Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2024 07:15 Það er ekki hægt að segja annað en að mætingin hafi verið góð enda flestir helstu stuðningsmenn Trump meðal ræðumanna kvöldsins. AP/Yuki Iwamura Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. Það voru hinir ýmsu stuðningsmenn Trump sem létu ofangreind ummæli falla á fundinum, sem efnt var til jafnvel þótt Trump eigi afar litla möguleika á því að vinna kjörmenn ríkisins, þar sem Harris hefur verið að mælast með allt að 20 prósent forskot. Elon Musk, ríkasti maður heims og ötull stuðningsmaður Trump, hélt því fram að hægt væri að skera niður útgjöld ríkisins um þriðjung.AP/Evan Vucci Harrist stefnir að því að verða „fyrsti samóski-malasíski, illa greindi fyrrverandi ríkissakssóknari Kaliforníu til að verða forseti,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson á sviðinu, í tilraun til að gera grín að uppruna og starfsferli varaforsetans. Sjálfur endurtók Trump fullyrðingar sínar um að eiga í stríði við „óvininn innan kerfisins“ og lýsti deginum sem hann yrði forseti á ný sem deginum sem Bandaríkin yrðu frelsuð undan hernámi ólöglegra innflytjenda. Melania Trump tók til máls á fundinum en það hefur farið afar lítið fyrir henni í kosningabaráttunni.AP/Alex Brandon „Kamala, þú ert rekin!“ sagði Trump við mikinn fögnuð viðstaddra. „Þið megið segja það... ég ætti líklega ekki að segja það,“ sagði varaforsetaefnið J.D. Vance þegar viðstaddir hófu að kyrja „túrtappa-Tim“, um varaforsetaefni Harris. Framboð Kamölu Harris var fljótt að bregðast við og fordæma ummæli grínistans Tony Hinchcliffe um Púertó Ríkó og þá tjáðu sig ýmsar stjörnur ættaðar þaðan, til að mynda Ricky Martin, Bad Bunny og Jennifer Lopez. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Púertó Ríkó Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Sjá meira
Það voru hinir ýmsu stuðningsmenn Trump sem létu ofangreind ummæli falla á fundinum, sem efnt var til jafnvel þótt Trump eigi afar litla möguleika á því að vinna kjörmenn ríkisins, þar sem Harris hefur verið að mælast með allt að 20 prósent forskot. Elon Musk, ríkasti maður heims og ötull stuðningsmaður Trump, hélt því fram að hægt væri að skera niður útgjöld ríkisins um þriðjung.AP/Evan Vucci Harrist stefnir að því að verða „fyrsti samóski-malasíski, illa greindi fyrrverandi ríkissakssóknari Kaliforníu til að verða forseti,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson á sviðinu, í tilraun til að gera grín að uppruna og starfsferli varaforsetans. Sjálfur endurtók Trump fullyrðingar sínar um að eiga í stríði við „óvininn innan kerfisins“ og lýsti deginum sem hann yrði forseti á ný sem deginum sem Bandaríkin yrðu frelsuð undan hernámi ólöglegra innflytjenda. Melania Trump tók til máls á fundinum en það hefur farið afar lítið fyrir henni í kosningabaráttunni.AP/Alex Brandon „Kamala, þú ert rekin!“ sagði Trump við mikinn fögnuð viðstaddra. „Þið megið segja það... ég ætti líklega ekki að segja það,“ sagði varaforsetaefnið J.D. Vance þegar viðstaddir hófu að kyrja „túrtappa-Tim“, um varaforsetaefni Harris. Framboð Kamölu Harris var fljótt að bregðast við og fordæma ummæli grínistans Tony Hinchcliffe um Púertó Ríkó og þá tjáðu sig ýmsar stjörnur ættaðar þaðan, til að mynda Ricky Martin, Bad Bunny og Jennifer Lopez.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Púertó Ríkó Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Sjá meira