Handbolti

Fréttamynd

Las það í bréfi frá Þóri að hún væri ekki lengur í landsliðinu

Karoline Dyhre Breivang er einn sigursælasti leikmaður norska kvennalandsliðsins í handbolta og á að baki 264 landsleiki fyrir Noreg. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, ætlar hinsvegar ekki að veðja á hana á HM í Brasilíu í desember en það hefur vakið athygli að Breivang fékk fyrst að vita það í bréfi frá Þóri að hún væri búin að missa sæti sitt í landsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Baldvin: Það spyr enginn hvernig maður kemst áfram

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum, en síðan gerist það sama og í útileiknum að menn fara að slaka allt of mikið á og við vorum í raun bara heppnir að fara áfram í kvöld,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Füchse Berlin vann í Danmörku

Þýska félagið Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar og Alexanders Peterssonar, vann í dag góðan sigur á danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg í Meistaradeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur AG á Pick Szeged

AG Kaupmannahöfn vann í dag öruggan sigur á ungverska liðinu Pick Szeged á heimvelli, 36-24, í Meistaradeild Evrópu. AG hefur því unnið báða fyrstu leiki sína í keppninni og þann fyrsta á heimavelli. Staðan í hálfleik var 18-11, AG í vil.

Handbolti
Fréttamynd

FH vann eins marks sigur í Belgíu

FH stendur ágætlega að vígi í EHF-bikarkeppninni eftir 29-28 sigur á belgíska liðinu Initia Hasselt í fyrri leik liðanna í annarri umferð. Liðin mætast aftur um næstu helgi og þá á Íslandi.

Handbolti
Fréttamynd

Þjálfarar AG sögðu upp störfum

Það gengur mikið á hjá danska ofurliðinu AG Kaupmannahöfn en í dag sögðu þjálfararnir Klavs-Bruun Jörgensen og Sören Hersiknd upp störfum hjá félaginu.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap Drott á tímabilinu

Sænska liðið Drott tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið tapaði þá fyrir Ystad á útivelli, 29-26.

Handbolti
Fréttamynd

Rut gæti misst af HM

Landsliðskonan Rut Jónsdóttir gæti misst af HM í Brasilíu í desember en hún slasaðist illa á hné í leik gegn FIF.

Handbolti
Fréttamynd

Bretar leita enn eftir leikmönnum í handboltalandsliðið

Bretar hafa unnið hörðum höndum að því að undirbúa sig sem allra best fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í London á næsta ári. Sem gestgjafar ÓL verða Bretar með lið í keppnisgreinum á borð við handbolta karla og kvenna – og breska handknattleikssambandið er enn að leita að leikmönnum sem gætu styrkt landsliðin fyrir ÓL.

Handbolti
Fréttamynd

Norðmenn vilja semja við Þóri fram yfir ÓL 2016

Karl-Arne Johannessen forseti norska handknattleikssambandsins segir í viðtali við dagblaðið Verdens Gang að Þórir Hergeirsson verði endurráðinn sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. Ef marka má orð forsetans þá verður Selfyssingurinn með norska liðið á Ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingar markahæstir í öllum deildarleikjum AG til þessa

Íslensku landsliðsmennirnir í danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn hafa verið áberandi í fyrstu leikjum nýs tímabils í dönsku úrvalsdeildinni. AG er búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína með níu mörkum að meðaltali í leik og íslensku leikmennirnir hafa skorað 16,7 mörk að meðaltali í þessum þremur leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Sigurbergur að gera góða hluti í Sviss

Handknattleiksmaðurinn Sigurbergur Sveinsson er að gera það virkilega gott í svissnesku úrvalsdeildinni með félagi sínu RTV Basel, en hann gerði sex mörk þegar liðið gerði jafntefli, 23-23, við Kriens-Luzern.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Það bíða allir eftir því að við töpum leik

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason spilaði í fimm mínútur um helgina í öruggum sigri Danmerkurmeistara AGK á Skjern. Þetta var fyrsti leikur Arnórs með liðinu á þessari leiktíð en hann hefur ekkert spilað síðan hann lék með landsliðinu í sumar. Arnór tognaði illa á læri í upphafi æfingatímabilsins og hefur verið talsvert lengi frá síðan.

Handbolti
Fréttamynd

FH tapaði aftur í Ísrael

FH lauk í kvöld keppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði þá fyrir Maccabi Rishion Le Zion frá Ísrael en forkeppnin fór einmitt fram í Ísrael.

Handbolti