Þýski boltinn

Fréttamynd

Dortmund mun bara selja Götze til liðs utan Þýskalands

Borussia Dortmund ætlar ekki að selja undrabarnið sitt Mario Götze til annars félags í Þýskalandi en þetta ítrekaði framkvæmdastjórinn Hans-Joachim Watzke í dag. Mario Götze hefur vakið mikla athygli að undanförnu en þessi 19 ára strákur átti mikinn þátt í því að Dortmund varð þýskur meistari á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul fór ekki með Schalke til Helsinki - hafnaði Blackburn

Spánverjinn Raul verður ekki í leikmannahópi þýska liðsins Schalke 04 þegar liðið sækir finnska liðið HJK Helsinki heim í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun. Forráðamenn segjast ætla að hlífa Raul við gervigrasvellinum í Finnlandi en um leið halda því þeir opnu að Raul geti spilað með öðru liði í Evrópukeppnunum í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hoffenheim sigraði Borussia Dortmund

Hoffenheim gerði sér lítið fyrir og sigraði Þýskalandsmeistara, Borussia Dortmund, 1-0 en sigurmarkið kom eftir tíu mínútna leik þegar Sejad Salihović skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Félagi Gylfa Þórs hjá Hoffenheim lánaður til Spánar

Þýska félagið Hoffenheim hefur samþykkt að lána argentínska miðjumanninn Franco Zuculini til spænska liðsins Real Zaragoza á þessu tímabili. Zuculini er 20 ára gamall og einu ári yngri en Gylfi Þór Sigurðsson sem var að berjast við hann um stöðu á miðju Hoffenheim.

Fótbolti
Fréttamynd

Birgit Prinz leggur skóna á hilluna

Þýska knattspyrnukempan Birgit Prinz hefur lagt skóna á hilluna. Prinz, hefur verið ein besta fótboltakona heims undanfarin áratug, tilkynnti ákvörðun sína í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Löw: Götze gerir einföldu hlutina svo vel

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist eiga við afar jákvætt vandamál að stríða þegar kemur að því að velja lið sitt. Þýskaland lagði Brasilíu 3-2 í vináttulandsleik í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckenbauer: Mario Götze er okkar Messi

Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer er yfir sig hrifinn af Mario Götze hjá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund. Götze er 19 ára gamall og er í landsliðshóp Þjóðverja í vináttulandsleiknum á móti Brasilíu í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern München tapaði fyrir Mönchengladbach

Borussia Mönchengladbach gerði sér lítið fyrir og sigraði stórliðið, Bayern München, 1-0, á Allianz Arena, heimavelli Bayern í dag. Eina mark leiksins gerði Igor de Camargo þegar um hálftími var eftir af leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckenbauer: Goetze er okkar Messi

Þýska goðsögnin, Franz Beckenbauer, fer fögrum orðum um Mario Goetze, leikmanns Borussia Dortmund, eftir að félagið sigraði Hamburg, 3-1, í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hoffenheim tapaði án Gylfa

Hoffenheim fer ekki vel af stað í þýsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði í dag fyrir Hannover á útivelli, 2-1, í fyrstu umferð deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi Þór: Líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið

Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund hóf titilvörnina á sigri

Fyrsti leikur þýsku deildinnar fór fram í kvöld þegar heimamenn í Dortmund unnu öruggan 3-1 sigur á Hamburg. Dortmund fór alla leið í deildinni í fyrra og óhætt að segja að þeir byrji titilvörnina vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmenn mega ekki fá sér húðflúr á keppnistímabilinu

Forráðamenn þýska fótboltaliðsins Werder Bremen hafa bannað leikmönnum liðsins að fá sér húðflúr á meðan keppnistímabilið stendur yfir. Að mati félagsins eiga leikmenn liðsnis ekki að standa í slíkum aðgerðum á meðan þeir eru í vinnunni og geta þeir aðeins skreytt líkama sinn á meðan þeir eru í sumarfríi.

Fótbolti
Fréttamynd

Boateng bræður mætast í beinni í München í dag

Heimamenn í Bayern München taka á móti ítölsku meisturunum AC Milan á Allianz-vellinum á Audi Cup síðdegis í dag. Í hinum leik keppninnar mætast Evrópumeistarar Barcelona og Suður-Ameríkumeistarar árið 2010 Internacional.

Fótbolti
Fréttamynd

Solbakken tók fyrirliðabandið af Podolski

Stale Solbakken, nýr þjálfari þýska liðsins Köln, hefur ákveðið að taka fyrirliðabandið af þýska landsliðsframherjanum Lukas Podolski. Brasilíski varnarmaðurinn Pedro Geromel mun bera bandið á komandi tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer má ekki kyssa merki Bayern

Philipp Lahm, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn félagsins skilji ekki af hverju ákveðnir stuðningsmannahópar félagsins neiti að taka markvörðurinn Manuel Neuer í sátt.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikabani á leið til Hamburg

Hamburg og Rosenborg tilkynntu í dag að Per Ciljan Skjelbred myndi ganga í raðir þýska félagsins í næsta mánuði. Leikmaðurinn sókndjarfi skoraði gegn Breiðablik í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Bayern sömdu reglur fyrir Neuer

Harðkjarna stuðningsmenn Bayern Munchen taka það ekki í mál að sætta sig við markvörðinn Manuel Neuer sem markvörð liðsins. Neuer kom til liðsins frá Schalke og er yfirlýstur stuðningsmaður liðsins og það kunna harðkjarnastuðningsmennirnir ekki að meta.

Fótbolti
Fréttamynd

Boateng á leið til Bayern München

Þýski varnarmaðurinn Jerome Boateng er á leið til Bayern München. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð og reiknað með því að Boateng skrifi undir fjögurra ára samning.

Enski boltinn
Fréttamynd

Frank Rost til New York Red Bulls

Þýski markvörðurinn Frank Rost er á leið til New York Red Bulls í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu. Rost er 38 ára gamall og hefur spilað í Bundesligunni í 18 ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn ein stjarnan til Katar

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ze Roberto hefur ákveðið að ljúka ferli sínum með Al Gharafa í Katar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið en hann var samningslaus.

Fótbolti
Fréttamynd

Hasan Salihamidzic til Wolfsburg

Bosníumaðurinn Hasan Salihamidzic er genginn til liðs við þýska félagið Wolfsburg. Salihamidzic kemur til liðsins á frjálsri sölu en samningur hans við Juventus var ekki endurnýjaður.

Fótbolti
Fréttamynd

FC Bayern kaupir efnilegan Japana

Efnilegasti knattspyrnumaður Japan, Takashi Usami, er búinn að skrifa undir samning við FC Bayern. Hann kemur til þýska liðsins frá Gamba Osaka í heimalandinu.

Fótbolti