Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Svekkjandi hjá Rúrik og félögum

Rúrik Gíslason og félagar í OB þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir vetrarfrí.

Fótbolti
Fréttamynd

Matthías átti stórleik með Start

Matthías Vilhjálmsson var ekki nema eina mínútu að koma sér á blað hjá sínu nýja félagi, Start. Matthías átti stórleik í 4-3 sigri Start gegn Bryne í æfingaleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig

"Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt,“ sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson.

Fótbolti
Fréttamynd

Theódór Elmar kominn til Randers

Theódór Elmar Bjarnason er genginn til liðs við Randers í Danmörku og samdi við liðið til ársins 2015. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ragnar óttast ekki samkeppnina

Ragnar Sigurðsson, leikmaður danska meistaraliðsins FC Kaupmannahöfn, segist ekki óttast að fá samkeppni um stöðu sína í byrjunarliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir orðaður við Brann

Norska sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá því í dag að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé mögulega á leið til Brann. Umboðsmaður hans vildi ekkert útiloka.

Fótbolti
Fréttamynd

Liðsfélagi Rúriks hjá OB fær 428 milljóna tilboð frá Kína

Peter Utaka, liðsfélagi Rúriks Gíslasonar hjá danska félaginu Odense Boldklub er væntanlega að förum frá félaginu enda búinn að fá mjög freistandi tilboð frá Kína. Danskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að OB sé búið búið að samþykkja tilboð kínverska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sölvi Geir og Ragnar fá nýjan þjálfara

Íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson fá nýjan þjálfara eftir vetrarfríið en þeir spila saman í vörninni hjá dönsku meisturunum í FC Kaupmannahöfn.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslenskum markvörðum fækkar áfram í Svíþjóð | María Björg er hætt

María Björg Ágústsdóttir, markvörður KIF Örebro í sænsku kvennadeildinni hefur ákveðið að hætta í fótbolta en hún var að klára sitt fyrsta ár með sænska liðinu. Þetta kom fram á fótbolti.net. María er annar markvörðurinn sem snýr heim úr sænska kvennaboltanum á árinu en Sandra Sigurðardóttir hætti hjá Jitex á miðju sumri.

Fótbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Rúrik og félögum

Rúrik Gíslason og félagar í OB völtuðu yfir lið Hallgríms Jónassonar og Eyjólfs Héðinssonar, SönderjyskE, í danska boltanum í kvöld. Lokatölur 0-4.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir menn handteknir í Veigars-málinu

Kaup Vålerenga á Veigari Páli Gunnarssyni frá Stabæk ætla að draga dilk á eftir sér því tveir menn voru handteknir í morgun og yfirheyrðir af norsku lögreglunni í tenglum við málið sem er nú komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

Pálmi Rafn: Kostur að þurfa ekki að flytja

Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot.

Fótbolti
Fréttamynd

Pálmi Rafn búinn að semja við Lilleström

Pálmi Rafn Pálmason hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lilleström en hann hefur spilað með Stabæk undanfarin fjögur tímabil. Þetta var tilkynnt á heimasíðu norska liðsins í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Danskir fjölmiðlar: Schmeichel getur orðið böðull danska landsliðsins

Danskir fjölmiðlar eru greinilega búnir að finn blóraböggul verði þeir óheppnir með riðil þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM 2012 á föstudaginn. Peter Schmeichel, fyrrum fyrirliði danska landsliðsins og leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi, mun nefnilega taka þátt í drættinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik spilaði í tapleik

Rúrik Gíslason og félagar í danska liðinu OB máttu sætta sig við tap á heimavelli gegn Midtjylland í dag. Lokatölur 2-3 en staðan var 0-1 í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Göteborg vill selja Elmar

Það er enn algjör óvissa í málum Theodórs Elmars Bjarnasonar. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við IFK Göteborg en félagið vill selja hann þar sem hann er ekki inni í myndinni hjá þjálfara félagsins.

Fótbolti