Handbolti

Læri­sveinar Al­freðs lögðu Katar á meðan læri­sveinar Arons mis­stigu sig eftir góða byrjun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð Gíslason og Juri Knorr, markahæsti leikmaður Þýskalands í kvöld.
Alfreð Gíslason og Juri Knorr, markahæsti leikmaður Þýskalands í kvöld. Marvin Ibo Guengoer/Getty Images

Tveir íslenskir þjálfarar voru í eldlínunni þegar fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta fóru fram. Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á mótinu.

Drengirnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu hóf sinn leik af krafti og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, staðan 18-13. Það hægðist á sóknarleik Þjóðverja í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn fjögur mörk, lokatölur 31-27. Juri Knorr var markahæstur í liði Þýskalands með sjö mörk.

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein byrjuðu leik sinn gegn Túnis af miklum krafti og komust 6-0 yfir. Sú góða byrjun entist ekki og munurinn aðeins eitt mark í hálfleik, 16-15. Í þeim síðari var sóknarleikur beggja liða hægur og fyrirsjáanlegur en Túnis tókst hins vegar að jafna metin, lokatölur 27-27.

Hollendingar fóru létt með Argentínu og unnu 10 marka sigur, lokatölur 29-19. Þá unnu Bandaríkjamenn eins marks sigur á Marokkó, lokatölur 28-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×