Ítalski boltinn

Fréttamynd

Inter sigraði í fyrri leiknum

Adriano skoraði bæði mörk Inter Milan í 2-0 útisigri á Roma í fyrri leik liðanna um Ítalska bikarinn í knattspyrnu í gær.

Sport
Fréttamynd

Genoa og Empoli upp í Serie A

Genoa tryggði sér um helgina sæti í efstu deild í ítalska fótboltanum eftir 10 ára fjarveru þegar liðið lagði Venezia 3-2 í Serie B. Empoli sem höfnuðu í 2. sæti fylgja Genoa upp í Serie A en 4 lið berjast um þriðja lausa sætið í umspili. Þau eru Ascoli, Torino, Treviso og Perugia.

Sport
Fréttamynd

Trapattoni fékk heimþrá og fór

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, Giovanni Trapattoni fékk svo mikla heimþrá að hann er hættur sem knattspyrnustjóri portúgalska liðsins Benfica. Engu skipti þó Trappatoni leiddi liðið til sigurs í portúgölsku efstu deildinni sem er fyrsti landstitill félagsins í 11 ár.

Sport
Fréttamynd

Totti áfram hjá Roma

Francesco Totti fyrirliði Roma tók af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu þegar hann skrifaði undir brakandi nýjan 5 ára samning. Útlit var fyrir að "herra Roma" væri á förum frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Mutu spilaði aftur í dag

Adrian Mutu lék aftur í dag eftir sjö mánaða keppnisbann þegar Juventus lagði Cagliari að velli 4-2. Rúmenski framherjinn var rekinn frá Chelsea í október síðastliðinn eftir að kókaín fannst í blóði hans og var hann umsvifalaus settur í leikbann.

Sport
Fréttamynd

Vogel samdi við AC Milan

Svissneski miðjumaðurinn hjá PSV Eindhoven, Johan Vogel, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ítalska liðið AC Milan.

Sport
Fréttamynd

Mutu með Juventus á sunnudag

Rúmenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Adrian Mutu er nú búinn að afplána 7 mánaða keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og leikur að öllum líkindum á sunnudaginn með Juventus í lokaumferð ítölsku deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Cassano ekki til Juventus

Luciano Moggi, forseti ítalska stórliðsins Juventus, sagði í dag að liðið hefði ekki áhuga á að fá ítalska landsliðsmanninn hjá Roma, Antonio Cassano, í sumar.

Sport
Fréttamynd

Juventus ítalskur meistari

Juventus varð í kvöld ítalskur meistari í knattspyrnu, án þess þó að stíga fæti inná leikvöll. Ástæða þess er 3-3 jafntefli AC Milan gegn Palermo á heimavelli sínum San Siro.

Sport
Fréttamynd

Mutu aftur í landsliðið

Fyrrum framherji Chelsea, Rúmeninn Adrian Mutu, hefur verið kallaður í landsliðshópinn á ný fyrir leikina gegn Hollandi og Armeníu í undankeppni heimsmeistaramótsins í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Capello slær met

Fabio Capello, stjóri Juventus, varð í kvöld fyrsti stjórinn í sögu ítalska boltanns til að vinna ítalska meistaratitilinn með liðum úr þrem borgum. Hann hafði áður unnið fjóra titla í Mílan og einn í Róm, og í kvöld bættist Tórínó við, en þaðan kemur einmitt Juventus.

Sport
Fréttamynd

Inter í úrslit bikarkeppninnar

Internazionale sigraði Cagliari 3-1 og 4-2 samtals í tveimur leikjum í undanúrslitum um ítalska bikarinn í knattspyrnu í gærkvöldi. Í úrslitum mætir Internazionale annaðhvort Roma eða Udinese.

Sport
Fréttamynd

Fúlir íþróttafréttamenn

Íþróttafréttamenn ítalska ríkissjónvarpsins RAI tilkynntu í dag að þeir ætli í verkfall þann 4. júní n.k. Þeir eru æfir af reiði yfir því að áskriftarsjónvarpsstöð skuli hafa fengið sýningarrétt á Ítalíu á sýningum allra 64 leikjanna á HM í knattspyrnu 2006. Fyrirhugað verkfall hefst eins og áður segir 4. júní eða þegar Ítalir mæta Noregi í undankeppni HM.

Sport
Fréttamynd

Juventus vann Milan

Juventus sigraði AC Milan fyrir framan 68 þúsund áhorfendur á San Siro í dag með einu marki gegn engu. Það var Frakkinn David Trezeguet sem skoraði sigurmarið á tuttugustu mínútu. Juve er þá komið með þriggja stiga forristu á Milan þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í ítalska boltanum

Efstu liðin í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, AC Milan og Juventus, mætast í deildinni í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 13.

Sport
Fréttamynd

Mourinho vill Crespo aftur

Framkvæmdastjóri Cheslea, Portúgalinn Jose Mourinho, hefur sagt að hann vilji fá Hernan Crespo aftur á Stamford Bridge næsta tímabil. Þessi argentínski sóknarmaður er sem stendur á árs lánssamning hjá AC Milan eftir að hann náði sér ekki á strik hjá Chelsea í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Úrslitaleikur á Ítalíu

Á sunnudag fer fram einn af leikjum knattspyrnutímabilsins í Evrópu þegar AC Milan tekur á móti Juventus. Þegar fjórar umferðir eru eftir af leiktíðinni eru liðin eru jöfn að stigum á toppi ítölsku deildarinnar en ef annað hvort liðið nær að knýja fram sigur á það meistartitilinn vísan. AC Milan eru ríkjandi meistarar en Juventus er það lið sem oftast hefur hampað ítalska titlinum.

Sport
Fréttamynd

5 leikja bannið stendur hjá Totti

Aganefnd ítalska knattspyrnusmbandsins hefur synjað áfrýjun Francesco Totti gegn 5 leikja banni sem sóknarmaðurinn skapbráði var úrskurðarður í á dögunum. Ítalski landsliðsfyrirliðinn var rekinn af leikvelli í annað sinn á skömmum tíma eftir að hafa lent í ryskingum við Francesco Colonnese þegar Roma mætti Siena á dögunum.

Sport
Fréttamynd

AC Milan með þriggja stiga forskot

AC Milan náði í gær þriggja stiga forskoti í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með góðum sigri á Fiorentina, 2-1. Það var Andryi Shevchenko sem skoraði bæði mörk Milan sem er með 76 stig en Juventus getur náð Mílanónliðinu að stigum í dag sigri það Bologna í leik sem nú stendur yfir og er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Landsliðsfyrirliði í læknisleik

Einari Logi Vignisson skrifar alltaf um boltann í suður-Evrópu í Fréttablaðinu á sunnudögum. Að þessi fjallar hann um dópið á Ítalíu sem er leikmönnum enn hættulegri en samkvæmisdópið.

Sport
Fréttamynd

Juventus ekki svipt titlunum

Juventus verður ekki svipt titlunum sem liðið vann á síðasta áratug, þrátt fyrir að læknir liðsins hafi verið fundinn sekur um að láta leikmenn nota lyfjavítamínskammta. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs íþróttadómstóls.

Sport
Fréttamynd

Er Totti á leið til Milan?

Silvio Berlusconi gaf í dag vísbendingu þess efnis að AC Milan muni reyna að kaupa Francesco Totti, en hann svaraði spurningum blaðamanna með pólitískum stíl, brosti út að eyrum og sagði: <em>,,Ég segi ekkert á þessari stundu."</em>

Sport
Fréttamynd

Milan náði toppsætinu

AC Milan náði fyrsta sætinu í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi með 3-0 sigri á Parma. Brasilíumennirnir Kaka og Cafu og Daninn John Dahl Tomasson skoruðu mörkin.

Sport
Fréttamynd

Áfrýja banni Zlatans

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus ætlar að áfrýja úrskurði aganefndar ítalska knattspyrnusambandsins sem dæmdi sænska sóknarmanninn hjá Juventus, Zlatan Ibrahimovic, í þriggja leikja bann.

Sport
Fréttamynd

Totti fær 5 leikja bann - Zlatan 3

Aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins dæmdi í gær fyrirliða Roma, Francesco Totti, í fimm leikja bann og Svíann Zlatan Ibrahimovic hjá Juventus í þriggja leikja bann.

Sport
Fréttamynd

Inter lagði Juve og Milan vann

Inter Milan vann óvæntan 0-1 útisigur á Juventus í stórleik Serie A í ítalska fótboltanum í kvöld og setti fyrir vikið toppbaráttuna í deildinni í háspennu. Julio Cruz skoraði sigurmarkið á 24. mínútu en á sama tíma náði AC Milan að jafna Juve að stigum með 1-0 sigri á Chievo þar sem Clarence Seedorf skoraði sigurmarkið.

Sport
Fréttamynd

Inter yfir gegn Juventus

Inter Milan er yfir, 0-1, á útivelli gegn toppliði Juventus í stórleik kvöldsins í ítölsku 1. deildinni í knattpsyrnu en heil umferð er leikin þar í kvöld. Vinni Inter geta erkifjendur þeirra í AC Milan smyglað sér á topp deildarinnar með sigri á Chievo en staðan þar er 0-0 í hálfleik. Leikur Juventus og Inter er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Juve - Inter á Sýn í kvöld

Heil umferð er í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Stórleikur kvöldsins er viðureign toppliðs Juventus og Internationale sem er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.30. AC Milan, sem er í 2. sæti, tekur á móti Chievo.

Sport
Fréttamynd

Óvænt tap AC Milan í Serie A

Juventus læddi sér á topp ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í dag, Serie A, eftir 5-2 sigur á Lecce á meðan AC Milan missteig sig í toppbaráttunni og tapaði óvænt fyrir Siena, 2-1.

Sport