Handbolti

Fréttamynd

Guif komst ekki í úrslitaleikinn

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska liðinu Guif eru úr leik í úrslitakeppninni þar í landi eftir naumt tap fyrir Kristianstad í undanúrslitum, 34-33.

Handbolti
Fréttamynd

Heldur mögnuð sigurganga Heidi Löke áfram?

Heidi Löke, línumaður norska kvennalandsliðsins í handbolta sem og ungverska liðsins Györ, þekkir lítið annað en að vinna gull með sínum liðum og hefur sigurganga hennar undanfarin þrjú tímabil verið lyginni líkast, bæði með félagsliði sínu og landsliði.

Handbolti
Fréttamynd

Frábær byrjun AG tryggði sigur

Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn tryggði sér í kvöld fyrsta sætið í sínum riðli í úrslitakeppni danska handboltans. AG lagði þá Aarhus 31-28.

Handbolti
Fréttamynd

AG sker niður launakostnað

Jesper Nielsen, eigandi AG í Kaupmannahöfn, segir að félagið muni lækka launakostnað talsvert eftir að tímabilinu lýkur í vor.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel flaug áfram í undanúrslitin

Kiel var síðasta liðið sem tryggði sætið sitt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag þegar liðið bar sigur úr býtum, 33-27, gegn Croatia Zabreb á heimavelli.

Handbolti
Fréttamynd

GUIF tapaði með einu marki

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska liðinu GUIF eru í hörkueinvígi gegn Kristianstad í undanúrslitum sænska handboltans. GUIF vann fyrsta leikinn með tveggja marka mun en tapaði öðrum leiknum í dag með einu marki, 32-31.

Handbolti
Fréttamynd

Hvidt fer ekki í leikbann

Kasper Hvidt fer ekki í leikbann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik AG og Barcelona í kvöld og missir því ekki af seinni leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

AG fór létt með Barcelona á Parken

21 þúsund áhorfendur fylgdust með viðureign AG og Barcelona í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dönsku meistararnir áttu frábæran leik og unnu, 29-23. Aðsóknarmett var sett á Parken í kvöld en öll umgjörð leiksins var glæsileg.

Handbolti
Fréttamynd

AG tapaði fyrsta stiginu í úrslitakeppninni

AG mátti sætta sig við jafntefli gegn Skjern á útivelli í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur voru 29-29 en þrátt fyrir jafnteflið er AG með væna forystu í sínum riðli.

Handbolti
Fréttamynd

AG komið í undanúrslit danska handboltans

Danska ofurliðið AG hélt í kvöld ótrautt áfram í átt að úrslitarimmu danska handboltans er það lagði Team Tvis Holstebro, 30-28. Með sigrinum tryggði AG sér sæti í undanúrslitunum.

Handbolti
Fréttamynd

Ríf vonandi ekki eitthvað fyrir þessa Ólympíuleika

Vignir Svavarsson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir sigra á Síle og Japan í Króatíu. Vignir, sem missti af tveimur síðustu Ólympíuleikum, sér nú fyrstu Ólympíuleikana í hillingum.

Handbolti
Fréttamynd

Fimmtu Ólympíuleikarnir hjá Guðmundi

Strákarnir okkar eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir að þeir náðu öðru sætinu í sínum riðli í forkeppninni sem fram fór í Króatíu um páskana. Íslenska liðið tryggði sér farseðilinn með sannfærandi sigrum á Síle og Japan í tveimur fyrstu leikjum sínum. Tap í lokaleiknum á móti Króatíu skipti ekki máli því Guðmundur Guðmundsson var búinn að koma íslenska liðinu inn á þriðju Ólympíuleikana í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur markahæstur í riðlinum - skoraði 25 mörk í 3 leikjum

Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna í London en hann skoraði 25 mörk í leikjunum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði fjórum mörkum meira en Króatinn Ivan Cupic sem varð í 2. sæti en í þriðja sætinu varð Japaninn Daisuke Miuazaki með 15 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir tryggðu sig inn á EM í Tyrklandi - myndir

Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Tyrklandi í sumar með því að vinna fjögurra marka sigur á Eistlandi í Víkinni í dag. Íslenska liðið vann því báða leiki sína í riðlinum og er komið á EM.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Króatía - Ísland 31-28

Íslenska landsliðið í handbolta endaði í öðru sæti í sínum riðli eftir þriggja marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum í Króatíu í dag. Króatar voru með frumkvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu og unnu nokkuð öruggan sigur. Króatar náðu mest sjö marka forskoti í seinni hálfleik en íslensku strákarnir hættu aldrei og tókst að minnka muninn í lokin ekki síst vegna góðrar markvörslu Hreiðars Levý Guðmundssonar.

Handbolti
Fréttamynd

Fimm af sex Ólympíusætum klár | Barátta á milli Serba og Pólverja

Fimm þjóðir hafa þegar tryggt sér farseðil á Ólympíuleikana í London þrátt fyrir að einn leikdagur sé eftir í forkeppni handboltakeppni ÓL 2012. Ísland og Króatía komust áfram úr okkar í riðli í gær og Svíþjóð, Ungverjaland og Spánn eru líka búin að tryggja sér Ólympíusætið.

Handbolti