Handbolti

Fréttamynd

Arnór Atlason líklega ekki með í kvöld

Arnór Atlason verður líklega ekki með í seinni æfingaleik Íslands og Austurríkis sem fer fram í kvöld en Arnór meiddist á hné í fyrri leiknum í gær sem Ísland vann 29-28. Ísland og Austurríki mætast aftur í Linz klukkan 19.15.

Handbolti
Fréttamynd

Danir og Þjóðverjar halda HM

Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins ákvað á fundi sínum í morgun að heimsmeistaramótið árið 2019 færi fram í Danmörku og Þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Grátlegt tap hjá stelpunum í Slóvakíu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik var grátlega nálægt því að næla í mikilvægt stig gegn Slóvakíu ytra í dag. Fínn leikur en stelpurnar fara tómhentar heim eftir 19-18 tap.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar Steinn og félagar unnu öruggan sigur

Gunnar Steinn Jónsson og félagar hans í Nantes enduðu tveggja leikja taphrinu í kvöld þegar liðið vann sannfærandi níu marka heimasigur á Tremblay, 34-25, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn markahæstur í jafntefli GOG

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold gerðu í kvöld 27-27 jafntefli á móti Team Tvis Holstebro á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en GOG hafði einmitt betur í bikarleik liðanna fyrr í vikunni.

Handbolti
Fréttamynd

Danir og Þjóðverjar vilja halda saman HM í handbolta 2019

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins í handbolta og verðandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, hefur mikla trú á því að HM í handbolta eftir rúm fimm ár geti orðið flottasta keppni sögunnar fari svo að Danir og Þjóðverjar fái að halda keppnina saman.

Handbolti
Fréttamynd

Þetta var risastór dagur fyrir mig

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta byrjaði undankeppni EM með stæl í gær. Stelpurnar völtuðu yfir Finnland, 34-18. Mikill styrkleikamunur var á liðunum.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar hans Þóris fögnuðu sigri í Rúmeníu

Norska kvennalandsliðið byrjaði undankeppni EM á því að vinna tveggja marka útisigur á Rúmeníu í dag, 25-23. Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfari norska liðsins, var ánægður eftir leikinn og þá sérstaklega með varnarleikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Aron valdi 18 manna æfingahóp landsliðsins - fimm forfallaðir

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 18 manna hóp fyrir æfingaviku og leiki í Austurríki dagana 28 til 3. nóvember næstkomandi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ. Fimm leikmenn urðu að segja sig út úr verkefninu vegna meiðsla eða persónulegra ástæðna.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar Steinn áfram í EHF-bikarnum

Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Nantes er þeir unnu þægilegan fjögurra marka sigur 28-24 gegn serbneska liðinu Parizan í EHF- bikarnum í handknattleik.

Handbolti
Fréttamynd

Refirnir hans Dags með sigur

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füche Berlin unnu þægilegan sjö marka sigur á Lemgo, 33-26, í þýsku 1. Deildinni í handbolta í dag.

Handbolti