Þýski boltinn

Fréttamynd

Magath fór til hæstbjóðanda

Það er ekki á hverjum degi sem menn í íþróttaheiminum viðurkenna að peningar hafi ráðið miklu um ákvarðanir þeirra. Það gerir hinsvegar þjálfarinn Felix Magath í Þýskalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrunið hjá Hoffenheim er sannkölluð martröð

Ævintýri nýliða Hoffenheim í Þýskalandi hefur fengið sannkallaðan martraðarendi. Hoffenheim var á toppnum eftir fyrri hluta þýsku bundesligunnar en hefur síðan aðeins náð í tíu stig eftir áramót sem er það minnsta af öllum liðum þýsku deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Magath hættir með með Wolfsburg og tekur við Schalke

Felix Magath er á góðri leið með að gera Wolfsburg að þýskum meisturum en hann ætlar þó ekki að halda áfram með liðið. Magath er samt ekki á leið til síns gamla félags Bayern Munchen heldur hefur hann gert fjögurra ára samning við Schalke 04.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern hefur áhuga á Van Gaal

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, hefur staðfest að Hollendingurinn Louis van Gaal hjá AZ Alkmaar sé einn þeirra manna sem félagið hafi hug á að bjóða þjálfarastöðuna fyrir næsta tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Klinsmann orðaður við Hoffenheim

Spútniklið Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni hefur heldur betur komið niður á jörðina eftir áramótin eftir að hafa verið á toppnum fyrir jólafrí.

Fótbolti
Fréttamynd

Engin Meistaradeild - enginn Ribery

Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hefur gefið til kynna að hann muni fara frá Bayern Munchen í sumar ef liðinu mistekst að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Klinsmann glataði virðingu leikmanna

Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, segir að Jurgen Klinsmann hafi verið vikið úr starfi af því hann hafi glatað virðingu stjórnarinnar og leikmanna liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Hitzfeld neitaði Bayern

Forráðamenn Bayern Munchen leituðu á náðir gamals kunningja þegar þeir ráku Jurgen Klinsmann úr starfi eftir því sem fram kemur í þýskum miðlum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Klinsmann rekinn frá Bayern

Jurgen Klinsmann hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari þýska stórliðsins Bayern Munchen eftir enn eitt tapið um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Wolfsburg tapaði

Óvænt úrslit urðu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar efsta liðið Wolfsburg mátti sætta sig við 2-0 tap gegn Energie Cottbus.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjóðheitt undir Klinsmann

Það er farið að hitna verulega undir Jurgen Klinsmann, þjálfara FC Bayern. Það var þegar orðið heitt undir Klinsmann en tap fyrir Schalke í gær hleypti öllu í loft upp.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamburg í þriðja sætið

Hamburg náði aftur þriðja sætinu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið vann 2-1 sigur á Hannover með tveimur mörkum frá Króatanum Mladen Petric.

Fótbolti
Fréttamynd

West Ham vill Kuranyi

West Ham er í dag sagt í enskum fjölmiðlum vera á höttunum eftir þýska sóknarmanninum Kevin Kuranyi sem leikur með Schalke í heimalandi sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery: Enn miklu ólokið með Bayern

Franck Ribery hefur gefið í skyn að hann ætli sér að vera áfram í herbúðum Bayern München en hann hefur verið sterklega orðaður við stórlið víða um Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Klinsmann krossfestur

Jurgen Klinsmann, þjálfari Bayern Munchen, er sagður ætla að höfða mál á hendur blaðinu Die Tageszeitung eftir að það birti skopmynd af honum hangandi á krossi.

Fótbolti
Fréttamynd

Voronin sektaður og settur í bann

Úkraínumaðurinn Andriy Voronin hjá Hertha Berlín hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann og gert að greiða sekt upp á 1,7 milljónir króna vegna agabrots í leik um síðustu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Orðinn leiður á tuðinu í Lehmann

Markvörðurinn Tim Wiese hjá Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni er búinn að fá sig fullsaddan af því að lesa yfirlýsingar kollega síns Jens Lehmann hjá Stuttgart.

Fótbolti
Fréttamynd

Gomez tryggði Stuttgart sigur

Mario Gomez skoraði í uppbótartíma fyrir Stuttgart gegn Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og tryggði liðinu þar með dýrmætan sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Staða Klinsmann í hættu

Þýskir fjölmiðlar spá því að staða Jürgen Klinsmann, knattspyrnustjóra Bayern München, sé í mikilli hættu eftir að liðið beið afhroð í Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Friedrich úr leik hjá Hertha

Lið Hertha Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur orðið fyrir miklu áfalli. Fyrirliðinn og þýski landsliðsmaðurinn Arne Friedrich verður frá keppni næstu fjórar til sex vikurnar vegna hnémeiðsla sem hann hlaut um síðustu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Klinsmann: Ribery er ekki til sölu

Jurgen Klinsmann, þjálfari Bayern Munchen, segir af og frá að félagið muni selja franska landsliðsmanninn Franck Ribery sem í dag er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lukas Podolski: Ég var algjört fífl

Lukas Podolski hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í landsleik Þjóðverja og Walesbúa í undankeppni HM í vikunni en Podolski gaf þá fyrirliðanum Michael Ballack vænan kinnhest þegar upp úr sauð á milli þeirra í miðjum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Schalke vill fá Slaven Bilic sem þjálfara

Forráðamenn þýska úrvalsdeildarliðsins Schalke 04 ætla að reyna að fá Slaven Bilic til þess að stjórna liðinu út tímabilið en þýska liðið rak þjálfara sinn Fred Rutten fyrir stuttu og leitar nú að nýjum manni í hans stað.

Fótbolti