Ítalski boltinn

Fréttamynd

Juventus getur tryggt sér titilinn í dag

Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið.

Sport
Fréttamynd

Forskot Juventus einungis þrjú stig

Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð.

Sport
Fréttamynd

Roma mætir Inter í úrslitum

Roma tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Palermo 1-0 á heimavelli sínum. Það var gamla kempan Damiano Tommasi sem skoraði sigurmark Rómverja á 30. mínútu. Roma tapaði fyrri leiknum 2-1 en kemst áfram á marki skoruðu á útivelli. Liðið mætir Inter Milan í úrslitum keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Fordæmir árásir á leikmenn Inter

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan segir að stuðningsmenn liðanna í ítölsku deildinni verði að fara að hugsa sinn gang eftir að stuðningsmenn Inter Milan réðust að tveimur leikmönnum liðsins á dögunum eftir að þeim þótti gengi liðsins ekki viðunandi.

Sport
Fréttamynd

Inter í úrslitin

Inter Milan komst í dag í úrslitaleikinn í ítalska bikarnum þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Udinese á útvielli og er því komið áfram samanlangt 3-2. Santiago Solari og David Pizarro skoruðu mörk Inter í leiknum, en liðið hefur titil að verja frá í fyrra. Inter mætir annað hvort Roma eða Palermo í úrslitunum, en þessi lið eigast við öðru sinni á morgun og þar hefur Palermo 2-1 forystu eftir fyrri leikinn.

Sport
Fréttamynd

Kaka skoraði þrennu

Brasilíski leikstjórnandinn Kaká fór á kostum í dag þegar AC Milan tók Verona í kennslustund 4-1 í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Milan lenti undir 1-0 í leiknum, en varnarmaðurinn Nesta jafnaði leikinn og svo skoraði Kaká þrennu í síðari hálfleiknum, þar af eitt mark úr vítaspyrnu. Milan er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar á eftir Juventus og eru tveimur stigum á undan grönnum sínum í Inter sem eru í þriðja sætinu.

Sport
Fréttamynd

Ancelotti framlengir við Milan

Carlo Ancelotti hefur framlengt núgildandi samning sinn við AC Milan um eitt ár og verður því við stjórn hjá félaginu til ársins 2008. Ancelotti er á sínu fimmta ári með AC Milan, en hann hafði verið orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid síðustu daga.

Sport
Fréttamynd

Hefur augastað á Henry og Nistelrooy

Massimo Moratti, eigandi Inter Milan á Ítalíu, hefur augastað á þeim Thierry Henry hjá Arsenal og Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United í leit sinni að framherja fyrir næstu leiktíð. Hann gerir sér þó litlar vonir um að krækja í Henry og segir Nistelrooy vera raunhæfara markmið fyrir félag sitt.

Sport
Fréttamynd

Udinese átti ekki séns í AC Milan

Andriy Shevchenko skoraði 18. markið sitt í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að skora tvö mörk þegar AC Milan tók Udinese í kennslustund með 4-0 útisigri. Inter Milan er tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum eftir 3-1 sigur á Lazio í dag þar sem Alvaro Recoba skoraði tvívegis.

Sport
Fréttamynd

Trezeguet með tvö mörk fyrir Juventus

David Trezeguet skoraði tvívegis fyrir Juventus í kvöld þegar liðið sigraði Livorno 1-3 á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Alessandro Del Piero gulltryggði sigur Juve á lokasekúndum leiksins eftir að Trezeguet hafði komið gestunum tvisvar yfir í leiknum. Í hinum leik kvöldsins á Ítalíu vann Cagliari 1-2 útisigur á botnliði Treviso.

Sport
Fréttamynd

Albertini lék kveðjuleik sinn í gær

Ítalski miðjumaðurinn Demetrio Albertini reimaði á sig fótboltaskóna í síðasta sinn á San Siro í Mílanó í gærkvöld þegar spilaður var sérstakur kveðjuleikur honum til heiðurs. Margir af frægustu leikmönnum Milan í gegn um árin tóku þátt í leiknum og sýndu Albertini virðingu sína.

Sport
Fréttamynd

Lögregla biður stuðningsmenn að róa sig

Löglregluyfirvöld í Róm hafa biðlað til stuðningsmanna Roma og Middlesbrough að sýna stillingu í kvöld þegar liðin mætast í Evrópukeppni félagsliða, en fyrr í dag slösuðust þrettán enskir stuðningsmenn í árás öfgasinnaðra stuðningsmanna sem kenna sig við lið Roma. Þrír stuðningsmenn voru stungnir og liggja á sjúkrahúsi.

Sport
Fréttamynd

Englendingar stungnir í átökum í Róm

Þrír stuðningsmenn enska liðsins Middlesbrough vor stungnir í gær og fleiri eru á sjúkrahúsi eftir að fótboltabullur sem kalla sig "Ultras" og kenna sig við lið Roma í höfuðborginni, réðust að fólkinu þar sem það sat við drykkju í gærkvöld. Ensku áhorfendurnir munu hafa verið hið prúðasta fólk og var margt þeirra með börn sín meðferðis. Roma og Middlesbrough mætast í Evrópukeppninni í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Juventus í þægilegri stöðu

Meistarar Juventus hafa þægilegt 10 stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar eftir markalaust stórmeistarajafntefli við AC Milan á heimavelli sínum í kvöld í leik sem olli nokkrum vonbrigðum. Gennaro Gattuso var vikið af leikvelli um miðjan síðari hálfleikinn, en heimamenn gerðu sér jafnteflið að góðu og fátt bendir til annars en að þeir verji titil sinn á Ítalíu. Leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Juventus - AC Milan í beinni á Sýn í kvöld

Leikur ársins í ítalska boltanum verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld þegar meistarar Juventus taka á móti erkifjendum sínum í AC Milan á Delle Alpi. Útsending hefst klukkan 19:20, en þá verður viðureign Osasuna og Barcelona í spænska boltanum í beinni útsendingu á Sýn Extra og hefst útsending þar klukkan 19:55.

Sport
Fréttamynd

Fiorentina upp fyrir Roma

Fiorentina endurheimti 4. sætið í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið vann 2-1 sigur á Siena. Hinn ungi sóknarmaður Giampaolo Pazzini skoraði sigurmarkið í viðbótartíma og lyfti liði sínu upp fyrir Roma sem á leik til góða gegn Inter síðar í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Milan og Juve unnu sína leiki

Juventus vann Sampdoria 1-0 í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Pavel Nedved skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu. AC Milan vann Empoli 3-0 þar sem Filippo Inzahgi skoraði tvö markanna og Andrei Schevshenko eitt. Juventus er á toppi deildarinnar og hefur 10 stiga forystu á AC Milan. Í kvöld mætast Roma og Inter en leikurinn verður sýndur á Sýn extra klukkan 19:30.

Sport
Fréttamynd

Roma sló metið

Lið Roma í ítölsku A-deildinni setti í gær met í deildinni þegar það vann 11. leikinn í röð. Ekki skemmdi fyrir að sigurinn kom einmitt gegn grönnum þeirra og erkifjendum í Lazio. Það voru Rodrigo Taddei og Alberto Aquilani sem skoruðu mörk Roma í 2-0 sigri liðsins, sem var án fyrirliða síns Francesko Totti sem er meiddur.

Sport
Fréttamynd

Rómarslagurinn í beinni í kvöld

Hinir fornu fjendur í Rómarborg Lazio og Roma eigast við í ítölsku A-deildinni í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:50. Það er jafnan heitt í kolunum þegar þessi lið mætast og til dæmis var allt á suðupunkti þegar liðin mættust síðast í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Frá keppni í tvo mánuði

Ítalski sóknarmaðurinn Fransesco Totti verður frá keppni í um tvo mánuði eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn Empoli í kvöld en Roma vann leikinn 1-0.

Sport
Fréttamynd

Juventus að stinga af

Meistarar Juventus tóku stórt skref í titilvörn sinni í ítölsku A-deildinni í kvöld þegar liðið lagði Inter Milan á útivelli 2-1 í stórleik helgarinnar sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn Extra. Zlatan Ibrahimovic kom Juve yfir í leiknum, en eftir að Walter Samuel jafnaði leikinn í síðari hálfleiknum, skoraði Alessandro del Piero sigurmark Tórínóliðsins fimm mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Mancini horfir á annað sætið

Roberto Mancini, þjálfari Inter, segist í dag vera meira að einbeita sér að því að ná öðru sætinu í A-deildinni en að steypa Juventus af stalli á toppnum. Juventus og Inter mætast einmitt í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:25.

Sport
Fréttamynd

Udinese rekur þjálfarann

Ítalska A-deildarliðið Udinese rak í dag þjálfara sinn Serse Cosmi, en hann er níundi þjálfarinn í deildinni sem fær að taka pokann sinn í vetur. Við starfi hans tekur Loris Dominissini, sem áður stýrði liði smáliði Como og hóf það úr neðri deildunum á Ítalíu og upp í A-deildina fyrir nokkrum árum.

Sport
Fréttamynd

Fiorentina - Inter í beinni á Sýn Extra

Viðureign Fiorentina og Inter Milan verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur klukkan 22:05 á Sýn síðar um kvöldið, eða þegar leik Chelsea og Everton í enska bikarnum er lokið.

Sport
Fréttamynd

Sjöundi sigur Roma í röð

Roma vann í gærkvöldi 7. leik sinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Parma 3-0. Í dag klukkan 14 verður leikur Chievo og Inter sýndur beint á Sýn. Aðrir leikir á Ítalíu í dag verða;

Sport
Fréttamynd

Juventus heldur sínu striki

Juventus heldur sínu striki á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Ascoli á útivelli í dag. Franski sóknarmaðurinn David Trezeguet skoraði þrennu í leiknum. AC Milan náði aðeins jafntefli gegn Sampdoria í gærkvöldi, en grannar þeirra í Inter geta minnkað forskot Juve með sigri á Lecce í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Di Canio aftur í bann

Paolo Di Canio, leikmaður Lazio í ítölsku A-deildinni, hefur aftur verið dæmdur í eins leiks bann af ítalska knattspyrnusambandinu fyrir að heilsa að fasistasið í deildarleik í síðasta mánuði. Hann þarf auk þess að greiða sekt upp á 10.000 evrur, en hefur nú lofað að hætta þessum uppátækjum.

Sport
Fréttamynd

Juventus endurheimti 8 stiga forystu

Juventus endurheimti naumlega 8 stiga forystu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið sigraði Empoli 2-1. Eftir að hafa lent 0-1 undir á heimavelli sínum var það varnarmaðurinn Fabio Cannavaro sem gerðist hetja heimamanna og skoraði bæði mörk Juve.

Sport
Fréttamynd

Létt hjá Inter Milan

Inter Milan saxaði á forskot Juventus niður í 5 stig á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 3-0 sigri á Palermo. Inter er nú með 48 stig í 2. sæti deildarinnar en Juventus á leik til góða. Einnig í kvöld gerðu Lazio og Cagliari 1-1 jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Gattuso fer ekki til Man. Utd.

Forráðamenn AC Milan segja ekkert til í þeim sögusögnum sem eru að bendla miðjumanninn Gennaro Gattuso við sölu til Manchester United nú í janúar.

Sport