Handbolti

Fréttamynd

Esther eini nýliðinn í æfingahópi Ágústs

Esther Viktoría Ragnarsdóttir stóð sig frábærlega með Stjörnunni í úrslitakeppni N1 deildar kvenna og svo vel að hún spilaði sig inn í íslenska A-landsliðið. Ester er eini nýliðinn í 22 manna æfingarhópi Ágústs Jóhannssonar sem tilkynntur var í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggir upp þó sjö umferðir séu eftir

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer þegar liðið lagði HC Erlangen 23:15 á útivelli í gærkvöldi. Bergischer hefur tryggt sér sæti í efstu deild þó enn séu sjö umferðir eftir.

Handbolti
Fréttamynd

Róbert og Ásgeir komust í bikarúrslitaleikinn

Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson komust í kvöld í bikarúrslitaleikinn í Frakklandi þegar lið þeirra PSG Handball vann 33-29 sigur á Dunkerque í undanúrslitaleiknum. PSG Handball mætir Montpellier í úrslitaleiknum sem fer fram í Bercy-höllinni í París 25 maí næstkomandi.

Handbolti
Fréttamynd

Ævintýrið hjá Einari Inga og félögum heldur áfram

Einar Ingi Hrafnsson og félagar hans í Mors-Thy Håndbold tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta eftir 26-30 útisigur á Aarhus Håndbold. Mors-Thy mætir AaB Håndbold í undanúrslitunum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KIF og Skjern.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur og félagar í úrslitaleikinn

Ólafur Guðmundsson og félagar hans í IFK Kristianstad tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum um sænska meistaratitilinn í handbolta eftir 32-27 útisigur á Sävehof í oddaleik.

Handbolti
Fréttamynd

Meistaravonir Löwen úr sögunni

Liðsmenn Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin unnu 32-26 sigur á Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Tapið gerir svo gott sem úti um von Löwen um þýska meistaratitilinn.

Handbolti
Fréttamynd

Hugurinn leitar heim núna

Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson gekk í gegnum mikið síðasta vetur og nú þegar tímabilinu er að ljúka er hann án vinnu. Hann þjálfaði bæði karla- og kvennalið danska liðsins Viborg og var rekinn frá kvennaliðinu um daginn. Óskar hefur áhuga á því að vera áfram erlendis en reiknar með því að koma heim.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur með sex í dramatískum leik

IFK Kristianstad er komið með yfirhöndina í undanúrslitaeinvíginu gegn Sävehof í sænska karlahandboltanum. Kristianstad vann 29-27 sigur í framlengdum leik liðanna í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur meistari í Katar

Ólafur Stefánsson bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn í kvöld er hann varð katarskur meistari með Lekhwiya.

Handbolti
Fréttamynd

Enginn dauðadómur

Arnór Atlason spilaði sinn fyrsta leik með Flensburg mánuði á undan áætlun eftir að hafa slitið hásin. Hann ætlar að njóta hverrar mínútu með liðinu á lokaspretti tímabilsins en í sumar söðlar hann um og heldur til Frakklands.

Handbolti