Guðmundur Andri Thorsson Þegar við hugsum um Parísarráðstefnuna Úrtölumenn í loftslagsmálum hafa í málgögnum sínum hrundið af stað umræðu um ógnvænlegan fjölda fulltrúa frá Reykjavíkurborg á væntanlega loftslagsráðstefnu í París. Ýmsir hafa stokkið á vandlætingarvagninn. Umræðan er orðin gamalkunnugt tuð um "bruðl“ og "sama rass“ og "eitthvað mætti nú malbika fyrir allan þennan pening …“ Svipuð umræða átti sér stað hér fyrir loftslagsráðstefnuna í Ríó árið 1992. Fastir pennar 8.11.2015 21:22 Óttastjórnun á RÚV Óskandi væri að framganga stjórnmálamanna gagnvart RÚV endurspeglaði viðhorf meirihluta landsmanna til þessarar sameignar sinnar. Fastir pennar 1.11.2015 20:15 Að fá stjörnur … Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. Skoðun 25.10.2015 20:39 Bara fólk Íslenskri fjölskyldu var synjað um dvalarleyfi í Tromsö í Noregi þar eð sýnt þótti að fólkið væri einungis þangað komið í leit að betri lífskjörum. Fastir pennar 18.10.2015 20:27 Þakkarskuldir Illugi Gunnarsson stendur í þakkarskuld við Hauk Harðarson. Sá síðarnefndi hljóp undir bagga með Illuga og keypti af honum íbúð og leigir honum svo; einnig hefur komið fram þriggja milljóna greiðsla fyrir ráðgjafarstörf til ráðherrans frá Orku energy, fyrirtæki Hauks sem Illugi starfaði um hríð hjá, og virðist einna helst hafa verið fyrirframgreiðsla á eftirágreiddum launum – eða var það öfugt? Fastir pennar 11.10.2015 21:55 Erkisögur Íslendingsins Ég var um daginn að blaða í ágætu greinasafni sem hafði að geyma uppgjör ýmissa félagsvísindamanna við Hrunið og oflætistímana þar á undan, þegar nýútskrifað fólk úr viðskiptadeildum háskólanna fór um heiminn og hélt að það væri afkomendur „víkinga“, og ætti því að æla á milli rétta á fínum veitingahúsum, sofna í helstu óperuhúsum heims, aldrei halda fundi og taka ákvarðanir um milljarðatugi króna án þess að ráðgast við nokkurn mann, allra síst sjálfan sig. Fastir pennar 5.10.2015 09:19 Sem sagt: Gott Þegar ég var sjö ára orti ég mitt fyrsta og eina ljóð. Það fjallaði um afa minn og nafna og gönguferðir okkar um Þingholtin. Ég man fátt úr þessu ljóði annað en að hann sé að ganga um og leiða mig, góði maðurinn. Sá sem læsi þetta ljóð nú í ríkjandi umræðustemningu kynni að halda að ég væri þarna að veitast að honum, átelja hann: góði maðurinn! Fastir pennar 27.9.2015 21:24 Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. Fastir pennar 20.9.2015 20:52 Gamaldags réttlæti Talað er um það í fréttaskýringum að Jeremy Corbyn, nýr leiðtogi Verkamannaflokksins, sé gamaldags, fulltrúi úreltra viðhorfa á borð við að útrýma fátækt, skapa jöfn tækifæri og hugsa um hagsmuni heildarinnar fremur en einstakra forréttindahópa. Skoðun 13.9.2015 19:58 Það tekur því alltaf… Með hverju viðtalinu sem birtist við forsætisráðherrann virðist hann færast fjær því að ætla að taka á móti fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi en þessum fimmtíu sem talað var um Skoðun 6.9.2015 21:41 Heimsins ólán Ríkisstjórnin segist ætla að taka á móti fimmtíu flóttamönnum undan vargöldinni í Sýrlandi á næstu tveimur árum, og hyggst velja þá af kostgæfni. Af hverju fimmtíu? mætti kannski spyrja – af hverju ekki fimm? Á fimm árum? Þá væri nú aldeilis hægt að velja af enn meiri kostgæfni það fólk sem talið er líklegt til að aðlagast íslenskum siðum. Fastir pennar 30.8.2015 22:43 Ómarktæk þjóð Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er oft meira eins og gjörningaþoka en sólskinsblettur. Maður ráfar þar um og reynir að grilla í einhver kennileiti en heyrir aðallega í þokulúðrunum sem baula hver úr sinni átt. Fastir pennar 23.8.2015 22:40 Einkavæðing útsýnis Frægt er úr stjórnmálasögunni þegar Sveinn Skorri Höskuldsson, þá ungur Framsóknarmaður, gerði úti um möguleika framboðs síns flokks í borgarstjórnarkosningum með því að að skrifa grein í málgagn ungra Framsóknarmanna þar sem hann líkti Esjunni við fjóshaug. Ætla mætti að þessi sýn hins þingeyska Borgfirðings á Reykjavíkurfjallið ætti sér æsta áhangendur innan borgarskipulagsins. Eða hver er sá maður sem tók þá ákvörðun að fela Esjuna? Hvar er sá hugsjónamaður og hvenær var hann kosinn til að uppfylla það loforð sitt að múra upp í Esjuna? Fastir pennar 16.8.2015 20:28 Fjölmenning og fámenning au sem andvíg eru fjölmenningu eru þá væntanlega fylgjandi fámenningu. Hvað er það? Fámenning er menning þar sem hver dregur dám af öðrum, fólk er almennt á einu máli um flesta hluti en rífst um tittlingaskít. Fastir pennar 9.8.2015 21:02 Loftárásir Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings. Fastir pennar 26.7.2015 21:02 Timeo Danaos… Við heyrum sögur af heilu grísku eyjunum þar sem allir þykjast vera blindir, og amma þeirra líka, og fá bætur samkvæmt því. Skoðun 19.7.2015 21:07 Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. Fastir pennar 12.7.2015 21:52 Orkufrekjur Forsætisráðherra stóð í vikunni fyrir opinberum viðburði sem fór fram í kyrrþey. Þetta var undirritun viljayfirlýsingar með kínverskum fjárfestum um nýtt álver að Hafursstöðum í Skagafirði. Um er að ræða 120 þúsund tonna álver með möguleika á stækkun upp í allt að 220 þúsund tonn. Fastir pennar 6.7.2015 16:41 Að skapa sér nafn Á Íslandi virðist það litlum vandkvæðum bundið að skipta um kennitölu, ekki síst þegar kemur að skuldadögum, en þrautin þyngri að breyta um nafn. Ætti þetta ekki að vera öfugt? Fastir pennar 28.6.2015 22:14 Hótel Písland Þegar lög voru sett á hjúkrunarfræðinga um daginn voru B-ráðherrar settir í verkin: Sigurður Ingi, sem alltaf er sendur í fjósið, kannski af því að hann er dýralæknir, og Gunnar Bragi sem alltaf hljómar eins og dálítið höstugur verkstjóri sem vill ganga í augun á yfirmönnum sínum. Á meðan fóru A-ráðherrarnir á völlinn. Skoðun 21.6.2015 20:21 Þér Hrútar Til er kvæði eftir skáldbóndann Guðmund Inga Kristjánsson þar sem hann ávarpar hrútana sína af mikilli kurteisi; hreinlega þérar skepnurnar: "Þér hrútar ég kveð yður kvæði, / ég kannast við andlitin glöð / er gangið þér allir á garðann / að gjöfinni fimmtán í röð…“ Þegar maður hefur fylgst með persónu Sigurðar Sigurjónssonar í myndinni Hrútar og sambandi hans við skepnurnar sínar skilur maður betur andann í þessu kvæði. Skoðun 14.6.2015 21:06 Móðgunartaxti embættismanna Íslensk meiðyrðalöggjöf er of ströng. Hún miðast um of við að standa vörð um sæmd en of lítið við réttinn til tjáningarfrelsis. Hún er of mikið sniðin eftir þeirri hugmynd að sæmd varðveiti menn með þögn um verk sín og persónu. Hún er of bundin við hagsmuni þeirra sem vilja sækja æru sína til dómstóla með fébótum en tekur ekki nægilegt tillit til þess að fólk þarf að hafa leyfi til að hafa orð á því sem það telur sig vita og telur sig geta staðið við án þess að þurfa að greiða það dýru verði. Fastir pennar 8.6.2015 01:07 Hús andanna Ég brá mér í Safnahúsið við Hverfisgötu. Á leiðinni ók ég framhjá Perlunni sem var umkomulaus að sjá og undraðist enn hvers vegna ekkert miðar í því að koma Náttúrugripasafninu upp þar – er þar um að kenna dáðleysi menntamálaráðherrans eða telur ríkisstjórnin sig vera búna að leysa málið nú þegar búið er að koma geirfuglinum fyrir í kústaskáp í Skoðun 31.5.2015 21:45 Trúin á tímum hnattvæðingarinnar Erfitt er að gera sér í hugarlund öllu tilgangslausara deiluefni en Guð; það er eins og að ætla sér að grípa vindinn og sýna í eitt skipti fyrir öll: sko, sjáðu, svona lítur hann út. Skoðun 17.5.2015 21:45 Bragamál Bragi Ólafsson hefur legið undir ámæli fyrir að skrifa bókina Bögglapóststofan að beiðni fyrirtækisins Gamma sem notaði bókina til að gefa viðskiptavinum sínum – markpóstur heitir það víst í auglýsingafræðunum. Gamma er ekki ástsælt fyrirtæki: þetta fjárfestingarfélag í eigu lífeyrissjóðanna hefur staðið í umfangsmiklum fasteignakaupum og segir sagan að það eigi ríkan þátt í að sprengja upp verð á húsnæði á eftirsóttum stöðum í Reykjavík. Fastir pennar 10.5.2015 21:45 „Hér varð Hrun“ Þessar mánudagsgreinar hafa verið hér í Fréttablaðinu síðan í mars árið 2003, með hléum að vísu. Skoðun 3.5.2015 22:09 Vanhæfni Vanhæfni er blátt áfram og gegnsætt orð. Það er ekki teygjanlegt hugtak – ekki frekar en orðið „strax“ – en þýðir einfaldlega að einhver sé ekki fær um að inna af hendi tiltekið verkefni. Fastir pennar 28.4.2015 10:33 Komma á röngum stað Ýmsum þótti mannsbragð að því hjá Kristjáni Loftssyni að mæta sjálfur í Ríkisútvarpið til að ræða um 33% hækkun á launum til stjórnarmanna í Granda, sem samþykkt var samhljóða af fulltrúum hluthafa - líka fulltrúum lífeyrissjóðanna á meðan starfsfólki (sem á lífeyrissjóðina) er boðin 3,3% launahækkun. 33% - 3,3%. Þetta er Ísland í dag: komma á röngum stað. Fastir pennar 20.4.2015 11:34 Framsóknaráratugurinn Sigmundur Davíð hefur aðra og sennilega meiri vitund um söguna en flestir íslenskir stjórnmálamenn á hans reki. Hvarflar stundum að manni að hann hafi einhvers konar sýn sem hann langi til þess að sjá verða að raunveruleika – sé með plan. Fastir pennar 12.4.2015 22:06 Hvað felst í nafni? Fyrst hugsar maður: Af hverju endar íslensk mannréttindabarátta alltaf í einhverju þvargi um að fá að nota nafn sem enginn bannar þér að nota? Fyrst Þorgeir með þetta óskiljanlega eina s í föðurnafninu; og núna Jón Gnarr Fastir pennar 30.3.2015 08:53 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 18 ›
Þegar við hugsum um Parísarráðstefnuna Úrtölumenn í loftslagsmálum hafa í málgögnum sínum hrundið af stað umræðu um ógnvænlegan fjölda fulltrúa frá Reykjavíkurborg á væntanlega loftslagsráðstefnu í París. Ýmsir hafa stokkið á vandlætingarvagninn. Umræðan er orðin gamalkunnugt tuð um "bruðl“ og "sama rass“ og "eitthvað mætti nú malbika fyrir allan þennan pening …“ Svipuð umræða átti sér stað hér fyrir loftslagsráðstefnuna í Ríó árið 1992. Fastir pennar 8.11.2015 21:22
Óttastjórnun á RÚV Óskandi væri að framganga stjórnmálamanna gagnvart RÚV endurspeglaði viðhorf meirihluta landsmanna til þessarar sameignar sinnar. Fastir pennar 1.11.2015 20:15
Að fá stjörnur … Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. Skoðun 25.10.2015 20:39
Bara fólk Íslenskri fjölskyldu var synjað um dvalarleyfi í Tromsö í Noregi þar eð sýnt þótti að fólkið væri einungis þangað komið í leit að betri lífskjörum. Fastir pennar 18.10.2015 20:27
Þakkarskuldir Illugi Gunnarsson stendur í þakkarskuld við Hauk Harðarson. Sá síðarnefndi hljóp undir bagga með Illuga og keypti af honum íbúð og leigir honum svo; einnig hefur komið fram þriggja milljóna greiðsla fyrir ráðgjafarstörf til ráðherrans frá Orku energy, fyrirtæki Hauks sem Illugi starfaði um hríð hjá, og virðist einna helst hafa verið fyrirframgreiðsla á eftirágreiddum launum – eða var það öfugt? Fastir pennar 11.10.2015 21:55
Erkisögur Íslendingsins Ég var um daginn að blaða í ágætu greinasafni sem hafði að geyma uppgjör ýmissa félagsvísindamanna við Hrunið og oflætistímana þar á undan, þegar nýútskrifað fólk úr viðskiptadeildum háskólanna fór um heiminn og hélt að það væri afkomendur „víkinga“, og ætti því að æla á milli rétta á fínum veitingahúsum, sofna í helstu óperuhúsum heims, aldrei halda fundi og taka ákvarðanir um milljarðatugi króna án þess að ráðgast við nokkurn mann, allra síst sjálfan sig. Fastir pennar 5.10.2015 09:19
Sem sagt: Gott Þegar ég var sjö ára orti ég mitt fyrsta og eina ljóð. Það fjallaði um afa minn og nafna og gönguferðir okkar um Þingholtin. Ég man fátt úr þessu ljóði annað en að hann sé að ganga um og leiða mig, góði maðurinn. Sá sem læsi þetta ljóð nú í ríkjandi umræðustemningu kynni að halda að ég væri þarna að veitast að honum, átelja hann: góði maðurinn! Fastir pennar 27.9.2015 21:24
Ögurstund íslenskunnar Í síðustu viku vakti athygli viðtal hjá RÚV við Úlfar Erlingsson, yfirmann tölvuöryggisrannsókna hjá Google, en íslenskir starfsmenn þess fyrirtækis hafa séð til þess að íslenskan er eina litla tungumálið í heimi sem komið hefur verið fyrir í máltæknigrunni þar. Fastir pennar 20.9.2015 20:52
Gamaldags réttlæti Talað er um það í fréttaskýringum að Jeremy Corbyn, nýr leiðtogi Verkamannaflokksins, sé gamaldags, fulltrúi úreltra viðhorfa á borð við að útrýma fátækt, skapa jöfn tækifæri og hugsa um hagsmuni heildarinnar fremur en einstakra forréttindahópa. Skoðun 13.9.2015 19:58
Það tekur því alltaf… Með hverju viðtalinu sem birtist við forsætisráðherrann virðist hann færast fjær því að ætla að taka á móti fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi en þessum fimmtíu sem talað var um Skoðun 6.9.2015 21:41
Heimsins ólán Ríkisstjórnin segist ætla að taka á móti fimmtíu flóttamönnum undan vargöldinni í Sýrlandi á næstu tveimur árum, og hyggst velja þá af kostgæfni. Af hverju fimmtíu? mætti kannski spyrja – af hverju ekki fimm? Á fimm árum? Þá væri nú aldeilis hægt að velja af enn meiri kostgæfni það fólk sem talið er líklegt til að aðlagast íslenskum siðum. Fastir pennar 30.8.2015 22:43
Ómarktæk þjóð Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er oft meira eins og gjörningaþoka en sólskinsblettur. Maður ráfar þar um og reynir að grilla í einhver kennileiti en heyrir aðallega í þokulúðrunum sem baula hver úr sinni átt. Fastir pennar 23.8.2015 22:40
Einkavæðing útsýnis Frægt er úr stjórnmálasögunni þegar Sveinn Skorri Höskuldsson, þá ungur Framsóknarmaður, gerði úti um möguleika framboðs síns flokks í borgarstjórnarkosningum með því að að skrifa grein í málgagn ungra Framsóknarmanna þar sem hann líkti Esjunni við fjóshaug. Ætla mætti að þessi sýn hins þingeyska Borgfirðings á Reykjavíkurfjallið ætti sér æsta áhangendur innan borgarskipulagsins. Eða hver er sá maður sem tók þá ákvörðun að fela Esjuna? Hvar er sá hugsjónamaður og hvenær var hann kosinn til að uppfylla það loforð sitt að múra upp í Esjuna? Fastir pennar 16.8.2015 20:28
Fjölmenning og fámenning au sem andvíg eru fjölmenningu eru þá væntanlega fylgjandi fámenningu. Hvað er það? Fámenning er menning þar sem hver dregur dám af öðrum, fólk er almennt á einu máli um flesta hluti en rífst um tittlingaskít. Fastir pennar 9.8.2015 21:02
Loftárásir Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings. Fastir pennar 26.7.2015 21:02
Timeo Danaos… Við heyrum sögur af heilu grísku eyjunum þar sem allir þykjast vera blindir, og amma þeirra líka, og fá bætur samkvæmt því. Skoðun 19.7.2015 21:07
Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. Fastir pennar 12.7.2015 21:52
Orkufrekjur Forsætisráðherra stóð í vikunni fyrir opinberum viðburði sem fór fram í kyrrþey. Þetta var undirritun viljayfirlýsingar með kínverskum fjárfestum um nýtt álver að Hafursstöðum í Skagafirði. Um er að ræða 120 þúsund tonna álver með möguleika á stækkun upp í allt að 220 þúsund tonn. Fastir pennar 6.7.2015 16:41
Að skapa sér nafn Á Íslandi virðist það litlum vandkvæðum bundið að skipta um kennitölu, ekki síst þegar kemur að skuldadögum, en þrautin þyngri að breyta um nafn. Ætti þetta ekki að vera öfugt? Fastir pennar 28.6.2015 22:14
Hótel Písland Þegar lög voru sett á hjúkrunarfræðinga um daginn voru B-ráðherrar settir í verkin: Sigurður Ingi, sem alltaf er sendur í fjósið, kannski af því að hann er dýralæknir, og Gunnar Bragi sem alltaf hljómar eins og dálítið höstugur verkstjóri sem vill ganga í augun á yfirmönnum sínum. Á meðan fóru A-ráðherrarnir á völlinn. Skoðun 21.6.2015 20:21
Þér Hrútar Til er kvæði eftir skáldbóndann Guðmund Inga Kristjánsson þar sem hann ávarpar hrútana sína af mikilli kurteisi; hreinlega þérar skepnurnar: "Þér hrútar ég kveð yður kvæði, / ég kannast við andlitin glöð / er gangið þér allir á garðann / að gjöfinni fimmtán í röð…“ Þegar maður hefur fylgst með persónu Sigurðar Sigurjónssonar í myndinni Hrútar og sambandi hans við skepnurnar sínar skilur maður betur andann í þessu kvæði. Skoðun 14.6.2015 21:06
Móðgunartaxti embættismanna Íslensk meiðyrðalöggjöf er of ströng. Hún miðast um of við að standa vörð um sæmd en of lítið við réttinn til tjáningarfrelsis. Hún er of mikið sniðin eftir þeirri hugmynd að sæmd varðveiti menn með þögn um verk sín og persónu. Hún er of bundin við hagsmuni þeirra sem vilja sækja æru sína til dómstóla með fébótum en tekur ekki nægilegt tillit til þess að fólk þarf að hafa leyfi til að hafa orð á því sem það telur sig vita og telur sig geta staðið við án þess að þurfa að greiða það dýru verði. Fastir pennar 8.6.2015 01:07
Hús andanna Ég brá mér í Safnahúsið við Hverfisgötu. Á leiðinni ók ég framhjá Perlunni sem var umkomulaus að sjá og undraðist enn hvers vegna ekkert miðar í því að koma Náttúrugripasafninu upp þar – er þar um að kenna dáðleysi menntamálaráðherrans eða telur ríkisstjórnin sig vera búna að leysa málið nú þegar búið er að koma geirfuglinum fyrir í kústaskáp í Skoðun 31.5.2015 21:45
Trúin á tímum hnattvæðingarinnar Erfitt er að gera sér í hugarlund öllu tilgangslausara deiluefni en Guð; það er eins og að ætla sér að grípa vindinn og sýna í eitt skipti fyrir öll: sko, sjáðu, svona lítur hann út. Skoðun 17.5.2015 21:45
Bragamál Bragi Ólafsson hefur legið undir ámæli fyrir að skrifa bókina Bögglapóststofan að beiðni fyrirtækisins Gamma sem notaði bókina til að gefa viðskiptavinum sínum – markpóstur heitir það víst í auglýsingafræðunum. Gamma er ekki ástsælt fyrirtæki: þetta fjárfestingarfélag í eigu lífeyrissjóðanna hefur staðið í umfangsmiklum fasteignakaupum og segir sagan að það eigi ríkan þátt í að sprengja upp verð á húsnæði á eftirsóttum stöðum í Reykjavík. Fastir pennar 10.5.2015 21:45
„Hér varð Hrun“ Þessar mánudagsgreinar hafa verið hér í Fréttablaðinu síðan í mars árið 2003, með hléum að vísu. Skoðun 3.5.2015 22:09
Vanhæfni Vanhæfni er blátt áfram og gegnsætt orð. Það er ekki teygjanlegt hugtak – ekki frekar en orðið „strax“ – en þýðir einfaldlega að einhver sé ekki fær um að inna af hendi tiltekið verkefni. Fastir pennar 28.4.2015 10:33
Komma á röngum stað Ýmsum þótti mannsbragð að því hjá Kristjáni Loftssyni að mæta sjálfur í Ríkisútvarpið til að ræða um 33% hækkun á launum til stjórnarmanna í Granda, sem samþykkt var samhljóða af fulltrúum hluthafa - líka fulltrúum lífeyrissjóðanna á meðan starfsfólki (sem á lífeyrissjóðina) er boðin 3,3% launahækkun. 33% - 3,3%. Þetta er Ísland í dag: komma á röngum stað. Fastir pennar 20.4.2015 11:34
Framsóknaráratugurinn Sigmundur Davíð hefur aðra og sennilega meiri vitund um söguna en flestir íslenskir stjórnmálamenn á hans reki. Hvarflar stundum að manni að hann hafi einhvers konar sýn sem hann langi til þess að sjá verða að raunveruleika – sé með plan. Fastir pennar 12.4.2015 22:06
Hvað felst í nafni? Fyrst hugsar maður: Af hverju endar íslensk mannréttindabarátta alltaf í einhverju þvargi um að fá að nota nafn sem enginn bannar þér að nota? Fyrst Þorgeir með þetta óskiljanlega eina s í föðurnafninu; og núna Jón Gnarr Fastir pennar 30.3.2015 08:53