðu Danir sigur , 3 - 0 , en Ísland vann sigur á mótinu árið 2002. Íslendingar leika í A riðli ásamt Dönum , Írum og Norðmönnum. Í B riðli eigast við Svíar, Finnar, Færeyingar og Englendingar.

Sport
Fréttamynd

Ótrúlegur leikur í Glasgow í kvöld

Glasgow Celtic er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 4-0 sigur á Artmedia frá Slóvakíu á Celtic Park í kvöld. Slóvaska liðið vann fyrri leikinn heima fyrir 5-0 og því hefði Celtic þurft að komast í sögubækurnar til að knýja fram framlengingu með því að vinna upp þann mun.

Sport
Fréttamynd

Sveittur og kaldur með Liverpool

Sigursteinn Brynjólfsson formaður Liverpool klúbbsins á Íslandi á von á því að Jerzy Dudek og Milan Baros fari frá félaginu innan skamms. Hann ætlar á Players í kvöld að horfa á seinni leik Liverpool og Kaunas frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 18:45.

Sport
Fréttamynd

Liverpool áfram í Meistaradeild

Liverpool tryggði sér í kvöld farseðilinn í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þegar Evrópumeistararnir lögðu Kaunas frá Litháen, 2-0 í síðari leik liðanna á Anfield. Samanlagður sigur því 5-1. Steven Gerrard skoraði fyrra mark Liverpool í kvöld á 77. mínútu aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum.

Sport
Fréttamynd

Carson og Crouch í byrjunarliðinu

Sami Hyypia er fyrirliði Liverpool í kvöld þegar Evrópumeistararnir taka á móti Kaunas frá Litháen í síðari viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Rafael Benitez setur ungstirnið Scott Carson í markið í stað Jose Reina og þá er kóngurinn á Anfield, Steven Gerrard á varamannabekknum ásamt öðrum stórjöxlum. Leikurinn hófst kl. 18:45.

Sport