Handbolti

Fréttamynd

Aron með tilboð frá Kiel

Þýsku meistararnir í Kiel hafa gert Aroni Pálmarssyni nýtt samningstilboð en núverandi samningur hans rennur út í lok næsta tímabils.

Handbolti
Fréttamynd

Sætur sigur hjá Arnóri og félögum

Arnór Atlason og félagar í franska félaginu St. Raphael komust upp í fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld eftir dramatískan sigur, 26-25, á Cesson Rennes.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón og Aron í Norðurlandaúrvalinu

Íslensku handboltamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru valdir í Norðurlandaúrvalslið sem Morgunblaðið stóð fyrir en blaðið leitaði til helstu spekinga Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur valinn íþróttamaður ársins

Hafnfirðingurinn Ólafur Andrés Guðmundsson var á laugardaginn útnefndur íþróttamaður ársins á Norðaustur-Skáni. Valið var kunngjörnt á hófi þar sem gleðin var við völd.

Handbolti
Fréttamynd

Guif vann fimmta leikinn í röð

Heimir Óli Heimisson átti fínan leik fyrir Guif í öruggum átján marka sigri á Rimbo í sænsku deildinni í handbolta í dag. Sigurinn í dag var sá fimmti í röð hjá Guif sem er á góðu skriði.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Rafn með ellefu varin skot og tvær stoðsendingar

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson átti ágætan leik í kvöld þegar lið hans Eskilstuna Guif vann þriggja marka útisigur á Skövde, 28-25, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna eftir EM-fríið.

Handbolti
Fréttamynd

Ramune og Karen með tíu mörk saman í kvöld

SönderjyskE, lið Ágústs Jóhannssonar og landsliðstelpnanna Karenar Knútsdóttur, Ramunu Pekerskyte og Stellu Sigurðardóttur, tapaði í kvöld með þremur mörkum á útivelli á móti Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Lekic og Duvnjak best á síðasta ári

IHF tilkynnti í dag að Andrea Lekic frá Serbíu og Króatinn Domagoj Duvnjak væru handboltafólk ársins 2013 í kjöri yfir 35.000 áhugamanna um handbolta hvaðanæva af. Þetta var tilkynnt fyrir úrslitaleik Danmerkur og Frakklands á Evrópumeistaramótinu í dag.

Handbolti