Sé líklega met að vera hafnað af flokki sínum tvisvar í sama mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 20:57 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, segir að henni hafi ekki boðist oddvitasæti og því segi hún skilið við pólitíkina. Hún segir það líklega met að hafa verið hafnað tvisvar af eigin flokki í sama mánuði. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Jódís birti í kvöld. „Í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og hef ég afþakkað sæti ofar en það fimmta. Ég var tilbúin að taka þann slag en eftir að ljóst var að sú yrði ekki niðurstaðan met ég það sem svo að fjölskyldan mín eigi meiri fyrirsjáanleika og festu skilið en pólitíkin getur veitt,“ skrifar hún í færslunni og bætir við: „Guð blessi 9-5 og helgarfrí.“ Þá segir hún að það sé líklega einhvers konar met að vera hafnað af sínu eigin stjórnmálaafli tvisvar sinnum í sama mánuði og vísar þar til þess þegar hún tapaði fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni í varaformannsslag á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. „Eftirspurnin eftir mér virðist talsvert meiri meðal almennings en innan VG,“ skrifar hún. Skortir auðmýkt á Alþingi Hún segist þó aldrei hafa talið sig eiga neitt skilið í pólitík og taki þetta ekki mjög nærri sér. Hún styðji VG, sé trú stefnunni og hafi ekki kvikað frá henni eitt andartak. Þess vegna sé það heiður að taka sæti á listanum og styðja félagana í VG til góðra verka. „Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og fengið tækifæri til að sjá inn í margs konar veruleika á þessum þremur árum. Það er mjög margt sem mér finnst um íslenska stjórnskipan og hvernig fólk í valdastöðum umgengst t.d. þingræðið. Það sem skortir mest á Alþingi Íslendinga er auðmýkt. Ég hætti örugglega aldrei að vera öfga-feministi, náttúruverndarsinni og grjóthörð vinstri kona. Kannski býð ég fram krafta mína seinna þegar börnin eru stærri og aðstæður auðveldari en nú tekur við nýr kafli fullur af tækifærum. Það er sko hægt að vera róttæk og berjast fyrir réttlátu samfélagi víðar en í „le cirque de l'absurde“ við Austurvöll,“ skrifar hún einnig. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt stóð að Jódís væri sitjandi oddviti en það er ekki rétt, hún er annar þingmaður Vinstri gænna í kjördæminu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er sitjandi oddviti en tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram. Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Jódís birti í kvöld. „Í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og hef ég afþakkað sæti ofar en það fimmta. Ég var tilbúin að taka þann slag en eftir að ljóst var að sú yrði ekki niðurstaðan met ég það sem svo að fjölskyldan mín eigi meiri fyrirsjáanleika og festu skilið en pólitíkin getur veitt,“ skrifar hún í færslunni og bætir við: „Guð blessi 9-5 og helgarfrí.“ Þá segir hún að það sé líklega einhvers konar met að vera hafnað af sínu eigin stjórnmálaafli tvisvar sinnum í sama mánuði og vísar þar til þess þegar hún tapaði fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni í varaformannsslag á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. „Eftirspurnin eftir mér virðist talsvert meiri meðal almennings en innan VG,“ skrifar hún. Skortir auðmýkt á Alþingi Hún segist þó aldrei hafa talið sig eiga neitt skilið í pólitík og taki þetta ekki mjög nærri sér. Hún styðji VG, sé trú stefnunni og hafi ekki kvikað frá henni eitt andartak. Þess vegna sé það heiður að taka sæti á listanum og styðja félagana í VG til góðra verka. „Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og fengið tækifæri til að sjá inn í margs konar veruleika á þessum þremur árum. Það er mjög margt sem mér finnst um íslenska stjórnskipan og hvernig fólk í valdastöðum umgengst t.d. þingræðið. Það sem skortir mest á Alþingi Íslendinga er auðmýkt. Ég hætti örugglega aldrei að vera öfga-feministi, náttúruverndarsinni og grjóthörð vinstri kona. Kannski býð ég fram krafta mína seinna þegar börnin eru stærri og aðstæður auðveldari en nú tekur við nýr kafli fullur af tækifærum. Það er sko hægt að vera róttæk og berjast fyrir réttlátu samfélagi víðar en í „le cirque de l'absurde“ við Austurvöll,“ skrifar hún einnig. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt stóð að Jódís væri sitjandi oddviti en það er ekki rétt, hún er annar þingmaður Vinstri gænna í kjördæminu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er sitjandi oddviti en tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23