Ítalski boltinn

Fréttamynd

Fyrsti sigur Inter

Inter vann í gær sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ítölsku úrvalsdeildinni með 2-1 sigri á Catania í umdeildum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho nálgast 100 heimaleiki án taps

Jose Mourinho og hans menn í Inter Milan eru taldir afar sigurstranglegir þegar þeir taka á móti Catania í ítölsku A-deildinni á morgun. Mourinho stefnir þar á 99. deildarleikinn í röð án taps á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Fangaklefar á fótboltavöllum

Forráðamenn ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu hafa þurft að horfa upp á áframhaldandi uppþot í kring um leiki í deildinni þrátt fyrir að öryggisgæsla hafi verið hert til muna síðustu misseri.

Fótbolti
Fréttamynd

Mutu áfrýjar úrskurði FIFA

Rúmenski knattspyrnumaðurinn Adrian Mutu áfrýjaði í dag úrskurði FIFA til íþróttadómstóla eftir að honum var á dögunum gert að greiða fyrrum félagi sínu Chelsea tvo milljarða í miskabætur.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndi fórna golfinu fyrir Evrópubikarinn

Tékkinn Pavel Nedved hjá Juventus hefur átt sigursælan feril sem knattspyrnumaður. Hann hefur þó enn ekki náð að sigra í Meistaradeild Evrópu og segist vera tilbúinn að fórna ýmsu til að hljóta þann heiður.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti með nýjan samning á borðinu

Svo gæti farið að Francesco Totti næði þeim sjaldgæfa áfanga að vera samningsbundinn félagi sínu í aldarfjórðung. Sú verður líklega raunin ef hann skrifar undir nýjan samning sem sagður er liggja á borðinu fyrir hann hjá Roma á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Quaresma var efstur á óskalistanum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter, er himinlifandi með að hafa gengið frá kaupunum á portúgalska vængmanninum Ricardo Quaresma frá Porto. Mourinho segir að Quaresma hafi verið efstur á óskalista sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Nesta að hætta?

Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því í dag að svo gæti farið að ítalski miðvörðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan muni leggja skóna á hilluna í lok leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kerlon til liðs við Chievo

Ein athyglisverðustu leikmannakaup dagsins eru kaup ítalska liðsins Chievo á hinum brasilíska Kerlon. Þessi tvítugi sóknarmaður er frægur fyrir boltatækni sína og þá sérstaklega fyrir hæfileika sinn í að hlaupa með boltann á hausnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho er stórkostlegur

Forráðamenn AC Milan héldu ekki vatni yfir frumraun Brasilíumannsins Ronaldinho með liðinu um helgina þrátt fyrir að Milan tapaði opnunarleik sínum í A-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Quaresma til Inter

Ítalíumeistarar Inter Milan hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur, en liðið hefur loksins gengið frá kaupum á portúgalska landsliðsmanninum Ricardo Quaresma.

Fótbolti
Fréttamynd

Abramovich setur Real Madrid afarkosti

Eftir því sem spænska dagblaðið Marca heldur fram í dag er þolinmæði Roman Abramovich, eiganda Chelsea, senn á þrotum hvað varðar áhuga félagsins á Robinho, leikmanni Real Madrid.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bianchi til Torino

Rolando Bianchi er farinn frá Manchester City og hefur skrifað undir fimm ára samning við Torino á Ítalíu. Hann var keyptur til City í fyrra en átti ekki fast sæti og var lánaður til Lazio seinni hluta síðasta tímabils.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn heldur Inter hreinu

Jose Mourinho hefur heldur betur náð að binda vörn Inter saman og liðið hefur varla fengið á sig mark á undirbúningstímabilinu. Á hinum endanum hefur liðið hinsvegar ekki verið að raða inn mörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Baptista til Roma

Julio Baptista hefur samið við ítalska liðið Roma. Þessi brasilíski landsliðsmaður kemur frá Real Madrid en hann hefur verið á óskalista Rómverja í talsvert langan tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Galliani fundar með Ancelotti

Chelsea vann 5-0 sigur á AC Milan á æfingamóti sem fram fór um helgina. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hefur boðað þjálfarann Carlo Ancelotti á fund í dag þar sem ræða á leikinn.

Fótbolti