Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2023 12:16 Möguleg staðsetning hinnar nýrru þjóðarhallar. Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumathugun sérstakrar framkvæmdanefndar um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skýrslan var kynnt á sérstökum blaðamannafundi fyrr í dag og gerð opinber nú í hádeginu. Reiknað er með að ný þjóðarhöll verði reist fyrir aftan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut, þar sem reiknað er með að ein af línum Borgarlínunnar muni liggja. Rök fyrir þessari staðsetningu eru meðal annars eftirfarandi: Samlegðaráhrif við núverandi íþróttamannvirki í Laugardal Góð tenging við almenningssamgöngur Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að hlutverk þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Stærð aðalrýmisins miðist við 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund geti sótt tónleika í höllinni. Fyrir ofan: Íþróttahöllinni í Þrándheimi sem var að einhverju leyti fyrirmynd við vinnu nefndarinnar. Fyrir neðan: Dæmigert plan fyrir íþróttahalllir. Þjóðarhöllin verði, með teknu tilliti til stoðrýma, nítján þúsund fermetrar. Telur nefndin einnig skynsamlegt að þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi dags daglega, t.d. með göngu- og hlaupabrautum. Áætlaður kostnaður er sem fyrr segir um fimmtán milljarðar. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki væri búið að semja um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgar, en bygging hallarinnar er samvinnuverkefni þeirra. 2-3 handboltavellir, fjórir körfuboltavellir Segir í skýrslunni að mesta gólfnýting hallarinnar miðist við flöt sem hægt er að nýta sem annaðhvort 2–3 handboltavelli, fjóra körfuboltavelli, sex blakvelli eða mismunandi blöndu notkunar fyrir boltaíþróttir til æfinga og keppni. Framkvæmdanefnd telur einnig skynsamlegt að miða við um það bil 8.600 sæti. Þeim sætum verði komið fyrir með blöndu af föstum bekkjum og bekkjum sem hægt er að draga út, allan hringinn. Gólf þegar útdraganlegar stúkur eru inndregnar geti rúmað að minnsta kosti fjóra körfuboltavelli og allt að þrjá handboltavelli til æfinga eða tvo handboltavelli til keppni. Íþróttahöllin í Þrándheimi í Noregi, sem virðist vera ákveðin fyrirmynd við vinnu framkvæmdanefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka höllina síðar meir. Áætlun nefndarinnar miðast við að höllin geti orðið tilbúin árið 2025. Fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundinum áðan, að til þessi tímalína gæti staðist þyrfti að hafa hraðar hendur til að semja um það sem á eftir að semja um á milli ríkis og borgar. Er þar um að ræða kostnaðarskiptingu við byggingu hallarinnar, sem og rekstrarfyrirkomulag hennar. Reiknar nefndin með að árlega muni það kosta 300 milljónir að reka höllina. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir um rekstur hallarinnar, og þrjár sviðsmyndir um eignarhald hennar. Kynna má sér skýrsluna hér. Horfa má á blaðamannafundinn þar sem stuttlega var farið yfir efni skýrslunnar hér að neðan. Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Borgarstjórn Handbolti Körfubolti Reykjavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumathugun sérstakrar framkvæmdanefndar um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skýrslan var kynnt á sérstökum blaðamannafundi fyrr í dag og gerð opinber nú í hádeginu. Reiknað er með að ný þjóðarhöll verði reist fyrir aftan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut, þar sem reiknað er með að ein af línum Borgarlínunnar muni liggja. Rök fyrir þessari staðsetningu eru meðal annars eftirfarandi: Samlegðaráhrif við núverandi íþróttamannvirki í Laugardal Góð tenging við almenningssamgöngur Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að hlutverk þjóðarhallar verði fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Stærð aðalrýmisins miðist við 8.600 manns í sæti og allt að tólf þúsund geti sótt tónleika í höllinni. Fyrir ofan: Íþróttahöllinni í Þrándheimi sem var að einhverju leyti fyrirmynd við vinnu nefndarinnar. Fyrir neðan: Dæmigert plan fyrir íþróttahalllir. Þjóðarhöllin verði, með teknu tilliti til stoðrýma, nítján þúsund fermetrar. Telur nefndin einnig skynsamlegt að þjóðarhöllin verði aðgengileg almenningi dags daglega, t.d. með göngu- og hlaupabrautum. Áætlaður kostnaður er sem fyrr segir um fimmtán milljarðar. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki væri búið að semja um skiptingu kostnaðar á milli ríkis og borgar, en bygging hallarinnar er samvinnuverkefni þeirra. 2-3 handboltavellir, fjórir körfuboltavellir Segir í skýrslunni að mesta gólfnýting hallarinnar miðist við flöt sem hægt er að nýta sem annaðhvort 2–3 handboltavelli, fjóra körfuboltavelli, sex blakvelli eða mismunandi blöndu notkunar fyrir boltaíþróttir til æfinga og keppni. Framkvæmdanefnd telur einnig skynsamlegt að miða við um það bil 8.600 sæti. Þeim sætum verði komið fyrir með blöndu af föstum bekkjum og bekkjum sem hægt er að draga út, allan hringinn. Gólf þegar útdraganlegar stúkur eru inndregnar geti rúmað að minnsta kosti fjóra körfuboltavelli og allt að þrjá handboltavelli til æfinga eða tvo handboltavelli til keppni. Íþróttahöllin í Þrándheimi í Noregi, sem virðist vera ákveðin fyrirmynd við vinnu framkvæmdanefndarinnar. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka höllina síðar meir. Áætlun nefndarinnar miðast við að höllin geti orðið tilbúin árið 2025. Fram kom í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, á blaðamannafundinum áðan, að til þessi tímalína gæti staðist þyrfti að hafa hraðar hendur til að semja um það sem á eftir að semja um á milli ríkis og borgar. Er þar um að ræða kostnaðarskiptingu við byggingu hallarinnar, sem og rekstrarfyrirkomulag hennar. Reiknar nefndin með að árlega muni það kosta 300 milljónir að reka höllina. Settar eru fram þrjár sviðsmyndir um rekstur hallarinnar, og þrjár sviðsmyndir um eignarhald hennar. Kynna má sér skýrsluna hér. Horfa má á blaðamannafundinn þar sem stuttlega var farið yfir efni skýrslunnar hér að neðan.
Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggingariðnaður Borgarstjórn Handbolti Körfubolti Reykjavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira