Handbolti

Fréttamynd

AG danskur meistari annað árið í röð

Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn varð í kvöld danskur meistari í handknattleik annað árið í röð. AG lagði Bjerringbro-Silkeborg í úrslitaleikjunum. AG vann fyrri leikinn með ellefu marka mun, 30-19, og spennan fyrir leikinn í dag var því lítil AG vann hann með einu marki, 22-21.

Handbolti
Fréttamynd

Andersson fer til AG í sumar

Dönsku meistararnir í AG tilkynntu loks í dag að Svíinn Kim Andersson muni ganga í raðir liðsins í sumar. Þetta hefur legið fyrir í margar vikur.

Handbolti
Fréttamynd

Christiansen leggur skóna á hilluna

Hinn magnaði danski hornamaður Lars Christiansen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna ferugur að aldri. Christiansen er ekki í Ólympíuhópi Dana og hann tilkynnti í kjölfarið að skórnir væru farnir á hilluna.

Handbolti
Fréttamynd

Draumariðill í Lundúnum

Ísland slapp við gull- og silfurliðin frá EM í Serbíu þegar dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum – en fékk í staðinn Bretland og Argentínu. Ísland er einnig í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. Strákarnir hefja leik 29. júlí.

Handbolti
Fréttamynd

Titillinn blasir við AG

Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn er komið með níu fingur á danska meistaratitilinn eftir öruggan ellefu marka sigur, 19-30, á Bjerringbro-Silkeborg í fyrri leik liðanna um danska meistaratitilinn.

Handbolti
Fréttamynd

Dominik Klein: Besta tilfinningin á ferlinum

Þýski hornamaðurinn Dominik Klein var greinilega stoltur og hrærður yfir árangri Kiel sem varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð: Hrikalega stoltur

"Ég er alveg hrikalega stoltur. Það eina sem ég átti eftir að vinna var þrennan og ég náði henni í dag. Þetta er því stórkostlegt.“

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Þakklátur fyrir að vera hluti af þessu liði

Aron Pálmarsson varð í dag Evrópumeistari með Kiel eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann sagði í viðtali við Vísi í gær að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að fá að lyfta styttunni eftirsóttu.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur: Stoltur en svekktur

Dagur Sigurðsson sagðist vera stoltir af sínum mönnum þrátt fyrir tap Füchse Berlin fyrir Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap sinna manna fyrir Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander: Vonandi fáum við AG

Alexander Petersson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir leik sinna manna í Füchse Berlin gegn Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Hitað upp fyrir Final Four | Myndir

Um 20 þúsund manns munu í dag troðfylla hina glæsilegu Lanxess-höll í Köln þegar undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fara fram. Mikil stemning var fyrir utan höllina þar sem stuðningsmenn hituðu upp.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir: Togaði í að fá að spila í Meistaradeildinni og að vinna titla

Þórir Ólafsson og félagar í Vive Targi Kielce urðu um helgina pólskir meistarar í handbolta eftir 27-25 sigur á Wisla Plock Ssa í þriðja leik lokaúrslitanna. Þórir var markahæstur í liði Kielce með sex mörk en liðið vann úrslitaeinvígið 3-0. Þórir er því tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári með pólska liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir pólskur meistari í handbolta

Þórir Ólafsson og félagar í Vive Targi Kielce urðu nú áðan pólskir meistarar í handbolta eftir 27-25 sigur á Wisla Plock Ssa í þriðja leik lokaúrslitanna. Þórir var markahæstur í liði Kielce með sex mörk en liðið vann úrslitaeinvígið 3-0, fyrstu tvo leikina á heimavelli og svo þriðja leikinn á útivelli í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Mikilvægur sigur hjá Füchse Berlin

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin færðust í kvöld skrefi nær því að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Rut og Þórey nálgast bronsið

Þórey Rut Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir skoruðu sitt markið hvor þegar að lið þeirra, Team Tvis Holstebro, vann fyrri leikinn gegn Midtjylland um bronsverðlaun dönsku úrvalsdeildarinnar.

Handbolti