Ítalski boltinn

Fréttamynd

Einvígi Shevchenko og Nedved

Einar Logi Vignisson skrifar vikulega um fótboltann í Suður Evrópu í Fréttablaðið. Að þessu sinni tekur hann fyrir stórleik Juventus og AC Milan á Delli Alpi í kvöld en þar mætast tvö efstu liðin í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Sheva ekki til Chelsea

Umboðsmaður Andrei Shevchenko, Oscar Damiano, hló í dag af þeim sögusögnum að umboðsmaður hans væri á leið til Stamford Bridge, en Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er mikill aðdáandi Úkraínumannsins og hefur áður sagt að hann sé hann fullkomni sóknarmaður.

Sport
Fréttamynd

Shevchenko knattspyrnumaður Evrópu

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan var í dag valinn knattspyrnumaður Evrópu fyrir árið 2004, en Shevchenko vann sinn fyrsta ítalska meistaratitil á árinu auk þess var hann markahæstur í Seria A með 24 mörk.

Sport
Fréttamynd

Besti leikur tímabilsins

"Á því leikur enginn vafi að þetta var okkar besti leikur á tímabillinu," voru orð Carlo Ancelotti, stjóra AC Milan eftir að liðið gekk frá Fiorentina með sex mörkum gegn engu í Seríu A á Ítalíu í gær. Með sigrinum er Milan kyrfilega í öðru sæti, sex stigum á undan næsta liði í þriðja sæti en Juventus er enn á toppnum.

Sport
Fréttamynd

Segja Sheva hljóta verðlaunin

Ítalskir fjölmiðlar og þá sérstaklega hið virta íþróttadagblað þar í landi, "La Gazzetta dello Sport" segjast hafa komist á snoðir um að úkraínski knattspyrnusnillingurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan hljóti verðlaunin besti knattspyrnumaður í Evrópu árið 2004. Verðlaunin virtu og eftirsóttu verða afhend í París annað kvöld, mánudagskvöld.

Sport
Fréttamynd

AC Milan nálgaðist Juventus

AC Milan minnkaði forystu Juventus í eitt stig í ítölsku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Parma 2-1 í gærkvöldi. Alberto Gilardino skoraði fyrir Parma á 67. mínútu en Mílanómenn skoruðu tvívegis á síðustu átta mínútum leiksins, fyrst Brasilíumaðurinn Kaka og svo Andrea Pirlo sigurmarkið á næstsíðustu mínútunni.

Sport
Fréttamynd

Ellefta jafntefli Inter

Juventus mistókst að endurheimta 6 stiga forskot sitt á toppi ítölsku efstu deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Inter Milan á útivelli. Heimamenn í Inter lentu 0-2 undir með mörkum Marcelo Zalayeta og Zlatan Ibrahimovic úr víti áður en Christian Vieri og Adriano náðu að jafna fyrir Inter í seinni hálfleik.

Sport