Þýski boltinn

Fréttamynd

Lizarazu aftur til Bayern

Fyrrum landsliðsbakvörður Frakka, Bixente Lizarazu, hefur snúið aftur til Bayern München eftir aðeins sex mánuði hjá franska liðinu Olympique Marseille, en þangað fór hann í sumar einmitt frá Bayern. Lizarazu, sem mun hitta félaga sína í æfingaferð til Dubai, fær sex mánaða samning hjá Bayern.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar sigruðu Japana

Þjóðverjar sigruðu Japana 3-0 í vináttuleik í knattspyrnu sem fram fór í Yokohama í Japan í dag fyrir framan rúmlega 60 þúsund áhorfendur, og komu öll mörkin í síðari hálfleik. Miroslav Klose skoraði fyrsta markið á 54. mínútu en Michael Ballack bætti öðru við á þeirri 69. áður en Klose gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma.

Sport
Fréttamynd

Bayern vetrarmeistari í Þýskalandi

Bayern München er vetrarmeistari í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu eftir 2-2 jafntefli við VfB Stuttgart í toppslag þýsku deildarinnar í gær.

Sport
Fréttamynd

Bayern jafnaði í lokin

Toppliðin í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Bayern Munchen og Schalke gerðu bæði jafntefli í leikjum sínum í dag. Bayern slapp þó með skrekkinn og heldur toppsætinu naumlega eftir 2-2 jafntefli við Stuttgart þar sem Guerrero jafnaði metin á 89. mínútu eftir að Stuttgart hafði leitt leikinn. Schalke er jafnt Bayern á toppnum með 34 stig.

Sport
Fréttamynd

Klinsmann kennt um mistök Kahn

Forráðamenn Bayern Munchen kenna nýráðnum landslisþjálfara Þjóðverja, Jurgen Klinsmann, um mistökin sem Oliver Kahn, markvörður Munchen, gerði í Meistaradeildarleik gegn Juventus í síðustu viku.

Sport