Handbolti

Fréttamynd

FH tapaði gegn Haslum

Íslandsmeistarar FH töpuðu, 36-29, gegn norska liðinu Haslum í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna í umspili um laust sæti í Meistaradeildinni

Handbolti
Fréttamynd

Anton og Hlynur í úrtökuhópnum fyrir EM í Serbíu

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson eru meðal sextán dómarapara sem munu taka þátt í námskeiði í Vínarborg um helgina sem er á vegum evrópska handboltasambandsins vegna komandi Evrópumóts í Serbíu í byrjun næsta árs.

Handbolti
Fréttamynd

Dzomba leggur skóna á hilluna

Handknattleiksmaðurinn, Mirza Dzomba, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en hann hefur verið einn allra besti hornamaður í heiminum undanfarinn ár.

Handbolti
Fréttamynd

Patrekur að taka við austurríska landsliðinu - munnlegur samningur í höfn

Patrekur Jóhannesson er nú undir smásjá austurríska handboltasambandsins með það fyrir augum að hann taki við austurríska landsliðinu og geri tveggja ára samning. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu mun hafa verið gengið frá málinu munnlega en Patrekur á þó eftir að skrifa undir samninginn.

Handbolti
Fréttamynd

AG ætlar að spila Meistaradeildarleiki í Parken í vetur

Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn vakti mikla athygli í vor þegar liðið spilaði úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta á fótboltavellinum í Parken. Framundan eru leikir í Meistaradeild Evrópu og það hefur verið ákveðið að "flottustu" heimaleikirnir fari fram í Parken.

Handbolti
Fréttamynd

Ciudad Real færist nær Madrid

Spænska handboltastórveldið Ciudad Real mun að öllum líkindum flytja til Madrid á næstu vikum. Ekki tókst að safna nægu fé til þess að halda liðinu í Ciudad.

Handbolti
Fréttamynd

Einar Ingi samdi við Mors Thy

Línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson leikur í Danmörku næsta vetur en hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarliðið Mors Thy. Hann kemur til liðsins frá þýska liðinu Nordhorn.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin Páll í liði ársins

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn í lið ársins í svissnesku úrvalsdeildinni af vefsíðunni handballworld.com. Hann kom einnig til greina sem handknattleiksmaður ársins.

Handbolti
Fréttamynd

Ciudad Real flytur sig væntanlega til Madrid

Flestir bendir til þess að spænska handboltastórveldið Ciudad Real sé að flytja til Madrid. Ekki hefur tekist að fá nóg af stórum stuðningsaðilum í bænum til þess að halda rekstrinum áfram þar.

Handbolti
Fréttamynd

Andersson kominn til AG

Svíinn Magnus Andersson, fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis, hefur verið ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá AG Kaupmannahöfn.

Handbolti
Fréttamynd

Mors Thy vill fá Einar Inga í sínar raðir

Handboltaparið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir er að öllum líkindum á leið til Danmerkur en þau léku bæði með þýskum liðum síðasta vetur. Þau komu frá Danmörku í gær þar sem Einar Ingi var í viðræðum við danska úrvalsdeildarliðið Mors Thy sem hefur gert Einari Inga samningstilboð. Einar Ingi tjáði Fréttablaðinu í gær að hann væri svo gott sem búinn að ná saman við danska liðið en þó væru enn lausir endar.

Handbolti
Fréttamynd

Sigurbergur samdi við Basel

Sigurbergur Sveinsson, fyrrum leikmaður Hauka, er genginn til liðs við svissneska félagið RTV 1879 Basel og gerði hann eins árs samning við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Handboltasérfræðingur Dana: Danir öryggir í undanúrslitin

Bent Nyegaard, fyrrum þjálfari ÍR og Fram og helsti handboltasérfræðingur Dana segir að danska landsliðið hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í riðla á EM í Serbíu í dag. Danir lentu í riðli með Serbum, Slóvökum og Pólverjum og sleppa við Frakka, Spánverja og Króata í milliriðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

Gætum lent í riðli með Frakklandi og Danmörku

Það kemur í ljós á fimmtudaginn hvaða þrjár þjóðir verða með íslenska handboltalandsliðinu í riðli á EM í Serbíu í janúar en þar getur íslenska liðið lent í mjög erfiðum riðli. Það er þegar ljóst að Ísland verður ekki með Spáni, Tékkum og heimamönnum í Serbíu í riðli því þær þjóðir eru í þriðja styrkleikaflokki eins og við.

Handbolti