Spænski boltinn

Fréttamynd

Maxi Rodriguez úr leik

Argentínski landsliðsframherjinn Maxi Rodriguez hjá Atletico Madrid meiddist illa á hné í vináttuleik Argentínumanna og Spánverja í gærkvöldi. Spánverjar unnu leikinn 2-1, en ljóst er að Rodriguez verður lítið meira með á leiktíðinni og mun gangast undir aðgerð á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Saknar Larsons

Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona og samherji Eiðs Smára Guðjohnsen, kveðst sakna sænska framherjans Henrik Larsson, sem yfirgaf herbúðir félagsins í sumar og gekk til liðs við Helsingborg í heimalandi sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico ætlar alls ekki að selja Torres

Einhver þrálátasti orðrómur í knattspyrnuheiminum á liðnum áratug fór enn á ný á fullt í dag þegar breskir fjölmiðlar fullyrtu að Manchester United væri á höttunum eftir framherjanum Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Forseti spænska félagsins er orðinn mjög þreyttur á að svara spurningum þessu tengt.

Fótbolti
Fréttamynd

Ætlar ekki að hætta eftir tvö ár

Talsmaður enska knattspyrnumannsins David Beckham vísar orðum forseta Real Madrid á bug, en forsetinn sagði í viðtali í dag að Beckham væri búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir tvö ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Real hékk á jöfnu

Grannarnir í Madrid, Real og Atlético, skildu jafnir 1-1 í viðureign sinni í spænsku deildinni í dag. Mista kom gestunum í Atletico yfir á sjöttu mínútu með glæsilegu marki, en gulldrengurinn Raul jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé. Sergio Ramos var svo vikið af leikvelli í síðari hálfleiknum en Atlético náði ekki að nýta sér liðsmuninn og vinna á Bernabeu - en það hefur ekki gerst á öldinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico - Real Madrid í beinni á Sýn Extra klukkan 16

Sýn Extra verður með beina útsendingu frá leik grannliðanna Atletico Madrid og Real Madrid í spænska boltanum klukkan 16 í dag en leikurinn verður svo sýndur á Sýn klukkan 18:50 um leið og leik Fram og Gummersbach lýkur. Þá er rétt að minna á NFL leikinn sem verður í beinni á Sýn klukkan 20:50 en þar eigast við Cincinnati Bengals og New England Patriots.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári stal senunni í sigri Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen gaf þjálfara sínum Frank Rijkaard góðan sigur í afmælisgjöf í dag þegar hann var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona í spænsku deildinni. Eiður skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Barcelona vann sigur á þrjóskum Böskunum í Athletic Bilbao 3-1 á útivelli eftir að vera manni fleiri í 70 mínútur.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona í vandræðum - Eiður í sviðsljósinu

Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona eru í bullandi vandræðum gegn Athletic Bilbao í leik sem sýndur er beint á Sýn, en meistararnir eru undir þegar flautað hefur verið til leikhlés. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona og var fljótur að koma sér í sviðsljósið í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í dag þegar liðið sækir Baskana í Athletic Bilbao heim í spænska boltanum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst nú klukkan 20. Eiður er í framlínunni ástamt Leo Messi og er þetta fyrsti alvöru leikur Eiðs í byrjunarliði Katalóníuliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Bilbao - Barcelona í beinni

Nú er að hefjast leikur Athletic Bilbao og Barcelona í spænska boltanum og er hann sýndur beint á Sýn klukkan 20. Eins og flestir vita verður Barcelona án síns helsta markaskorara í kvöld þar sem Samuel Eto´o er meiddur og því ætti að vera meiri möguleiki á að sjá okkar mann Eið Smára Guðjohnsen etja kappi við Baskana í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Kona tekur við forsetaembætti hjá Bilbao

Spænska knattspyrnufélagið Athletic Club Bilbao hefur nú í fyrsta sinn ráðið konu sem forseta. Sú heitir Ana Urkijo og tekur hún við embættinu tímabundið eftir að Fernando Lamikiz sagði af sér. Urkijo er 51 árs gömul og gegndi áður embætti varaforseta félagsins, en hún tók formelga við starfinu eftir stjórnarfund í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o verður frá í allt að þrjá mánuði

Illur grunur lækna Evrópumeistara Barcelona frá í gærkvöldi hefur nú verið staðfestur eftir að framherjinn Samuel Eto´o fór í myndatöku í dag og í ljós kom að hann verður frá í allt að þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Eto´o meiddist í leik Werder Bremen og Barcelona í gær, en meiðsli hans gætu þó þýtt að tækifærum Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Katalóníuliðinu ætti eftir að fjölga til muna.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona 1-1 Valencia

Barcelona og Valencia gerðu 1-1 jafntefli á Camp Nou leikvanginum í Barcelona. Það var David Villa sem skoraði fyrir Valencia en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen sat á bekknum og kom ekki inn á. Önnur úrslit á Spáni:

Fótbolti
Fréttamynd

1-0 fyrir Valencia

Staðan í hálfleik í leik Barcelona og Valencia á Camp Nou í Barcelona er 1-0 fyrir Valencia. Það var David Villa sem skoraði markið. Eiður Smári er á bekknum í liði Barcelona. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona - Valencia í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í eldlínunni þegar Barcelona fær Valencia í heimsókn í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári kom inn á um síðustu helgi og fiskaði m.a. vítaspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Feginn að losna frá Englandi

Spænski framherjinn Fernando Morientes gerði ekki gott mót á þeim mánuðum sem hann lék með Liverpool, en hann hefur nú tekið upp fyrri iðju í heimalandinu og raðar inn mörkunum fyrir Valencia. Hann segist feginn að vera laus frá Englandi, því knattspyrnan þar hafi engan veginn fallið að sínum leikstíl.

Fótbolti
Fréttamynd

Mjög sáttur þrátt fyrir að vera á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen segist fullkomlega sáttur við lífið hjá nýja liðinu sínu Barcelona þó hann hafi þurft að verma varamannabekkinn hjá liðinu fyrstu vikurnar, líkt og hann gerði hjá Chelsea. Hann segir að leikstíll þeirra Frank Rijkaard og Jose Mourinho sé hreint ekki svo ólíkur.

Fótbolti
Fréttamynd

Kveikir í mér að sjá konuna í búningnum

Enska knattspyrnugoðið David Beckham viðurkenndi í viðtali við útvarpsmanninn og félaga sinn Chris Moyles að það kveikti í sér þegar konan hans gengi um í búningum af sér. Hann segir konu sína Victoriu gjarnan ganga um í keppnistreyjum sínum í húsi þeirra hjóna og viðurkennir að stundum fái hann morgunmat í rúmið frá konunni í treyju hans einni fata.

Fótbolti
Fréttamynd

Einn besti dagur í lífi mínu

Jose Antonio Reyes, leikmaður Real Madrid á Spáni, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í gærkvöld þegar það lagði Real Sociedad 2-0 á heimavelli sínum. Reyes var að spila sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið og sagðist ekki hafa geta beðið um betri byrjun.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid lagði Sociedad

Real Madrid lagði Real Sociedad 2-0 á heimavelli sínum í lokaleik kvöldsins í spænska boltanum. Jose Antonio Reyes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real og kom liðinu yfir þegar langt var liðið á síðari hálfleik, en það var svo varamaðurinn David Beckham sem gerði út um leikinn með marki á lokamínútunni. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leik Real, en Fabio Capello þjálfari er enn að slípa það saman eftir miklar breytingar í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður fiskaði vítaspyrnu

Barcelona var ekki í teljandi vandræðum með að leggja lið Racing Santander í spænska boltanum í dag og hafði 3-0 sigur á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta stundarfjórðunginn í leiknum og náði að setja mark sitt á leikinn með því að fiska vítaspyrnu, en úr henni skoraði Ronaldinho örugglega. Ludovic Giuly og Samuel Eto´o voru einnig á skotskónum í liði meistaranna.

Fótbolti
Fréttamynd

Racing - Barcelona í beinni

Leikur Racing Santander og Barcelona er nú að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. Það er hinn óviðjafnanlegi Guðjón Guðmundsson sem lýsir leiknum og vonandi fá áhorfendur tækifæri til að sjá landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen spreyta sig hjá Katalóníuliðinu, en hann er á varamannabekknum í dag. Síðar í kvöld er svo leikur Real Madrid og Real Sociedad sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Deportivo lagði Villarreal

Einn leikur fór fram í spænska boltanum í kvöld. Deportivo La Corunia bar sigurorð af Villarreal 2-0 á heimavelli sínum, þar sem Juan Capdevila skoraði bæði mörk Deportivo. Leikurinn var sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Deportivo yfir í hálfleik

Nú stendur yfir leikur Deportivo la Corunia og Villarreal í spænsku deildinni og hefur Deportivo 1-0 yfir þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Þorsteinn Gunnarsson lýsir leiknum beint á Sýn, en það var Capdevila sem skoraði mark Deportivo í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Torres hjá Atletico til 2009

Fernando Torres, leikmaður Atletico Madrid, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2009. Torres hefur verið orðaður við nokkur lið undanfarin tvö ár en hefur nú slegið á allar sögusagnir um að hann vilji yfirgefa Atletico.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy skoraði þrennu

Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy fór hamförum og skoraði þrennu þegar Real Madrid burstaði Levante 4-1 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta var fyrsti sigur Real í deildinni í ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni. Ronaldinho, Messi og Eto´o eru í fremstu víglínu Barca en athygli vekur að fyrirliðinn Carlos Puyol þarf að sætta sig við að hefja leik á bekknum. Leikurinn er að hefjast og er í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári í hópnum

Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Osasuna á heimavelli sínum Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni eftir skamma stund. Ronaldinho hefur hins vegar snúið aftur í hóp Evrópumeistaranna og því er afar ólíklegt að Eiður Smári fái tækifæri í byrjunarliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ósáttur við að fá ekki að spila úrslitaleikinn

Jose Antonio Reyes segir að það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn fyrir sig hjá Arsenal þegar hann fékk ekki að koma við sögu í úrslitaleik meistaradeildarinnar í vor, en Spánverjinn tjáði sig um brotthvarf sitt frá enska liðinu þegar hann var kynntur til sögu á blaðamannafundi hjá Real Madrid í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Auglýsingar á búningi Barcelona í fyrsta sinn

Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona mun í fyrsta skipti í sögunni bera auglýsingar framan á búningum sínum á þriðjudagskvöldið þegar liðið mætir Levski Sofia í meistaradeildinni. Hér er þó ekki um hefðbundna auglýsingu að ræða, heldur ber liðið merki barnahjálpar sameinuðuþjóðanna. Forseti Barcelona mun á morgun undirrita sérstakan styrktarsamning við samtökin og talið er að spænska félagið muni láta um 1,5 milljónir evra af hendi rakna til styrktar þessu góða málefni.

Fótbolti