Ítalski boltinn

Fréttamynd

Bréf frá Beckham til liðs AC Milan

Leonardo, þjálfari AC Milan, las upp bréf frá David Beckham fyrir æfingu ítalska liðsins í dag. Tímabilinu er lokið hjá Beckham eftir meiðsli sem hann hlaut í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Aðgerðin á Nesta gekk vel

Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan er kominn af skurðarborðinu og að sögn forráðamanna Milan gekk aðgerðin afar vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Galliani: Beckham velkominn aftur

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, vonast til að David Beckham mæti aftur til AC Milan á næsta ári. Ljóst er að Beckham leikur ekki meira á þessu tímabili en hann verður frá í að minnsta kosti fjóra mánuði vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

David Beckham sleit líklega hásin í sigri AC Milan

HM-draumar David Beckham dóu væntanlega í kvöld þegar enski landsliðsmaðurinn sleit líklega hásin í 1-0 sigurleik AC Milan á Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Beckham meiddist í lok leiksins og varð AC Milan að klára leikinn með tíu menn þar sem liðið var búið með skiptingarnar sínar.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur Inter hrundi á síðustu sextán mínútunum

Ítölsku meistararnir í Inter Milan koma með slæmt tap á bakinu inn í leikinn á móti Chelsea í Meistaradeildinni í næstu viku eftir að liðið fékk á sig þrjú mörk á síðustu sextán mínútunum á móti Catania í gær. Smáliðið vann 3-1 sigur og AC Milan getur því minnkað forskot Inter á toppnum í eitt stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Pato með gegn Man Utd

Brasilíumaðurinn Pato æfði með AC Milan í morgun og verður í hópnum á miðvikudaginn þegar liðið leikur gegn Manchester United á Old Trafford.

Fótbolti
Fréttamynd

Burdisso: Þetta er ekki búið

Nicolas Burdisso, varnarmaður Roma, vill meina að ekki sé öll von úti fyrir lið hans í titilbaráttunni á Ítalíu þó svo að liðið hafi gert markalaust jafntefli við AC Milan um helgina

Fótbolti
Fréttamynd

Langþráður sigur hjá Juventus

Það hefur nákvæmlega ekkert gengið upp hjá Juventus síðustu vikur en stuðningsmenn félagsins gátu leyft sér að brosa í kvöld þegar liðið vann góðan útisigur á Fiorentina, 1-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Del Piero eltir enn HM-drauminn

Alessandro Del Piero segist gera allt sem í hans valdi stendur til að Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu, geti ekki annað en tekið sig með á heimsmeistaramótið í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Gerrard orðaður við Inter

Il Corriere Dello Sport á Ítalíu greinir frá því í dag að Inter ætli sér að gera tilboð í Steven Gerrard þegar, og ef, félaginu tekst að framlengja við Jose Mourinho þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti vill ekki taka við Ítalíu

Carlo Ancelotti segist ekki hafa áhuga á að taka við þjálfun ítalska landsliðsins eftir heimsmeistaramótið. Fjölmiðlar á Ítalíu hafa verið að orða hann við starfið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri orðaður við ítalska landsliðið

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er talinn koma sterklega til greina sem næsti landsliðsþjálfari Ítalíu. Núverandi landsliðsþjálfari, Marcello Lippi, mun að öllum líkindum hætta með liðið eftir HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Áfrýjun Mourinho hafnað

Jose Mourinho, þjálfari Inter, mun þurfa að taka út þriggja leikja bannið sem hann var dæmdur í. Áfrýjun hans í málinu var hafnað í dag.

Fótbolti