Þýski boltinn Bayern í úrslitin Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði smálið St.Pauli 3-0 í undanúrslitunum. Owen Hargreaves kom Bayern yfir á 15. mínútu leiksins og það var svo Claudio Pizarro sem innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútum undir lok leiksins. Bayern mætir Frankfurt í úrslitaleik keppninnar um mánaðarmótin. Sport 12.4.2006 21:19 Ballack fer til Chelsea vegna peninganna Uli Hoeness hjá Bayern Munchen segir að ef Michael Ballack kjósi að ganga til liðs við Chelsea í sumar eins og allt útlit er fyrir, sé það aðeins vegna þess að hann sé að eltast við peninga. Sport 11.4.2006 17:49 Bremen burstaði Bayern Baráttan um Þýskalandsmeistaratitilinn í knattspyrnu opnaðist nokkuð í dag þegar Werder Bremen vann 3-0 sigur á meisturum Bayern Munchen á heimavelli sínum. Bastian Schweinsteiger skallaði boltann í eigið net eftir hálftíma leik og Daninn Daniel Jensen og Tim Borowski bættu við tveimur mörkum undir lokin til að fullkomna slæma viku fyrir Oliver Kahn, markverði Bayern. Sport 8.4.2006 18:39 Við viljum enga Beckham-týpu í stað Ballack Felix Magath er alveg með það á tæru hvernig leikmann Bayern Munchen þurfi til að fylla skarð Michael Ballack í liðinu ef hann fer til Chelsea í sumar eins og altalað er. Magath segist ekki þurfa neinn David Beckham í lið Bayern, heldur baráttuhund sem búi yfir sæmilegum hæfileikum. Sport 22.3.2006 19:43 Gunnar Heiðar til Hannover Landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur gengið frá þriggja ára samningi við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover og gengur til liðs við félagið í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska liðsins Halmstad í dag, en vitað var að Gunnar væri í viðræðum við félag í þýsku úrvalsdeildinni. Sport 21.3.2006 18:18 Bayern vantar leiðtoga Fyrrum landsliðsmaðurinn Lothar Matthaus er ekki í vafa um hvað lið Bayern Munchen þarf að gera til að fylla skarð Michael Ballack sem að öllum líkindum gengur í raðir Chelsea í sumar. Matthaus telur að Bayern eigi að leita sér að leiðtoga - ekki hæfileikamanni. Sport 17.3.2006 14:51 Getum ekki keppt við Chelsea Uli Hoeness hefur viðurkennt að þýsku meistararnir Bayern Munchen eigi ekki möguleika á að keppa við Chelsea um Michael Ballack, en talið er víst að Ballack gangi í raðir Chelsea á næstu misserum. Sport 15.3.2006 14:36 Ég dáist að Jurgen Klinsmann Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist vera mikill aðdáandi hins umdeilda landsliðsþjálfara Þjóðverja, Jurgen Klinsmann og í viðtali við þýska blaðið Bild, sagði Portúgalinn að Klinsmann væri hugaður maður sem væri óhræddur við að tefla fram ungum leikmönnum. Sport 14.3.2006 15:50 Farinn að leita að eftirmanni Michael Ballack Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segist vera búinn að sætta sig við að Michael Ballack fari frá félaginu í sumar og segir að enginn maður í herbúðum liðsins nú geti fyllt það skarð sem hann skilur eftir sig sem leiðtogi á vellinum. Sport 7.3.2006 17:01 Mönchengladbach upp um 3 sæti í það sjötta Borussia Mönchengladbach lyfti sér upp um þrjú sæti og í það sjötta með 2-0 sigri á Arminia Bielefeld í þýsku Bundesligunni í fótbolta í dag en tveir leikir fóru þá fram. Þá skildu Eintracht Frankfurt og Wolfsburg jöfn, 1-1. Bayern Munchen er efst í deildinni þrátt fyrir ósigur á heimavelli í gær fyrir Hamburg, eru með 58 stig en Werder Bremen, sem gerði 1-1 jafntefli við Bayer Leverkusen er í 2. sæti með 50 stig. Mönchengladbach er með 33 stig í 6. sætinu. Sport 5.3.2006 20:40 Klinsmann kallaður á teppið í þinginu Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu gæti þurft að mæta inn á teppið í þýska þinginu á næstu dögum og ekki af góðu. Þingmenn þar í landi eru órólegir í kjölfar þess að þýska landsliðið var tekið í bakaríið af Ítölum í vináttulansleik í vikunni þar sem úrslitin urðu 4-1 fyrir smjörgreiddu súkkulaðistrákana. Sport 5.3.2006 16:08 Loks tapaði Bayern Munchen á heimavelli Bayern Munchen tapaði sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu í þýska Bundesligunni í fótbolta í dag þegar Hamburger SV kom í heimsókn til Munchen og vann 1-2 útisigur. Hollendingurinn Nigel de Jong skoraði sigurmarkið á 89. mínútu eftir að Memeth Scholl hafði jafnað metin fyrir heimamenn, 6 mínútum áður. Sport 4.3.2006 19:44 Ballack til Chelsea? Breskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um að Chelsea sé að undibúa stórt samningstilboð handa Michael Ballack hjá Bayern Munchen, en hann verður samningslaus í sumar. Leikmaðurinn sjálfur, sem og umboðsmaður hans vilja þó ekkert kannast við þessar fréttir. Sport 28.2.2006 16:26 Bayern á siglingu Meistarar Bayern Munchen létu vonbrigðin gegn AC Milan í meistaradeildinni í vikunni ekki hafa áhrif á sig í dag þegar liðið malaði Frankfurt 5-2 og vann þar með 11. heimaleikinn í röð í deildinni. Michael Ballack og Paolo Guerrero skoruðu tvö mörk hvor og Claudio Pizzaro eitt og Bayern hefur þægilega forystu á toppi deildarinnar. Sport 25.2.2006 20:03 Trapattoni rekinn frá Stuttgart Ítalski knattspyrnustjórinn Giovanni Trapattoni hefur verið rekinn úr starfi hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart eftir aðeins 8 mánuði í starfi. Það verður fyrrum þjálfari Hansa Rostock, Armin Veh, sem tekur við liðinu í hans stað. Sport 10.2.2006 18:04 Ballack skoraði eina markið Michael Ballack tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í dag og nægði markið til að halda Þýskalandsmeisturunum í 8 stiga fjarlægð á toppi deildarinnar. Werder Bremen hélt í 2. sætið eftir 4-2 sigur á gestunum, Keflavíkurbönunum í Mainz sem komust 2-0 yfir. Hamburg SV vann 2-1 sigur á Arminia Bielefeld og er í 3. sæti með 41 stig. Sport 4.2.2006 17:56 Ballack fær engan draumasamning Forráðamenn Bayern Munchen láta nú í það skína að litlir peningar verði handbærir til að bjóða Michael Ballack risasamning, en núverandi samningur hans rennur út í sumar. Ballack hefur fram að þessu ekki viljað ræða nýjan samning og hefur verið orðaður við lið á Englandi og á Spáni. Sport 30.1.2006 14:27 Bayern fjölgar sætum á heimavelli sínum Þýsku meistararnir í Bayern Munchen hafa ákveðið að bæta við rúmum 3.000 sætum á heimavöll sinn Allianz Arena fljótlega og því mun völlurinn taka við tæplega 70.000 manns á næstunni. Þetta var ákveðið eftir að uppselt var á tólf heimaleiki liðsins í röð í vetur. Breytingarnar eru ekki fyrirhafnarmiklar og því var ákveðið að ráðast í framkvæmdirnar strax. Sport 9.1.2006 17:05 Schalke ræður nýjan þjálfara Þýska úrvalsdeildarliðið Schalke tilkynnti í dag að aðstoðarþjálfari liðsins, Mirko Slomka, hefði verið gerður að nýjum aðalþjálfara liðsins eftir að Ralf Rangnick var rekinn á dögunum. Schalke er í fjórða sæti í þýsku úrvalsdeildinni, en þar á bæ eru kröfurnar miklar um árangur. Sport 4.1.2006 15:52 Augenthaler tekinn við Wolfsburg Fyrrum landsliðsmaðurinn Klaus Augenthaler hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Wolfsburg, en samningurinn gildir út árið 2007. Augenthaler tekur við af Holger Fach sem var rekinn fyrir jólin, en hann stýrði áður liði Bayer Leverkusen. Sport 29.12.2005 20:28 Bayern mætir Mainz í 8-liða úrslitunum Bayern Munchen tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum þýska bikarsins með sigri á HSV 1-0. Það var enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem skoraði mark Bayern í framlengingu. Þriðjudeildarlið St.Pauli sló Hertha Berlin úr keppni með sigri í framlengingu 4-3. Sport 22.12.2005 17:06 Áttundi stjórinn rekinn Holger Fach þjálfara og Thomas Strunz knattspyrnustjóra Wolfsburg var sagt upp störfum hjá félaginu í dag eftir að liðið þótti valda miklum vonbrigðum það sem af er vetri. Þetta er því í áttunda skipti í vetur sem þjálfari í þýsku úrvalsdeildinni eru látinn taka pokann sinn. Sport 19.12.2005 18:08 Ætlar að skrifa undir nýjan samning Ef marka má fréttir úr þýskum blöðum í dag, mun markvörðurinn Oliver Kahn líklega skrifa undir nýjan samning við Bayern sem gilda mun til ársins 2008. "Mér líður of vel hérna til að hugsa um að fara annað," sagði Kahn. Kahn hefur verið hjá Bayern síðan 1994 og eftir frábæra frammistöðu með liðinu á árinu, er talið víst að hann verji mark Þjóðverja á HM í sumar. Sport 18.12.2005 18:44 Kohler tekur við Duisburg Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Jurgen Kohler var í dag ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Duisburg, sem er í bullandi fallbaráttu í deildinni. Kohler kemur í stað Norbert Meier sem var rekinn fyrir að skalla leikmann á dögunum. Kohler hefur aldrei þjálfað áður, en er ýmsum hnútum kunnugur í boltanum og varð m.a. heims- og Evrópumeistari með Þjóðverjum í tíunda áratugnum. Sport 17.12.2005 19:54 Bayern með örugga forystu í jólafríið Meistarar Bayern Munchen fara með þægilegt forskot inn í jólafríið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eftir góðan 2-1 útisigur á Dortmund í dag. Ali Karimi skoraði fyrsta mark Bayern í dag og Claudio Pizzarro það síðara. Florian Kringe minnkaði muninn fyrir Dortmund undir lokin. Liðin í öðru og þriðja sæti, Hamburg og Bremen eigast við á morgun, en Bayern hefur sjö stiga forystu á toppnum. Sport 17.12.2005 19:44 Ragnick hættur hjá Schalke Ralf Rangnick hefur sagt starfi sínu lausu og er hættur að þjálfa þýska úrvalsdeildarliðið Schalke. Rangnick hafði ætlað að hætta eftir að samningur hans rynni út í sumar, en hann hefur átt erfitt samband við stjórn liðsins að undanförnu og gengi liðsins hefur ekki þótt nógu gott. Sport 12.12.2005 15:05 Elber látinn fara frá Gladbach? Brasilíski framherjinn Giovane Elber verður látinn fara frá þýska úrvalsdeildarliðinu Borussia Mönchengladbach um helgina ef marka má fréttir úr þýskum fjölmiðlum, en hann ku hafa verið til eintómra vandræða síðan hann kom á frjálsri sölu frá franska liðinu Lyon í janúar. Elber hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Gladbach í vetur, en hann er markahæsti útlendingur í sögu úrvalsdeildarinnar með 133 mörk. Sport 4.12.2005 15:17 Neitar ásökunum um peningagræðgi Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack brást reiður við þegar fjölmiðlar í Þýskalandi héldu því fram að ástæða þess að hann vildi ekki undirrita áframhaldandi samning við Bayern væri hrein og klár peningagræðgi. Sport 17.11.2005 14:59 Hoyzer dómari í fangelsi í á þriðja ár Knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer var í dag dæmdur í tveggja ára og fimm mánaða fangelsi fyrir að taka við mútugreiðslum í níu leikjum sem hann dæmdi á síðasta ári. Sport 17.11.2005 12:37 Allt annað en Madrid yrði skref aftur á bak "Keisarinn" Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, hefur látið hafa það eftir sér að úr því útlit sé fyrir að Michael Ballack sé að fara frá Bayern, sé Real Madrid eini raunhæfi kosturinn fyrir hann því annarsstaðar nái hann ekki að bæta sig sem knattspyrnumaður. Sport 16.11.2005 16:08 « ‹ 110 111 112 113 114 115 116 … 116 ›
Bayern í úrslitin Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði smálið St.Pauli 3-0 í undanúrslitunum. Owen Hargreaves kom Bayern yfir á 15. mínútu leiksins og það var svo Claudio Pizarro sem innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútum undir lok leiksins. Bayern mætir Frankfurt í úrslitaleik keppninnar um mánaðarmótin. Sport 12.4.2006 21:19
Ballack fer til Chelsea vegna peninganna Uli Hoeness hjá Bayern Munchen segir að ef Michael Ballack kjósi að ganga til liðs við Chelsea í sumar eins og allt útlit er fyrir, sé það aðeins vegna þess að hann sé að eltast við peninga. Sport 11.4.2006 17:49
Bremen burstaði Bayern Baráttan um Þýskalandsmeistaratitilinn í knattspyrnu opnaðist nokkuð í dag þegar Werder Bremen vann 3-0 sigur á meisturum Bayern Munchen á heimavelli sínum. Bastian Schweinsteiger skallaði boltann í eigið net eftir hálftíma leik og Daninn Daniel Jensen og Tim Borowski bættu við tveimur mörkum undir lokin til að fullkomna slæma viku fyrir Oliver Kahn, markverði Bayern. Sport 8.4.2006 18:39
Við viljum enga Beckham-týpu í stað Ballack Felix Magath er alveg með það á tæru hvernig leikmann Bayern Munchen þurfi til að fylla skarð Michael Ballack í liðinu ef hann fer til Chelsea í sumar eins og altalað er. Magath segist ekki þurfa neinn David Beckham í lið Bayern, heldur baráttuhund sem búi yfir sæmilegum hæfileikum. Sport 22.3.2006 19:43
Gunnar Heiðar til Hannover Landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur gengið frá þriggja ára samningi við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover og gengur til liðs við félagið í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska liðsins Halmstad í dag, en vitað var að Gunnar væri í viðræðum við félag í þýsku úrvalsdeildinni. Sport 21.3.2006 18:18
Bayern vantar leiðtoga Fyrrum landsliðsmaðurinn Lothar Matthaus er ekki í vafa um hvað lið Bayern Munchen þarf að gera til að fylla skarð Michael Ballack sem að öllum líkindum gengur í raðir Chelsea í sumar. Matthaus telur að Bayern eigi að leita sér að leiðtoga - ekki hæfileikamanni. Sport 17.3.2006 14:51
Getum ekki keppt við Chelsea Uli Hoeness hefur viðurkennt að þýsku meistararnir Bayern Munchen eigi ekki möguleika á að keppa við Chelsea um Michael Ballack, en talið er víst að Ballack gangi í raðir Chelsea á næstu misserum. Sport 15.3.2006 14:36
Ég dáist að Jurgen Klinsmann Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist vera mikill aðdáandi hins umdeilda landsliðsþjálfara Þjóðverja, Jurgen Klinsmann og í viðtali við þýska blaðið Bild, sagði Portúgalinn að Klinsmann væri hugaður maður sem væri óhræddur við að tefla fram ungum leikmönnum. Sport 14.3.2006 15:50
Farinn að leita að eftirmanni Michael Ballack Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segist vera búinn að sætta sig við að Michael Ballack fari frá félaginu í sumar og segir að enginn maður í herbúðum liðsins nú geti fyllt það skarð sem hann skilur eftir sig sem leiðtogi á vellinum. Sport 7.3.2006 17:01
Mönchengladbach upp um 3 sæti í það sjötta Borussia Mönchengladbach lyfti sér upp um þrjú sæti og í það sjötta með 2-0 sigri á Arminia Bielefeld í þýsku Bundesligunni í fótbolta í dag en tveir leikir fóru þá fram. Þá skildu Eintracht Frankfurt og Wolfsburg jöfn, 1-1. Bayern Munchen er efst í deildinni þrátt fyrir ósigur á heimavelli í gær fyrir Hamburg, eru með 58 stig en Werder Bremen, sem gerði 1-1 jafntefli við Bayer Leverkusen er í 2. sæti með 50 stig. Mönchengladbach er með 33 stig í 6. sætinu. Sport 5.3.2006 20:40
Klinsmann kallaður á teppið í þinginu Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu gæti þurft að mæta inn á teppið í þýska þinginu á næstu dögum og ekki af góðu. Þingmenn þar í landi eru órólegir í kjölfar þess að þýska landsliðið var tekið í bakaríið af Ítölum í vináttulansleik í vikunni þar sem úrslitin urðu 4-1 fyrir smjörgreiddu súkkulaðistrákana. Sport 5.3.2006 16:08
Loks tapaði Bayern Munchen á heimavelli Bayern Munchen tapaði sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu í þýska Bundesligunni í fótbolta í dag þegar Hamburger SV kom í heimsókn til Munchen og vann 1-2 útisigur. Hollendingurinn Nigel de Jong skoraði sigurmarkið á 89. mínútu eftir að Memeth Scholl hafði jafnað metin fyrir heimamenn, 6 mínútum áður. Sport 4.3.2006 19:44
Ballack til Chelsea? Breskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um að Chelsea sé að undibúa stórt samningstilboð handa Michael Ballack hjá Bayern Munchen, en hann verður samningslaus í sumar. Leikmaðurinn sjálfur, sem og umboðsmaður hans vilja þó ekkert kannast við þessar fréttir. Sport 28.2.2006 16:26
Bayern á siglingu Meistarar Bayern Munchen létu vonbrigðin gegn AC Milan í meistaradeildinni í vikunni ekki hafa áhrif á sig í dag þegar liðið malaði Frankfurt 5-2 og vann þar með 11. heimaleikinn í röð í deildinni. Michael Ballack og Paolo Guerrero skoruðu tvö mörk hvor og Claudio Pizzaro eitt og Bayern hefur þægilega forystu á toppi deildarinnar. Sport 25.2.2006 20:03
Trapattoni rekinn frá Stuttgart Ítalski knattspyrnustjórinn Giovanni Trapattoni hefur verið rekinn úr starfi hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart eftir aðeins 8 mánuði í starfi. Það verður fyrrum þjálfari Hansa Rostock, Armin Veh, sem tekur við liðinu í hans stað. Sport 10.2.2006 18:04
Ballack skoraði eina markið Michael Ballack tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu í dag og nægði markið til að halda Þýskalandsmeisturunum í 8 stiga fjarlægð á toppi deildarinnar. Werder Bremen hélt í 2. sætið eftir 4-2 sigur á gestunum, Keflavíkurbönunum í Mainz sem komust 2-0 yfir. Hamburg SV vann 2-1 sigur á Arminia Bielefeld og er í 3. sæti með 41 stig. Sport 4.2.2006 17:56
Ballack fær engan draumasamning Forráðamenn Bayern Munchen láta nú í það skína að litlir peningar verði handbærir til að bjóða Michael Ballack risasamning, en núverandi samningur hans rennur út í sumar. Ballack hefur fram að þessu ekki viljað ræða nýjan samning og hefur verið orðaður við lið á Englandi og á Spáni. Sport 30.1.2006 14:27
Bayern fjölgar sætum á heimavelli sínum Þýsku meistararnir í Bayern Munchen hafa ákveðið að bæta við rúmum 3.000 sætum á heimavöll sinn Allianz Arena fljótlega og því mun völlurinn taka við tæplega 70.000 manns á næstunni. Þetta var ákveðið eftir að uppselt var á tólf heimaleiki liðsins í röð í vetur. Breytingarnar eru ekki fyrirhafnarmiklar og því var ákveðið að ráðast í framkvæmdirnar strax. Sport 9.1.2006 17:05
Schalke ræður nýjan þjálfara Þýska úrvalsdeildarliðið Schalke tilkynnti í dag að aðstoðarþjálfari liðsins, Mirko Slomka, hefði verið gerður að nýjum aðalþjálfara liðsins eftir að Ralf Rangnick var rekinn á dögunum. Schalke er í fjórða sæti í þýsku úrvalsdeildinni, en þar á bæ eru kröfurnar miklar um árangur. Sport 4.1.2006 15:52
Augenthaler tekinn við Wolfsburg Fyrrum landsliðsmaðurinn Klaus Augenthaler hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Wolfsburg, en samningurinn gildir út árið 2007. Augenthaler tekur við af Holger Fach sem var rekinn fyrir jólin, en hann stýrði áður liði Bayer Leverkusen. Sport 29.12.2005 20:28
Bayern mætir Mainz í 8-liða úrslitunum Bayern Munchen tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum þýska bikarsins með sigri á HSV 1-0. Það var enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem skoraði mark Bayern í framlengingu. Þriðjudeildarlið St.Pauli sló Hertha Berlin úr keppni með sigri í framlengingu 4-3. Sport 22.12.2005 17:06
Áttundi stjórinn rekinn Holger Fach þjálfara og Thomas Strunz knattspyrnustjóra Wolfsburg var sagt upp störfum hjá félaginu í dag eftir að liðið þótti valda miklum vonbrigðum það sem af er vetri. Þetta er því í áttunda skipti í vetur sem þjálfari í þýsku úrvalsdeildinni eru látinn taka pokann sinn. Sport 19.12.2005 18:08
Ætlar að skrifa undir nýjan samning Ef marka má fréttir úr þýskum blöðum í dag, mun markvörðurinn Oliver Kahn líklega skrifa undir nýjan samning við Bayern sem gilda mun til ársins 2008. "Mér líður of vel hérna til að hugsa um að fara annað," sagði Kahn. Kahn hefur verið hjá Bayern síðan 1994 og eftir frábæra frammistöðu með liðinu á árinu, er talið víst að hann verji mark Þjóðverja á HM í sumar. Sport 18.12.2005 18:44
Kohler tekur við Duisburg Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Jurgen Kohler var í dag ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Duisburg, sem er í bullandi fallbaráttu í deildinni. Kohler kemur í stað Norbert Meier sem var rekinn fyrir að skalla leikmann á dögunum. Kohler hefur aldrei þjálfað áður, en er ýmsum hnútum kunnugur í boltanum og varð m.a. heims- og Evrópumeistari með Þjóðverjum í tíunda áratugnum. Sport 17.12.2005 19:54
Bayern með örugga forystu í jólafríið Meistarar Bayern Munchen fara með þægilegt forskot inn í jólafríið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eftir góðan 2-1 útisigur á Dortmund í dag. Ali Karimi skoraði fyrsta mark Bayern í dag og Claudio Pizzarro það síðara. Florian Kringe minnkaði muninn fyrir Dortmund undir lokin. Liðin í öðru og þriðja sæti, Hamburg og Bremen eigast við á morgun, en Bayern hefur sjö stiga forystu á toppnum. Sport 17.12.2005 19:44
Ragnick hættur hjá Schalke Ralf Rangnick hefur sagt starfi sínu lausu og er hættur að þjálfa þýska úrvalsdeildarliðið Schalke. Rangnick hafði ætlað að hætta eftir að samningur hans rynni út í sumar, en hann hefur átt erfitt samband við stjórn liðsins að undanförnu og gengi liðsins hefur ekki þótt nógu gott. Sport 12.12.2005 15:05
Elber látinn fara frá Gladbach? Brasilíski framherjinn Giovane Elber verður látinn fara frá þýska úrvalsdeildarliðinu Borussia Mönchengladbach um helgina ef marka má fréttir úr þýskum fjölmiðlum, en hann ku hafa verið til eintómra vandræða síðan hann kom á frjálsri sölu frá franska liðinu Lyon í janúar. Elber hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Gladbach í vetur, en hann er markahæsti útlendingur í sögu úrvalsdeildarinnar með 133 mörk. Sport 4.12.2005 15:17
Neitar ásökunum um peningagræðgi Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack brást reiður við þegar fjölmiðlar í Þýskalandi héldu því fram að ástæða þess að hann vildi ekki undirrita áframhaldandi samning við Bayern væri hrein og klár peningagræðgi. Sport 17.11.2005 14:59
Hoyzer dómari í fangelsi í á þriðja ár Knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer var í dag dæmdur í tveggja ára og fimm mánaða fangelsi fyrir að taka við mútugreiðslum í níu leikjum sem hann dæmdi á síðasta ári. Sport 17.11.2005 12:37
Allt annað en Madrid yrði skref aftur á bak "Keisarinn" Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, hefur látið hafa það eftir sér að úr því útlit sé fyrir að Michael Ballack sé að fara frá Bayern, sé Real Madrid eini raunhæfi kosturinn fyrir hann því annarsstaðar nái hann ekki að bæta sig sem knattspyrnumaður. Sport 16.11.2005 16:08