Ítalski boltinn

Fréttamynd

Þjálfari Napoli orðaður við AC Milan

Walter Mazzarri, þjálfari Napoli, er sá nýjasti sem orðaður er við þjálfarastöðuna hjá AC Milan. Talið er að Leonardo hverfi á braut í sumar. Napoli situr í sjötta sæti ítölsku deildarinnar, tólf stigum á eftir AC Milan sem er í þriðja sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Lippi vill mæta Capello í úrslitum

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, vill mæta Englandi í úrslitum heimsmeistaramótsins. Lippi stýrði Ítölum til titilsins 2006 áður en hann vék til hliðar fyrir Roberto Donadoni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Balotelli kominn á sölulista

Ítalíumeistarar Inter hafa ákveðið að setja Mario Balotelli á sölulista eftir framkomu hans í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Mutu biður stuðningsmenn afsökunar

Adrian Mutu hefur beðið stuðningsmenn Fiorentina, félagið sjálft og leikmenn þess, afsökunar á því að hann hafi verið dæmdur í níu mánaða keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar.

Fótbolti
Fréttamynd

Adrian Mutu dæmdur í níu mánaða keppnisbann

Lyfjadómstóll ítalska Ólympíusambandsins hefur dæmt rúmenska framherjann Adrian Mutu í níu mánaða keppnisbann eftir að hann féll á tveimur lyfjaprófum sem voru tekin í leikjum Fiorentina í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder hefur mikla trú á Inter

Wesley Sneijder, leikmaður Inter, er tilbúinn að taka fyrsta skrefið í áttina að drauma þrennunni en Inter mætir Barcelona í meistaradeildinni í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer Buffon frá Juve í sumar?

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gæti verið á förum frá liðinu í sumar. Juventus tapaði fyrir Inter í gær og gæti misst af sæti í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu menn Juventus héldu ekki út á móti Inter

Inter Milan vann 2-0 sigur á Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og komust þar með aftur á topp deildarinnar. Inter hefur nú tveimur stigum meira en Roma sem á leik inni um helgina en Roma tók toppsætið af Inter í síðustu umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid ætlar sér Vargas

Real Madrid ætlar sér að krækja í Juan Manuel Vargas, vængmann ítalska liðsins Fiorentina, í sumar. Inter hefur líka sýnt leikmanninum áhuga.

Fótbolti
Fréttamynd

Zanetti: Við stefnum á þrennuna

Inter komst í gær í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar með því að leggja Fiorentina 2-0 í tveimur leikjum. Javier Zanetti, fyrirliði Inter, á sér þann draum að liðið taki þrennuna á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vill fá svar frá Benítez

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur fengið þau skilaboð frá ítalska félaginu Juventus að það vilji fá að vita í enda næstu viku hvort hann hafi áhuga á að taka við þjálfun liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ancelotti spáir Roma titlinum

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Roma hafi það sem þarf til að verða ítalskur meistari. Liðið skaust upp í toppsæti deildarinnar með sigri í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Sinisa Mihajlovic dreymir um Inter

Sinisa Mihajlovic, þjálfari Catania, viðurkennir að hann eigi sér þann draum að taka við Inter. Líklegt er talið að Jose Mourinho haldi annað eftir tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Aguero ánægður með áhuga Inter

Sergio Aguero, stórstjarna Atletico Madrid, er ánægður með að vera orðaður við ítalska stórliðið Inter. Talið er að þessi argentínski landsliðsmaður verði seldur frá Atletico í sumar.

Fótbolti