Handbolti

Fréttamynd

Orðrómurinn staðfestur

Valero Rivera, þjálfari heimsmeistara Spánverja í handbolta karla, hefur staðfest að hann muni láta af störfum sem þjálfari liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Bræður sameinast á ný

Árni Þór Sigtryggsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við EHV Aue í b-deild þýska handboltans. Rúnar Sigtryggsson, bróðir Árna Þórs, er þjálfari liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

EM á ekki að snúast um mig

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, ætlar að hætta með danska landsliðið eftir EM karla í handbolta sem fer fram í Danmörku í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er eitt af þremur landsliðinum, sem hafa auk gestgjafana frá Danmörku, tryggt sér þátttökurétt á mótinu.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir bikarmeistari með Kielce

Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson varð í gær pólskur bikarmeistari með liði sínu KS VIVE Targi Kielce en liðið vann þá eins marks sigur á Orlen Wisla Plock í bikarúrslitaleiknum, 28-27.

Handbolti
Fréttamynd

Malovic samdi við Amicitia Zürich

Svartfellingurinn Nemanja Malovic skrifaði í gær undir tveggja ára samning við svissneska liðið Amicitia Zürich. Hann lék síðast með ÍBV hér á landi og því ljóst að hann mun ekki leika með liðinu í N1-deild karla á næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Teljum uppsögnina ólögmæta

Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að mæta á æfingu hjá Wetzlar í gær en var vísað frá, þar sem honum hafði verið sagt upp störfum. Stephen Pfeiffer, lögfræðingur Kára, telur hins vegar að uppsögnin sé ólögmæt.

Handbolti
Fréttamynd

Rær á ný mið

Handknattleikskappinn Guðmundur Árni Ólafsson mun yfirgefa herbúðir danska úrvalsdeildarliðsins Bjerringbro/Silkeborg að loknu yfirstandandi tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Sorglegt hjá Wetzlar

Kári Kristján Kristjánsson vildi lítið tjá sig um nýjasta útspil framkvæmdastjóra Wetzlar sem sagði leikmanninn alfarið bera ábyrgð á þeirri röð atvika sem leiddi til þess að honum var sagt upp. Hann hefur sett málið í hendur lögfræðinga.

Handbolti
Fréttamynd

Lygi en ekki misskilningur hjá Kára

"Hvers vegna giftur tveggja barna faðir fórnar atvinnu sinni og jafnvel lífi til þess að spila landsleik finnst mér óskiljanlegt," segir Björn Seipp framkvæmdarstjóri þýska handknattleiksfélagsins Wetzlar.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Sigurhugsun í þessu liði

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, var vitanlega ánægður með sigurinn gegn Slóveníu í dag en með honum tryggði Ísland sér farseðilinn á EM í Danmörku á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Þjóðverjar unnu lífsnauðsynlegan sigur

Þýska handboltalandsliðið bætti stöðu sína í undankeppni EM 2014 með því að vinna fimm marka heimasigur á Tékkum í dag, 28-23. Þjóðverjar endurheimtu annað sætið í riðlinum með þessum sigri en tvær efstu þjóðirnar komast áfram á EM.

Handbolti
Fréttamynd

Kári: Ég fékk skýrt já

Kári Kristján Kristjánsson segist hafa fengið skýr svör frá tveimur læknum hjá Wetzlar um að hann mætti spila með íslenska landsliðinu í Slóveníu.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrirliði Wetzlar orðlaus

Michael Müller, fyrirliði Wetzlar, lýsir mikilli furðu yfir þeirri ákvörðun Kára Kristjáns Kristjánssonar að spila með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu í fyrradag.

Handbolti
Fréttamynd

Svíar pökkuðu Pólverjum saman

Svíar eru komnir með tveggja stiga forskot á toppi 5. riðils í undankeppni EM í handbolta. Svíar unnu sannfærandi sigur á Póllandi, 28-21, í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Datt næstum því úr sófanum þegar ég sá Kára spila

Wetzlar hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við íslenska landsliðslínumanninn Kára Kristjánsson eftir að Kári lék með íslenska landsliðinu í Slóveníu í gær. Félagið vissi ekki betur en að Kári væri í veikindaleyfi heima á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HSG Wetzlar.

Handbolti
Fréttamynd

Verður Kári rekinn frá Wetzlar?

Þýska dagblaðið Giessener Allgemeine greinir frá því í dag að forráðamenn Wetzlar eru afar óánægðir með að Kári Kristján Kristjánsson hafi spilað með íslenska landsliðinu í gær.

Handbolti