Handbolti

Fréttamynd

Guif sænskur deildarmeistari

Lið Kristjáns Andréssonar, Guif, tryggði sér í kvöld sænska deildarmeistaratitilinn í handbolta. Guof vann þá öruggan sigur, 27-34, á Drott.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - HK 30-21 | Stjarnan komin í 1-0

Stjarnan vann öruggan sigur á HK, 30-21, í 8-liða úrlitum Olís-deildar kvenna í handknattleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. Florentina Stanciu var mögnuð í liðu Stjörnunnar og varði 20 skot en hún lék ekki síðustu þrettán mínútur leiksins. Sólveig Lára Kjærnested gerði sex mörk fyrir heimamenn.

Handbolti
Fréttamynd

Fárið truflaði okkur ekki

Þórir Ólafsson segir að leikmenn pólska liðsins Kielce hafi ekki fundið fyrir þeirri rimmu sem Talant Dujshebaev, þjálfari liðsins, átti við Guðmund Guðmundsson.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúlegur apríl hjá ljónum Guðmundar

"Svona er þetta bara þegar maður er með á öllum vígstöðum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, um það mikla leikjaálag sem er fram undan í mánuðinum.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur náði fram hefndum gegn Dujshebaev

Lið Guðmundar Guðmundssonar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistararadeildarinnar er liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Kielce í seinni leik liðanna. Kielce vann fyrri leikinn, 32-28, og Löwen fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Handbolti
Fréttamynd

Kolding úr leik

Danska liðið Kolding, sem Aron Kristjánsson stjórnar, féll úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Metalurg.

Handbolti
Fréttamynd

Erlingur hafði betur á móti Geir

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í SG Westwien unnu sex marka útisigur á strákunum hans Geirs Sveinssonar í HC Bregenz í kvöld, 30-24, í úrslitakeppni austurrísku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Enski boltinn
Fréttamynd

Enn eitt tapið hjá Eisenach

Lærisveinar Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar í Eisenach virðast vera búnir að sætta sig við fall úr þýsku úrvalsdeildinni. Liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Bóndinn mættur í Bundesliguna

Fyrrum landsliðsmaðurinn Heiðmar Felixson spilaði sinn fyrsta alvöruhandboltaleik í fjögur ár í vikunni. Hann mun klára tímabilið með Hannover í þýsku úrvalsdeildinni. Heiðmar er á kafi í þjálfun en slakar á með dýrunum sínum.

Handbolti