Spænski boltinn

Fréttamynd

Guardiola tekur upp hanskann fyrir Laporta

Sandro Rosell, forseti Barcelona, hefur verið ófeiminn við að gagnrýna fyrrum forseta félagsins, Joan Laporta. Rosell segir að kaup Laporta á Zlatan Ibrahimovic hafi verið verstu kaup í sögu félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Pepe ekki alltaf sá eðlilegasti

Þeir sem fylgjast með spænska boltanum vita að Pepe gefur sig allan í verkefnið. Hann er stundum eins skapstyggt og mannýgt naut. Gæti hreinlega dregið lítinn vatnsdropa yfir eyðimörk á reiðinni einni saman. Gríðarlega oft fer hann yfir strikið þannig eftir er tekið.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi: Fabregas gerir mig að betri fótboltamanni

Spánverjinn Xavi, einn allra besti miðjumaður í heimi, telur að koma Cesc Fabregas til Barcelona muni hjálpa honum til að verða enn betri leikmaður en Xavi er nú handhafi allra stærstu titlanna sem fótboltamaður getur unnið.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli hjá Valenica og Barcelona í kvöld

Valencia er áfram á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Spánarmeistara Barcelona á heimavelli í kvöld. Barcelona og Real Madrid töpuðu því bæði stigum í kvöld og hvorugt liðið er því meðal efstu þriggja liðanna eftir fjórar umferðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid liðið markalaust í öðrum leiknum í röð

Real Madrid náði aðeins markalausu jafntefli á útivelli á móti Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Real Madrid hefur þar með tapað fimm stigum í síðustu tveimur leikjum en liðið náði ekki að skora í báðum þessum leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Ég mun aldrei lofa því að Barcelona vinni titla

Það eru flestir tilbúnir að leggja mikið undir að Barcelona vinni stóru titlana á þessu tímabili en þjálfarinn Pep Guardiola vill þó ekki lofa neinu. Barcelona hefur unnið 12 af 15 titlum í boði síðan að þessi fertugi Spánverji tók við Barcelona-liðinu haustið 2008.

Fótbolti
Fréttamynd

Zagreb-maðurinn Leko: Ég ætlaði aldrei að meiða Cristiano Ronaldo

Jerko Leko, leikmaður Dinamo Zagreb, segir ekkert til í því að hann hafi ætlað sér að meiða Cristiano Ronaldo í leik Dinamo Zagreb og Real Madrid í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Það þurfti að sauma nokkur spor í hægri ökkla Ronaldo eftir tæklingu Leko en Real Madrid vann leikinn 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann og hefur tveggja stiga forskot á Barca

Real Madrid vann 4-2 sigur á nágrönnum sínum í Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og náði þar með tveggja stiga forystu á erkifjendur sína í Barcelona sem gerðu 2-2 jafntefli við Real Sociedad fyrr í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Rafael Benitez: Barcelona er þrepi fyrir ofan Real Madrid

Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og Inter, segir að Barcelona-liðið sé betra í stakk búið til að vinna titla á þessu tímabili en erkifjendur þeirra í Real Madrid. Barcelona vann tvo stærstu titlana á síðustu leiktíð, Meistaradeildina og spænska meistaratitilinn, en Real Madrid varð bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Barca í bikarúrslitaleiknum.

Fótbolti