Salan á Íslandsbanka

Fréttamynd

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.

Innlent
Fréttamynd

Strangari reglur hjá Seðlabankanum en ráðuneytinu í útboði Íslandsbanka

Engum starfsmanni Seðlabanka Íslands var heimilt að taka þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka en langflestum starfsmönnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins var heimilt að kaupa bréf í útboði bankans, að því gefnu að þær byggju ekki yfir innherjaupplýsingum. Þetta kemur fram í svari stofnananna við fyrirspurnum Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Hluthöfum fækkar um fjögur þúsund

Hluthöfum í Íslandsbanka hefur fækkað um fjögur þúsund frá því bankinn var skráður á hlutabréfamarkað í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins í dag en fækkunin nemur liðlega sautján prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins

Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna

Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkissjóður aldrei fengið betri lánakjör

Ríkissjóður hefur aldrei fengið hagstæðari kjör en vaxtalaust lán í nýlegu skuldabréfaútboði upp á 750 milljónir evra. Fjármálaráðherra segir markaðinn treysta Íslandi til að geyma þetta fé fyrir sig í sjö ár.

Innlent