Handbolti

Fréttamynd

Enn og aftur naumt tap hjá Kára og félögum

Kári Kristjánsson og félagar í Bjerringbro-Silkeborg töpuðu í kvöld með minnsta mun á heimavelli á móti Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Team Tvis Holstebro vann leikinn 26-25 eftir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hans Kristjáns byrja tímabilið vel

Eskilstuna Guif, lið Kristjáns Andréssonar, byrjar tímabilið vel en liðið vann níu marka útisigur á Redbergslids IK, 31-22, í kvöld í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þrír íslenskir leikmenn spila með Eskilstuna Guif.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander spilaði á ný með Löwen

Rhein-Neckar Löwen gerði 31-31 jafntefli í kvöld við úkraínska liðið HC Motor Zaporozhye í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld en þessi úrslit verðast telja mikil vonbrigði fyrir Guðmund Guðmundsson og lærisveina hans.

Handbolti
Fréttamynd

Atli Ævar og Anton flottir í sigri á meisturunum

Atli Ævar Ingólfsson og Anton Rúnarsson átti báðir flottan leik þegar Nordsjælland vann 32-31 sigur á meisturum Aalborg Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingarnir voru saman með ellefu mörk og voru tveir markahæstu leikmenn Nordsjælland-liðsins í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

SönderjyskE nálægt fyrsta stiginu

Nýliðar SönderjyskE urðu að sætta sig við þriðja tapið í röð í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Ágúst Jóhannsson þjálfari SönderjyskE-liðið og með liðinu spila íslensku landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Ramune Pekarskyte.

Handbolti
Fréttamynd

SönderjyskE tapaði sínum fyrsta leik

Íslendingaliðið SönderjyskE tapaði með sjö marka mun á móti sterku liði Midtjylland, 21-28, í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta kvenna í kvöld en þetta var fyrsti deildarleikur Karenar Knútsdóttur, Stellu Sigurðardóttur og Ramune Pekarskyt með danska liðinu. Rut Jónsdóttir og félagar í Team Tvis Holstebro unnu á sama tíma 28-25 útisigur á Nykøbing Falster HK.

Handbolti
Fréttamynd

Spenna en smá stress fyrir kvöldinu

Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir leika báðar með danska handknattleiksliðinu SønderjyskE en þær þurfa að láta til skara skríða með liðinu strax frá byrjun. Mikil meiðsli hafa herjað á liðið korteri fyrir mót og mun mæða mikið á þeim frænkum.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn puttabrotinn

Snorri Steinn Guðjónsson byrjar tímabilið ekki vel í Danmörku en leikmaðurinn fór úr lið og virðist einnig hafa fingurbrotnað á æfingu hjá liði sínu GOG í vikunni.

Handbolti
Fréttamynd

Sér um að hausinn á dómurum sé í lagi

Jóhann Ingi Gunnarsson, íþróttasálfræðingur og fyrrum handknattleiksþjálfari, stendur fyrir námskeiði fyrir evrópska handknattleiksdómara með því markmiðið að bæta leiðtogahæfileika þeirra og sjálfstraust.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir kjörinn þjálfari ársins

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson var um helgina kjörinn handknattleiksþjálfari ársins af stuðningsmönnum, fjölmiðlamönnum og nefnd á vegum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF.

Handbolti
Fréttamynd

Mun selja mig dýrt á móti KA-manni

Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Berghischer, leikur sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag þegar lið hans mætir þýsku meisturunum í Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Þriggja ára bann og 88 milljóna króna sekt

Hollensk landslið fá ekki að keppa í keppnum á vegum Evrópska handknattleikssambandsins næstu þrjú árin. Þá þarf hollenska sambandið að greiða 88 milljónir króna í sekt fyrir að hætta skyndilega við að halda Evrópumót kvennalandsliða á síðasta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur og Dagur líklegir arftakar Wilbek

Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik og núverandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Füche Berlin, eru taldir upp sem líklegir arftakar Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana, á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Hvar mun Balic spila?

Ivano Balic verður ekki leikmaður Meshkov Brest í Hvíta-Rússlandi. Hann neitaði tilboði félagsins sem sneri sér að öðrum leikstjórnanda.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar mæta hollensku liði

Haukar frá Hafnarfirði munu mæta hollenska liðinu OCI Lions í fyrstu umferð EHF-bikarkeppninnar í handbolta en dregið var í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í morgun.

Handbolti