Handbolti

Fréttamynd

Twitter yfir sigri kvöldsins: „Elliði er snillingur“

Ísland vann tíu marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta, lokatölur 40-30 Íslandi í vil. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, rúllaði vel á liði sínu í dag og fengu allir leikmenn liðsins mínútur. Það má þó segja að leikmenn Grænhöfðaeyja hafi stolið senunni á Twitter.

Handbolti
Fréttamynd

Frakkland áfram með fullt hús stiga

Fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta eru nú búnir. Frakkland vann Slóveníu og er komið áfram í milliriðil með fullt hús stiga. Þá er Brasilía komin áfram í milliriðil.

Handbolti
Fréttamynd

„Viður­kenni að þetta var rosa gaman“

„Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa.

Handbolti
Fréttamynd

Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut

Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025.

Innlent
Fréttamynd

Vill banna kvendómara á HM karla

Þrjú af dómarapörunum sem valin voru til að dæma á HM karla í handbolta eru skipuð konum. Ummæli fyrrverandi heims- og Evrópumeistarans Christians Shwarzer þess efnis að konur ættu ekki að dæma hjá körlum, og öfugt, hafa fallið í grýttan jarðveg.

Handbolti
Fréttamynd

Elliði Snær um stuðnings­menn Ís­lands: „Vissi að þeir væru bilaðir en ekki svona bilaðir“

„Í fyrsta lagi takk, get ekki lýst því. Geðveikt, gjörsamlega geðveikt að fá að spila á heimavelli í Svíþjóð,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir sigur Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. Eftir að Elliða var óskað til hamingju með sigurinn var hann spurður hversu skemmtilegt það hefði verið að spila þennan leik.

Handbolti
Fréttamynd

„Maður felldi tár yfir þessum stór­kost­legu stuðnings­mönnum“

„Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við.

Handbolti