Þýski boltinn

Fréttamynd

Viðurkenndi að hafa skorað mark með hendinni

Það er enginn skortur á óheiðarlegum knattspyrnumönnum sem svífast einskis til þess að hjálpa sínu liði með leikaraskap og öðrum óheiðarlegum brögðum. Þýski knattspyrnumaðurinn Marius Ebbers hjá St. Pauli er svo sannarlega ekki einn þeirra.

Fótbolti
Fréttamynd

Breno kærður fyrir íkveikju

Varnarmaðurinn Breno, sem er á mála hjá Bayern München í Þýskalandi, hefur verið kærður fyrir íkveikju. Verði hann sakfelldur á hann von á að verða dæmdur til fangelsisvistar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mynt grýtt í Podolski

Áhorfandi á leik Mainz og Kölnar í þýsku úrvalsdeildinni í gær kastaði smápening í höfuð sóknarmannsins Lukas Podolski.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund vann risaslaginn gegn Bayern

Dortmund tók risaskref í átt að þýska meistaratitlinum í kvöld er liðið lagði Bayern München, 1-0, á Signal Iduna Park í kvöld. Það var Robert Lewandowski sem skoraði eina mark leiksins þrettán mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Mario Gomez hafnaði Real Madrid - svo segir afi hans

Jose Gomez, afi þýska landsliðsframherjans Mario Gomez hjá Bayern München, hefur greint frá því að afabarnið hans hafi hafnað tilboði frá spænska stórliðnu Real Madrid. Gomez skrifaði í vikunni undir nýjan samning við Bayern til ársins 2016.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund missti niður 2-0 forystu og tapaði stigum | Gott fyrir Bayern

Borussia Dortmund tapaði dýrmætum stigum í kvöld í baráttunni við Bayern München um þýska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði 4-4 jafntefli á heimavelli á móti Stuttgart. Dortmund missti niður 2-0 forystu og lenti 2-3 undir en virtist vera að tryggja sér 4-3 sigur þegar Stuttgart skoraði jöfnunarmark í blálokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern mun ekki selja lykilmenn

Forráðamenn FC Bayern eru að byggja upp sterkt lið sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum og félagið tekur því ekki í mál að selja leikmenn frá félaginu til annarra stórliða í Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Strákar, markið er þarna!

Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Magdeburg eru orðnir þreyttir á markaleysi liðsins í vetur og hafa nú ákveðið að hjálpa liðinu við að skora.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern vill fá Huntelaar

Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur verið sjóðheitur í búningi Schalke í vetur og skorað 40 mörk í 39 leikjum. Það er því eðlilega mikill áhugi á honum frá öðrum liðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern München minnkaði forskot Dortmund

Bayern München vann 2-1 sigur á Hannover 96 á Allianz-leikvanginum í München í dag. Forskot Dortmund á toppnum er því aðeins tvö stig en þýsku meistararnir sækja Köln heim á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonandi fyrst til að vinna

Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern skoraði "bara" sex mörk í kvöld

Bayern München hélt markaveislu sinni áfram í dag þegar liðið vann 6-0 stórsigur á útivelli á móti Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Bayern hafði skorað sjö mörk í síðustu tveimur leikjum á undan, á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni (7-1) og í seinni leiknum á móti Basel (7-0) í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísabet og Sigurður Ragnar svara gagnrýni þjálfara Margrétar Láru

Vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að Margrét Lára Viðarsdóttir sé umræðuefni í sænska staðarblaðinu í Kristianstad vegna ummæla Bernd Schröder þjálfara hennar hjá þýska liðinu Turbine Potsdam. Schröder er óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum en Margrét Lára er meidd og gat ekki spilað með Turbine Potsdam í fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern á ekki möguleika á titlinum

Christian Nerlinger, yfirmaður íþróttamála hjá þýska stórliðinu Bayern München, segir að félagið eigi ekki lengur á að vinna þýska meistaratitilinn í vor.

Fótbolti