
Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Valur er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna eftir annan stórsigur á ÍR.
Valur er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna eftir annan stórsigur á ÍR.
Haukar unnu 25-24 sigur á Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild kvenna í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Liðið leiðir einvígið því 2-0.
Elín Klara Þorkelsdóttir réði enn og aftur úrslitum í leik Hauka sem vann 25-24 sigur á Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Hún skoraði 11 mörk, þar á meðal markið sem réði úrslitum.
ÍR og Selfoss mættust í þriðja sinn í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Eftir að tapa fyrsta leiknum nokkuð sannfærandi vann ÍR tvo leiki í röð með minnsta mun og mætir nú Val í undanúrslitum.
Haukar lögðu ÍBV í Vestmannaeyjum og eru því komnar í undanúrslit Olís-deildar kvenna í handbolta. ÍR og Selfoss þurfa oddaleik til að útkljá hvort liðið mætir Val í undanúrslitum.
Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor.
Lena Margrét Valdimarsdóttir mun ganga í raðir sænska efstu deildarliðsins Skara HF frá Fram þegar tímabilinu hér heima lýkur.
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð.
Haukar unnu í kvöld fyrsta leikinn í einvígi liðsins gegn ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. Lauk leiknum með sannfærandi sigri Hauka, 26-20, en ÍBV var þó tveimur mörkum yfir í hálfleik.
Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, lítur framtíð Handboltapassans björtum augum. Kostnaður við passann var vanáætlaður um rúmar 30 milljónir á síðasta ári en áætlanir gera ráð fyrir því að tekjur í tengslum við hann næsta aukist næsta árið um þrjátíu og fjórar milljónir
Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir varð markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta á þessu tímabili en lokaumferð deildarinnar fór fram í gærkvöldi.
Grótta er fallin úr Olís-deild kvenna í handbolta eftir úrslit kvöldsins í lokaumferð deildarinnar. Liðið þurfti að sigra ÍR ásamt því að vonast eftir að Stjarnan næði í stig gegn Val og ÍBV myndi tapa. Ekkert af þessu gekk eftir.
Valur, Haukar, Fram og ÍR fögnuðu sigri í leikjum lokaumferðar Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld en eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni og að Grótta er fallið úr deildinni.
ÍR-konur felldu Gróttuliðið eftir 31-26 sigur í lokaumferð Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍR vann nokkuð þægilegan sigur að lokum eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Grótta er fallin en ÍR mun mæta Selfossi í úrslitakeppninni.
Valskonur leika til úrslita í Evrópubikarnum í maí eftir magnaðan sigur á Hlíðarenda í gær. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór þar á kostum og hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið.
Thea Imani Sturludóttir hefur notið sín vel með kvennaliði Vals í handbolta í vetur og verið öflug í EHF-bikarnum. Komið er að undanúrslitaleik þar sem Valskonur geta skráð sig í sögubækurnar.
Handboltakonan Hildigunnur Einarsdóttir leggur skóna á hilluna í vor. Hún ætlar að skrifa söguna með liði Vals áður en að því kemur en stærsti leikur tímabilsins er á dagskrá um helgina.
Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins.
Íslandsmeistarar Vals eru deildarmeistarar Olís deildar kvenna annað árið í röð eftir 19-30 sigur gegn Gróttu í næstsíðustu umferðinni. Grótta er í neðsta sæti deildarinnar en getur enn bjargað sér frá falli, ef ÍBV tapar í lokaumferðinni.
ÍBV og Selfoss skildu jöfn, 27-27, í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Marta Wawrzykowska, markvörður Eyjakvenna, reyndist örlagavaldurinn í leiknum.
Grótta vann öruggan níu marka sigur, 30-21, gegn Stjörnunni í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Þetta var þriðji sigur Gróttu á tímabilinu og gefur liðinu betri möguleika á að halda sér uppi í úrvalsdeildinni.
Fram vann öruggan og mikilvægan 25-22 útisigur gegn ÍR í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Fram hefur þar með tryggt sér annað sæti deildarinnar.
Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, segir sitt lið einfaldlega ekki hafa spilað nógu vel til að geta tekið stig af toppliði Vals í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.