Ítalski boltinn Illa slasaður eftir hátt fall Gianluca Pessotto, leikmaður Juventus til 11 ára og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Tórínó eftir að hafa dottið út um glugga og fallið 15 metra til jarðar. Fótbolti 28.6.2006 13:42 Fjögur stórlið fyrir rétt Í stuttri fréttatilkynningu frá Ítalíu í dag kemur fram að risafélögin Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio hafi öll verið boðuð til að mæta fyrir rétt vegna þáttar síns í stóra knattspyrnuhneykslinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum. Fótbolti 22.6.2006 17:49 Cannavaro þriðji leikreyndasti landsliðsmaðurinn Fabio Cannavaro náði þeim áfanga í leiknum við Gana í gær að verða þriðji leikjahæsti ítalski landsliðsmaðurinn frá upphafi þegar hann spilaði sinn 94. leik á ferlinum og var jafnframt fyrirliði liðsins. Aðeins Paolo Maldini (126) og markvörðurinn Dino Zoff (112) hafa spilað fleiri landsleiki en Cannavaro, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá bláu árið 1997. Sport 13.6.2006 11:54 Adriano hvetur Emerson til að leika með Inter Adriano, framherji Brasilíu og Inter á Ítalíu, hvetur landa sinn Emerson til þess að fara til Inter, fari svo að Juventus verði dæmt niður um deild. Emerson hefur áður sagt að það komi ekki til greina að spila í Ítölsku B deildinni og því ljóst að hann muni yfirgefa félagið fari svo að það verði dæmt niður um deild. Fótbolti 13.6.2006 03:30 Atletico Madrid hefur áhuga að fá Materazzi Samkvæmt Ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport þá hefur Atletico Madrid áhuga að fá Marco Materazzi, leikmann Inter og Ítalska landsliðsins til sín. Villarreal hafði áður sýnt þessum 32 ára gamla leikmanni áhuga. Fótbolti 5.6.2006 15:39 Chelsea við það að landa Shevchenko Englandsmeistarar Chelsea hafa nú fengið formlegt leyfi frá AC Milan til að ræða við úkraínska framherjann Andriy Shevchenko og talið er að hann gæti jafnvel farið í læknisskoðun hjá félaginu í dag. Talið er að kaupverðið verði um 34 milljónir punda. Sport 31.5.2006 13:07 Staðfestir brottför sína frá Milan Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko staðfesti í dag að hann færi frá liði AC Milan á Ítalíu af fjölskylduástæðum sem hann hafði greint frá fyrir nokkru og mun hann því væntanlega fara á fullu í viðræður við Englandsmeistara Chelsea á næstu dögum. Sport 26.5.2006 17:53 Verðum að ræða við konuna hans Shevchenko Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko tilkynnir forráðamönnum AC Milan á morgun hvort hann ætli sér að framlengja samning sinn við félagið eða ganga til liðs við Englandsmeistara Chelsea. Félagi hann Gennaro Gattuso ætlar að gera sitt til að reyna að sannfæra framherjann sterka um að vera áfram í Mílanó. Sport 24.5.2006 20:15 Lögregla réðist inn á skrifstofur Juventus Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar greindi frá því í dag að ítalskar lögreglusveitir hefðu í dag ráðist til inngöngu á skrifstofur knattspyrnufélagsins Juventus og lagt þar hendur á gögn sem tengjast meðal annars leikmannakaupum Ítalíumeistaranna. Sport 18.5.2006 16:05 Juventus meistari Juventus tryggði sér í dag Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu, annað árið í röð, þegar liðið lagði Reggina 2-0 í lokaumferðinni þar í landi. Helstu keppinautar Juve í AC Milan unnu einnig leik sinn, en Tórínó-liðið hafði þriggja stiga forystu fyrir leikinn. David Trezeguet og Alessandro del Piero skoruðu mörk meistaranna í dag. Sport 14.5.2006 15:42 De Santis fer ekki á HM Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt FIFA að það sé hætt við að senda dómarann Massimo de Santis til keppni á HM eftir að ljóst var að hann væri viðriðinn stóra knattspyrnuhneykslið þar í landi. Aðstoðardómararnir sem áttu að fara með de Santis á HM hafa einnig verið settir út úr myndinni. Sport 13.5.2006 18:14 Shevchenko er ekki til sölu Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að þangað til félaginu berst formleg beiðni frá frá leikmanninum sjálfum um að fá að vera settur á sölulista, sé Andriy Shevchenko hreinlega ekki til sölu. Sport 13.5.2006 16:31 Staðfestir hugsanlega brottför Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur nú staðfest að þær fréttir sem af honum bárust í morgun séu réttar - hann sé að íhuga að yfirgefa herbúðir AC Milan. Shevchenko segir að hann íhugi að fara af fjölskylduástæðum. Sport 12.5.2006 19:21 Fleiri hneykslismál í uppsiglingu? Fréttir á Ítalíu herma að þar í landi sé að hefjast ítarlega rannsókn í knattspyrnuheiminum eftir að grunur vaknaði um að úrslitum leikja í A-deildinni þar í landi hafi verið hagrætt með mútum. Forráðamenn Lazio, Juventus og Fiorentina liggja undir grun, auk þess sem HM dómarinn Massimo De Santis er sagður liggja undir grun. Sport 12.5.2006 15:23 Inter bikarmeistari annað árið í röð Inter Milan varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu annað árið í röð eftir að liðið lagði Roma 3-1 á heimavelli sínum í síðari leik liðanna og því samanlagt 4-2. Esteban Cambiasso, Julio Cruz og Obafemi Martins skoruðu mörk heimamanna í kvöld, en Shabani Nonda minnkaði muninn fyrir Rómverja. Sport 11.5.2006 21:06 Stjórn Juventus segir af sér Stjórn knattspyrnufélagsins Juventus sagði af sér á einu bretti í dag eftir að sannað þótti að stjórnarmenn félagsins hefðu með skipulögðum hætti haft áhrif á það hvaða dómarar dæmdu leiki liðsins í gegn um tíðina. Sönnunargögn eins og upptökur af símtölum voru lögð fram í málinu og því gátu stjórnarmenn ekki annað en sagt af sér. Sport 11.5.2006 19:00 Titilbaráttan enn opin á Ítalíu Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina. Sport 7.5.2006 15:30 Juventus getur tryggt sér titilinn í dag Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið. Sport 6.5.2006 17:46 Forskot Juventus einungis þrjú stig Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Sport 22.4.2006 14:06 Roma mætir Inter í úrslitum Roma tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Palermo 1-0 á heimavelli sínum. Það var gamla kempan Damiano Tommasi sem skoraði sigurmark Rómverja á 30. mínútu. Roma tapaði fyrri leiknum 2-1 en kemst áfram á marki skoruðu á útivelli. Liðið mætir Inter Milan í úrslitum keppninnar. Sport 12.4.2006 21:38 Fordæmir árásir á leikmenn Inter Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan segir að stuðningsmenn liðanna í ítölsku deildinni verði að fara að hugsa sinn gang eftir að stuðningsmenn Inter Milan réðust að tveimur leikmönnum liðsins á dögunum eftir að þeim þótti gengi liðsins ekki viðunandi. Sport 11.4.2006 19:09 Inter í úrslitin Inter Milan komst í dag í úrslitaleikinn í ítalska bikarnum þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Udinese á útvielli og er því komið áfram samanlangt 3-2. Santiago Solari og David Pizarro skoruðu mörk Inter í leiknum, en liðið hefur titil að verja frá í fyrra. Inter mætir annað hvort Roma eða Palermo í úrslitunum, en þessi lið eigast við öðru sinni á morgun og þar hefur Palermo 2-1 forystu eftir fyrri leikinn. Sport 11.4.2006 19:21 Kaka skoraði þrennu Brasilíski leikstjórnandinn Kaká fór á kostum í dag þegar AC Milan tók Verona í kennslustund 4-1 í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Milan lenti undir 1-0 í leiknum, en varnarmaðurinn Nesta jafnaði leikinn og svo skoraði Kaká þrennu í síðari hálfleiknum, þar af eitt mark úr vítaspyrnu. Milan er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar á eftir Juventus og eru tveimur stigum á undan grönnum sínum í Inter sem eru í þriðja sætinu. Sport 9.4.2006 17:20 Ancelotti framlengir við Milan Carlo Ancelotti hefur framlengt núgildandi samning sinn við AC Milan um eitt ár og verður því við stjórn hjá félaginu til ársins 2008. Ancelotti er á sínu fimmta ári með AC Milan, en hann hafði verið orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid síðustu daga. Sport 21.3.2006 16:42 Hefur augastað á Henry og Nistelrooy Massimo Moratti, eigandi Inter Milan á Ítalíu, hefur augastað á þeim Thierry Henry hjá Arsenal og Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United í leit sinni að framherja fyrir næstu leiktíð. Hann gerir sér þó litlar vonir um að krækja í Henry og segir Nistelrooy vera raunhæfara markmið fyrir félag sitt. Sport 21.3.2006 14:37 Udinese átti ekki séns í AC Milan Andriy Shevchenko skoraði 18. markið sitt í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að skora tvö mörk þegar AC Milan tók Udinese í kennslustund með 4-0 útisigri. Inter Milan er tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum eftir 3-1 sigur á Lazio í dag þar sem Alvaro Recoba skoraði tvívegis. Sport 19.3.2006 16:52 Trezeguet með tvö mörk fyrir Juventus David Trezeguet skoraði tvívegis fyrir Juventus í kvöld þegar liðið sigraði Livorno 1-3 á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Alessandro Del Piero gulltryggði sigur Juve á lokasekúndum leiksins eftir að Trezeguet hafði komið gestunum tvisvar yfir í leiknum. Í hinum leik kvöldsins á Ítalíu vann Cagliari 1-2 útisigur á botnliði Treviso. Sport 18.3.2006 21:50 Albertini lék kveðjuleik sinn í gær Ítalski miðjumaðurinn Demetrio Albertini reimaði á sig fótboltaskóna í síðasta sinn á San Siro í Mílanó í gærkvöld þegar spilaður var sérstakur kveðjuleikur honum til heiðurs. Margir af frægustu leikmönnum Milan í gegn um árin tóku þátt í leiknum og sýndu Albertini virðingu sína. Sport 16.3.2006 15:49 Lögregla biður stuðningsmenn að róa sig Löglregluyfirvöld í Róm hafa biðlað til stuðningsmanna Roma og Middlesbrough að sýna stillingu í kvöld þegar liðin mætast í Evrópukeppni félagsliða, en fyrr í dag slösuðust þrettán enskir stuðningsmenn í árás öfgasinnaðra stuðningsmanna sem kenna sig við lið Roma. Þrír stuðningsmenn voru stungnir og liggja á sjúkrahúsi. Sport 15.3.2006 18:35 Englendingar stungnir í átökum í Róm Þrír stuðningsmenn enska liðsins Middlesbrough vor stungnir í gær og fleiri eru á sjúkrahúsi eftir að fótboltabullur sem kalla sig "Ultras" og kenna sig við lið Roma í höfuðborginni, réðust að fólkinu þar sem það sat við drykkju í gærkvöld. Ensku áhorfendurnir munu hafa verið hið prúðasta fólk og var margt þeirra með börn sín meðferðis. Roma og Middlesbrough mætast í Evrópukeppninni í kvöld. Sport 15.3.2006 14:17 « ‹ 190 191 192 193 194 195 196 197 198 … 200 ›
Illa slasaður eftir hátt fall Gianluca Pessotto, leikmaður Juventus til 11 ára og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Tórínó eftir að hafa dottið út um glugga og fallið 15 metra til jarðar. Fótbolti 28.6.2006 13:42
Fjögur stórlið fyrir rétt Í stuttri fréttatilkynningu frá Ítalíu í dag kemur fram að risafélögin Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio hafi öll verið boðuð til að mæta fyrir rétt vegna þáttar síns í stóra knattspyrnuhneykslinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum. Fótbolti 22.6.2006 17:49
Cannavaro þriðji leikreyndasti landsliðsmaðurinn Fabio Cannavaro náði þeim áfanga í leiknum við Gana í gær að verða þriðji leikjahæsti ítalski landsliðsmaðurinn frá upphafi þegar hann spilaði sinn 94. leik á ferlinum og var jafnframt fyrirliði liðsins. Aðeins Paolo Maldini (126) og markvörðurinn Dino Zoff (112) hafa spilað fleiri landsleiki en Cannavaro, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá bláu árið 1997. Sport 13.6.2006 11:54
Adriano hvetur Emerson til að leika með Inter Adriano, framherji Brasilíu og Inter á Ítalíu, hvetur landa sinn Emerson til þess að fara til Inter, fari svo að Juventus verði dæmt niður um deild. Emerson hefur áður sagt að það komi ekki til greina að spila í Ítölsku B deildinni og því ljóst að hann muni yfirgefa félagið fari svo að það verði dæmt niður um deild. Fótbolti 13.6.2006 03:30
Atletico Madrid hefur áhuga að fá Materazzi Samkvæmt Ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport þá hefur Atletico Madrid áhuga að fá Marco Materazzi, leikmann Inter og Ítalska landsliðsins til sín. Villarreal hafði áður sýnt þessum 32 ára gamla leikmanni áhuga. Fótbolti 5.6.2006 15:39
Chelsea við það að landa Shevchenko Englandsmeistarar Chelsea hafa nú fengið formlegt leyfi frá AC Milan til að ræða við úkraínska framherjann Andriy Shevchenko og talið er að hann gæti jafnvel farið í læknisskoðun hjá félaginu í dag. Talið er að kaupverðið verði um 34 milljónir punda. Sport 31.5.2006 13:07
Staðfestir brottför sína frá Milan Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko staðfesti í dag að hann færi frá liði AC Milan á Ítalíu af fjölskylduástæðum sem hann hafði greint frá fyrir nokkru og mun hann því væntanlega fara á fullu í viðræður við Englandsmeistara Chelsea á næstu dögum. Sport 26.5.2006 17:53
Verðum að ræða við konuna hans Shevchenko Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko tilkynnir forráðamönnum AC Milan á morgun hvort hann ætli sér að framlengja samning sinn við félagið eða ganga til liðs við Englandsmeistara Chelsea. Félagi hann Gennaro Gattuso ætlar að gera sitt til að reyna að sannfæra framherjann sterka um að vera áfram í Mílanó. Sport 24.5.2006 20:15
Lögregla réðist inn á skrifstofur Juventus Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar greindi frá því í dag að ítalskar lögreglusveitir hefðu í dag ráðist til inngöngu á skrifstofur knattspyrnufélagsins Juventus og lagt þar hendur á gögn sem tengjast meðal annars leikmannakaupum Ítalíumeistaranna. Sport 18.5.2006 16:05
Juventus meistari Juventus tryggði sér í dag Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu, annað árið í röð, þegar liðið lagði Reggina 2-0 í lokaumferðinni þar í landi. Helstu keppinautar Juve í AC Milan unnu einnig leik sinn, en Tórínó-liðið hafði þriggja stiga forystu fyrir leikinn. David Trezeguet og Alessandro del Piero skoruðu mörk meistaranna í dag. Sport 14.5.2006 15:42
De Santis fer ekki á HM Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt FIFA að það sé hætt við að senda dómarann Massimo de Santis til keppni á HM eftir að ljóst var að hann væri viðriðinn stóra knattspyrnuhneykslið þar í landi. Aðstoðardómararnir sem áttu að fara með de Santis á HM hafa einnig verið settir út úr myndinni. Sport 13.5.2006 18:14
Shevchenko er ekki til sölu Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að þangað til félaginu berst formleg beiðni frá frá leikmanninum sjálfum um að fá að vera settur á sölulista, sé Andriy Shevchenko hreinlega ekki til sölu. Sport 13.5.2006 16:31
Staðfestir hugsanlega brottför Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur nú staðfest að þær fréttir sem af honum bárust í morgun séu réttar - hann sé að íhuga að yfirgefa herbúðir AC Milan. Shevchenko segir að hann íhugi að fara af fjölskylduástæðum. Sport 12.5.2006 19:21
Fleiri hneykslismál í uppsiglingu? Fréttir á Ítalíu herma að þar í landi sé að hefjast ítarlega rannsókn í knattspyrnuheiminum eftir að grunur vaknaði um að úrslitum leikja í A-deildinni þar í landi hafi verið hagrætt með mútum. Forráðamenn Lazio, Juventus og Fiorentina liggja undir grun, auk þess sem HM dómarinn Massimo De Santis er sagður liggja undir grun. Sport 12.5.2006 15:23
Inter bikarmeistari annað árið í röð Inter Milan varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu annað árið í röð eftir að liðið lagði Roma 3-1 á heimavelli sínum í síðari leik liðanna og því samanlagt 4-2. Esteban Cambiasso, Julio Cruz og Obafemi Martins skoruðu mörk heimamanna í kvöld, en Shabani Nonda minnkaði muninn fyrir Rómverja. Sport 11.5.2006 21:06
Stjórn Juventus segir af sér Stjórn knattspyrnufélagsins Juventus sagði af sér á einu bretti í dag eftir að sannað þótti að stjórnarmenn félagsins hefðu með skipulögðum hætti haft áhrif á það hvaða dómarar dæmdu leiki liðsins í gegn um tíðina. Sönnunargögn eins og upptökur af símtölum voru lögð fram í málinu og því gátu stjórnarmenn ekki annað en sagt af sér. Sport 11.5.2006 19:00
Titilbaráttan enn opin á Ítalíu Juventus náði ekki að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 2-1 sigur á Palermo í næst síðustu umferð deildarinnar þar í landi. Á sama tíma unnu helstu keppinautar þeirra í AC Mila sem er í öðru sæti, 2-3 útisigur á Parma en þrjú stig skilja liðin fyrir lokaumferðina. Sport 7.5.2006 15:30
Juventus getur tryggt sér titilinn í dag Juventus getur tryggt sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð í dag, sunnudag, þegar meistararnir taka á móti Palermo á heimavelli sínum, Delle Alpi. Til að svo verði þarf Juve að vinna sigur og AC Milan að mistakast að vinna sigur gegn Parma á útivelli en þrjú stig skilja toppliðin tvö að þegar tveimur umferðum er ólokið. Sport 6.5.2006 17:46
Forskot Juventus einungis þrjú stig Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Sport 22.4.2006 14:06
Roma mætir Inter í úrslitum Roma tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Palermo 1-0 á heimavelli sínum. Það var gamla kempan Damiano Tommasi sem skoraði sigurmark Rómverja á 30. mínútu. Roma tapaði fyrri leiknum 2-1 en kemst áfram á marki skoruðu á útivelli. Liðið mætir Inter Milan í úrslitum keppninnar. Sport 12.4.2006 21:38
Fordæmir árásir á leikmenn Inter Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan segir að stuðningsmenn liðanna í ítölsku deildinni verði að fara að hugsa sinn gang eftir að stuðningsmenn Inter Milan réðust að tveimur leikmönnum liðsins á dögunum eftir að þeim þótti gengi liðsins ekki viðunandi. Sport 11.4.2006 19:09
Inter í úrslitin Inter Milan komst í dag í úrslitaleikinn í ítalska bikarnum þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Udinese á útvielli og er því komið áfram samanlangt 3-2. Santiago Solari og David Pizarro skoruðu mörk Inter í leiknum, en liðið hefur titil að verja frá í fyrra. Inter mætir annað hvort Roma eða Palermo í úrslitunum, en þessi lið eigast við öðru sinni á morgun og þar hefur Palermo 2-1 forystu eftir fyrri leikinn. Sport 11.4.2006 19:21
Kaka skoraði þrennu Brasilíski leikstjórnandinn Kaká fór á kostum í dag þegar AC Milan tók Verona í kennslustund 4-1 í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Milan lenti undir 1-0 í leiknum, en varnarmaðurinn Nesta jafnaði leikinn og svo skoraði Kaká þrennu í síðari hálfleiknum, þar af eitt mark úr vítaspyrnu. Milan er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar á eftir Juventus og eru tveimur stigum á undan grönnum sínum í Inter sem eru í þriðja sætinu. Sport 9.4.2006 17:20
Ancelotti framlengir við Milan Carlo Ancelotti hefur framlengt núgildandi samning sinn við AC Milan um eitt ár og verður því við stjórn hjá félaginu til ársins 2008. Ancelotti er á sínu fimmta ári með AC Milan, en hann hafði verið orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid síðustu daga. Sport 21.3.2006 16:42
Hefur augastað á Henry og Nistelrooy Massimo Moratti, eigandi Inter Milan á Ítalíu, hefur augastað á þeim Thierry Henry hjá Arsenal og Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United í leit sinni að framherja fyrir næstu leiktíð. Hann gerir sér þó litlar vonir um að krækja í Henry og segir Nistelrooy vera raunhæfara markmið fyrir félag sitt. Sport 21.3.2006 14:37
Udinese átti ekki séns í AC Milan Andriy Shevchenko skoraði 18. markið sitt í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að skora tvö mörk þegar AC Milan tók Udinese í kennslustund með 4-0 útisigri. Inter Milan er tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum eftir 3-1 sigur á Lazio í dag þar sem Alvaro Recoba skoraði tvívegis. Sport 19.3.2006 16:52
Trezeguet með tvö mörk fyrir Juventus David Trezeguet skoraði tvívegis fyrir Juventus í kvöld þegar liðið sigraði Livorno 1-3 á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Alessandro Del Piero gulltryggði sigur Juve á lokasekúndum leiksins eftir að Trezeguet hafði komið gestunum tvisvar yfir í leiknum. Í hinum leik kvöldsins á Ítalíu vann Cagliari 1-2 útisigur á botnliði Treviso. Sport 18.3.2006 21:50
Albertini lék kveðjuleik sinn í gær Ítalski miðjumaðurinn Demetrio Albertini reimaði á sig fótboltaskóna í síðasta sinn á San Siro í Mílanó í gærkvöld þegar spilaður var sérstakur kveðjuleikur honum til heiðurs. Margir af frægustu leikmönnum Milan í gegn um árin tóku þátt í leiknum og sýndu Albertini virðingu sína. Sport 16.3.2006 15:49
Lögregla biður stuðningsmenn að róa sig Löglregluyfirvöld í Róm hafa biðlað til stuðningsmanna Roma og Middlesbrough að sýna stillingu í kvöld þegar liðin mætast í Evrópukeppni félagsliða, en fyrr í dag slösuðust þrettán enskir stuðningsmenn í árás öfgasinnaðra stuðningsmanna sem kenna sig við lið Roma. Þrír stuðningsmenn voru stungnir og liggja á sjúkrahúsi. Sport 15.3.2006 18:35
Englendingar stungnir í átökum í Róm Þrír stuðningsmenn enska liðsins Middlesbrough vor stungnir í gær og fleiri eru á sjúkrahúsi eftir að fótboltabullur sem kalla sig "Ultras" og kenna sig við lið Roma í höfuðborginni, réðust að fólkinu þar sem það sat við drykkju í gærkvöld. Ensku áhorfendurnir munu hafa verið hið prúðasta fólk og var margt þeirra með börn sín meðferðis. Roma og Middlesbrough mætast í Evrópukeppninni í kvöld. Sport 15.3.2006 14:17