Ítalski boltinn

Fréttamynd

Inter með 8 stiga forystu á Ítalíu

Zlatan Ibrahimovic skoraði sigurmark meistara Inter Milan úr vafasamri vítaspyrnu í dag þegar liðið lagði Empoli 1-0 og náði átta stiga forskoti í ítölsku A-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Mancini yngri til Manchester City

Filippo Mancini hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Inter til Manchester City til loka leiktíðarinnar. Hann er sonur Roberto Mancini, knattspyrnustjóra Inter.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ég hefði étið Zlatan lifandi

Fyrrum varnarjaxlinn Pasquale Bruno hefur ekki mikið álit á mönnum eins og Zlatan Ibrahimovic og Alessandro Del Piero. Hann segir tíma til kominn til að kenna sænska framherjanum lexíu á knattspyrnuvellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter og Zlatan hótað með byssukúlubréfum

Inter Milan varð í dag annað ítalska knattspyrnufélagið á tveimur dögum til að fá hótunarbréf sem innhélt byssukúlur. Hótanirnar beindust að forseta og þjálfara Inter, sem og framherjanum Zlatan Ibrahimovic.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan tapaði fyrir Atalanta

Atalanta skellti sér í sjötta sæti ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-1 sigri á Evrópumeisturum AC Milan. Heimamenn lentu undir í leiknum þegar skot Gennaro Gattuso hrökk af varnarmanni og í netið, en þeir Antonio Langella og Fernando Tissone tryggðu Atalanta sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan tryggði Inter umdeildan sigur

Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic var í aðalhlutverki í kvöld þegar Ítalíumeistarar Inter unnu 3-2 sigur á Parma í dramatískum leik í Mílanó. Inter var 2-1 undir í leiknum þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Fótbolti
Fréttamynd

Mancini yngri spilaði sinn fyrsta leik

Filippo Mancini, sonur þjálfarans Roberto Mancini hjá Inter, spilaði í gærkvöld fyrsta leik sinn með aðalliði félagsins þegar það vann Reggina 3-0 í síðari leik liðanna í ítalska bikarnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lucarelli til Parma

Parma hefur óvænt keypt sóknarmanninn Cristiano Lucarelli frá úkraínska liðinu Shaktar Donetsk. Þessi 32 ára leikmaður bað um að fá að fara frá Shaktar eftir að liðinu mistókst að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Maniche til Inter

Inter Milan á Ítalíu hefur fengið til sín miðjumanninn Maniche frá Atletico Madrid. Hér er um sex mánaða lánssamning að ræða en ítalska liðið getur keypt hann fyrir fjórar milljónir punda að honum loknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Pato skoraði í sínum fyrsta leik

Brasilíska undrabarnið Pato hjá AC Milan skoraði í gær í sínum fyrsta leik fyrir liðið þegar það burstaði Napoli 5-2. Hann uppskar hrós frá þjálfarar sínum Carlo Ancelotti.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrósar Adriano í hástert

Þjálfari Sao Paulo í Brasilíu er ekki í nokkrum einasta vafa um að framherjinn Adriano eigi eftir að nýtast liðinu vel á sex mánaða lánssamningi sínum frá Inter á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Iversen ekki til Lazio eða Wolves

Nú er það ljóst að Steffen Iversen verður áfram í herbúðum norska úrvalsdeildarliðsins Rosenborg en hann hefur að undanförnu verið orðaður við bæði Lazio og Wolves.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka meiddist á æfingu

Ólíklegt er talið að brasilíski snillingurinn Kaka verði með AC Milan gegn Napoli um næstu helgi. Kaka meiddist eftir að hafa lent í samstuði við Yoann Gourcuff á æfingu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter tapaði fyrir Internacional

Ítalíumeistararnir í Inter þurftu að játa sig sigraða í úrslitaleik Dubai bikarsins í kvöld. Inter lék gegn brasilíska liðinu Internacional og tapaði 1-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Amauri eftirsóttur

Framtíð hins brasilíska Amauri hjá Palermo er í mikilli óvissu. Umboðsmaður leikmannsins segir hann vera í viðræðum við nokkur stórlið

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo fer ekki frá Milan

Carlo Ancelotti segir að brasilíski framherjinn Ronaldo muni ekki fara frá félaginu þrátt fyrir áhuga Flamengu í heimalandi hans. "Hann hefur ekki farið fram á að fara héðan og þessar fréttir koma eingöngu frá Brasilíu," sagði þjálfarinn í viðtali í Dubai þar sem liðið er nú við æfingar.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano ráðlagt að biðja

Juvenal Juvencio, forseti brasilíska félagsins Sao Paulo, hefur ráðlagt sóknarmanninum Adriano að snúa sér að Guði, hann þurfi að biðja meira. Þetta sagði hann eftir að Adriano lenti í árekstri í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ramos í stað Maldini?

Evrópumeistarar AC Milan eru nú í leit að leikmanni til að taka við af Paolo Maldini sem mun hætta knattspyrnuiðkun eftir tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter ætlar að kaupa í janúar

Þrátt fyrir að Ítalíumeistarar Inter séu með örugga forystu í deildinni heima þá hyggjast þeir styrkja sig enn frekar í janúar. Liðið stefnir á að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu og ætlar að bæta við sig einum til tveimur leikmönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gattuso æfir með Rangers

Á Ítalíu eru knattspyrnumenn í jólafríi. Stór hluti leikmanna AC Milan hélt til heitari landa en miðjumaðurinn Gennaro Gattuso er mættur til Skotlands og æfir þar með Glasgow Rangers.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo er ekki á heimleið

Ítalska félagið AC Milan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeim orðrómi er neitað að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo sé á leið heim til Brasilíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lucio á óskalista AC Milan

Ítalska liðið AC Milan hyggst reyna að krækja í brasilíska varnarmanninn Lucio eftir að leikmaðurinn tilkynnti að hann gæti yfirgefið þýska liðið Bayern München eftir leiktímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Collina undir verndarvæng lögreglu

Pierluigi Collina, einn besti knattspyrnudómari allra tíma, hlýtur lögregluvernd um þessar mundir vegna fjölda hótunarbréfa sem hann hefur fengið í pósti.

Fótbolti