Handbolti

Fréttamynd

Annaðhvort er maður til í slaginn eða ekki

Guðmundur Guðmundsson tekur við danska landsliðinu næsta sumar en liðið er með betri handknattleiksliðum í heiminum. Þjálfarinn hræðist ekki þær kröfur sem danska þjóðin mun gera til hans.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur kallaður Gullmundur

Danski miðillinn Ekstrabladet heldur því fram í dag að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafi "sprengt" bankann þar sem hann verði á hærri launum sem landsliðsþjálfari Danmerkur en Ulrik Wilbek.

Handbolti
Fréttamynd

Wilbek kemur Guðmundi til varnar

Það eru ekki allir Danir ánægðir með það að Íslendingur hafi verið ráðinn þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Ljóst er að Guðmundur mun ekki fá neinn afslátt hjá einhverjum fjölmiðlamönnum sem eflaust verða fljótir á bakið á honum ef illa árar.

Handbolti
Fréttamynd

Haukarnir steinlágu í Portúgal

Haukar töpuðu með fimmtán marka mun í kvöld á móti portúgalska liðinu S.L. Benfica í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-bikar karla í handbolta. Benfica var 19-11 yfir í hálfleik og vann leikinn 34-19.

Handbolti
Fréttamynd

Jafntefli í slag Kára og Snorra Steins

Landsliðsmennirnir Kári Kristjánsson og Snorri Steinn Guðjónsson mættust í dag með liðum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Bjerringbro-Silkeborg og GOG Håndbold gerðu þá 30-30 jafntefli.

Handbolti
Fréttamynd

Nóg að gera hjá íslenskum dómurum erlendis

Um helgina mun Ingvar Guðjónsson dæma leik Levanger HK frá Noregi og DHK Banik Most frá Tékklandi í EHF keppni kvenna ásamt Færeyingnum Eydun Samuelsen en leikurinn fer fram á Levanger á laugardaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Enn eitt tapið hjá Ágústi og hans liði

Það gengur hvorki né rekur hjá Ágústi Þór Jóhannssyni og stelpunum hans í SönderjyskE. Liðið tapaði í kvöld sínum sjötta leik í röð. Að þessu sinni á heimavelli gegn HC Odense, 24-26.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir heitur í toppslag

Þórir Ólafsson átti fínan leik fyrir lið sitt, Kielce, er það vann enn einn sigurinn í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Handbolti
Fréttamynd

Hildur og félagar með 30 marka sigur

Handknattleikskonan Hildur Þorgeirsdóttir og félagar hennar í Koblenz/Weibern fóru auðveldlega áfram í þýska bikarnum en liðið valtaði hressilega yfir SG Bruchköbel, 44-14, á útivelli.

Handbolti
Fréttamynd

Danir vildu Dag sem næsta landsliðsþjálfara

Íslenskir handknattleiksþjálfarar halda áfram að vekja athygli erlendis en danska handknattleikssambandið mun hafa reynt ítrekað að ráða Dag Sigurðsson, þjálfara Fuchse Berlin, sem næsta landsliðsþjálfara.

Handbolti
Fréttamynd

Sextán beinar útsendingar um helgina

Það verður nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar tvö um helgina enda verða þá beinar útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, spænsku deildinni í fótbolta, kóreska kappakstrinum í formúlu eitt og þýska handboltanum (Füchse-Löwen á morgun klukkan 13.00).

Sport
Fréttamynd

Atli Ævar og Anton markahæstir í tapleik

Atli Ævar Ingólfsson og Anton Rúnarsson voru markahæstir hjá Nordsjælland Håndbold í kvöld þegar liðið tapaði 24-29 á heimavelli á móti Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Heimir Óli með fimm mörk í sigri Guif

Kristján Andrésson og strákarnir hans í Eskilstuna Guif unnu tveggja marka útisigur á IFK Skövde HK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Guif-liðið hefur náð í fjögur stig í fyrstu þremur umferðunum sem skilar liðinu í fjórða sætið tveimur stigum á eftir toppliði Hammarby.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsta tapið hjá strákunum hans Geirs

HC Bregenz, lið Geir Sveinssonar, tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í austurrísku deildinni í handbolta. HC Bregenz tapaði þá 27-29 á heimavelli í nágrannaslag á móti austurrísku meisturunum í HC Hard en það dugði ekki að vera tveimur mörkum yfir þegar aðeins sjö mínútur voru eftir.

Handbolti