Handbolti

Fréttamynd

Strákarnir okkar í sumarfrí með stæl - myndir

Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu á næsta ári með því rassskella Austurríkismenn í Laugardalshöllinni í gær. Strákarnir okkar unnu fimmtán marka sigur og tryggði sér annað sætið í riðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland á sjöunda EM í röð eftir stórsigur á Austurríki

Strákarnir okkar eru komnir á enn eitt stórmótið eftir frábæran fimmtán marka sigur á Austurríki, 44-29, í Laugardalshöllinni í dag en þetta var síðasti leikur íslenska liðsins í riðlinum. Ísland er því komið í úrslitakeppnina í Serbíu á næsta ári ásamt Þjóðverjum sem unnu riðilinn með því að vinna léttan sigur á Lettum fyrr í dag. Þetta verður sjöunda Evrópumótið í röð þar sem íslenska karlalandsliðið er meðal þátttakenda.

Handbolti
Fréttamynd

Norðmenn og Tékkar tryggðu sér sæti á EM í Serbíu

Norðmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins í handbolta á næsta ári með öruggum 31-25 sigri á heimavelli gegn Grikkjum í gær. Robert Hedin þjálfari norska karlalandsliðsins leyfði ungum og lítt reyndum landsliðsmönnum að spreyta sig í leiknum þar sem að Norðmenn voru búnir að tryggja sig inn á mótið. Andre Lindboe var markahæstur í liði Noregs með 9 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Áhorfendur skipta miklu máli fyrir okkur

Aron Pálmarsson leikstjórnandi og stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta vonast eftir góðum stuðningi frá áhorfendum gegn Austurríki í Laugardalshöllinni á morgun. Aðeins sigur tryggir íslenska liðinu farseðil á EM í Serbíu í janúar á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Óli einu marki frá 1500 - Alex vantar tvö mörk í 500

Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson eiga báðir góða möguleika á að skora tímamótamörk í leiknum mikilvæga á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöllinni á morgun. Sigur tryggir íslenska liðinu sæti á EM í Serbíu en austurríska liðinu nægir jafntefli í leiknum sem hefst klukkan 16.30.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Austurríkismenn hafa reynst okkur erfiðir

„Við getum ekki leyft okkur að spila með sama hætti gegn Austurríkismönnum og við gerðum á miðvikudaginn gegn Lettum," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Safamýrinni í dag. Fundurinn fór fram strax eftir æfingu íslenska landsliðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Aron var sprækur á æfingu í dag - meiri óvissa með Snorra Stein

Íslenska handboltalandsliðið mætir Austurríkismönnum í Laugardalshöllinni í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar næstkomandi. Íslenska liðið leik án tveggja aðalleikstjórnenda sinna í sigrinum á Lettlandi í vikunni en landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að þeir verði með á sunnudaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Danir, Norðmenn og Svíar til Serbíu

Frændur okkar Danir, Norðmenn og Svíar tryggðu sér farseðilinn á lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik. Þjóðirnar unnu leiki sína í undankeppninni í gær. Íslandi dugar sigur gegn Austurríki í leik liðanna á sunnudag til þess að komast áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Verulegur léttir að hafa klárað þennan leik

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var fegin að íslenska liðinu tókst að landa mikilvægum sigri í Lettlandi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu vel en lentu í vandræðum með Lettana í seinni hálfleiknum þar sem um tíma munaði aðeins einu marki á liðunum.

Handbolti
Fréttamynd

Þjóðverjar unnu í Austurríki - úrslitaleikur í Höllinni á sunnudag

Þjóðverjar tryggðu sér í kvöld farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumótsins í Serbíu eftir öruggan átta marka sigur á Austurríki, 28-20 í Innsbruck. Ísland og Austurríki geta ekki bæði komist upp fyrir Þýskaland hvernig sem lokaumferðin spilast og því er ljóst að þýska liðið er komið áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Naumur en nauðsynlegur sigur á Lettum í Lettlandi

Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka sigur á Lettum í Lettlandi, 29-25, í undankeppni EM 2012 sem fer fram í Serbíu í byrjun næsta árs. Íslenska liðið varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að komast áfram. Það skiptir einnig miklu máli hvernig leikur Austurríkis og Þýskalands fer en hann er að hefjast í Austurríki.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Pálmarsson ekki með gegn Lettlandi

Aron Pálmarsson er á leið heim til Íslands í meðferð á meiðslum sínum. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar landsliðið mætir Lettum í lykilleik í undankeppni EM 2012 í handknattleik á morgun. Ólafur Bjarki Ragnarsson leikmaður HK hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Arons.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir samdi við pólska stórliðið Kielce

Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við Pólska stórliðið Kielce. Þórir sem leikið hefur með þýska 1.deildarliðinu Lübbecke síðastliðin ár er fyrsti Íslendingurinn sem semur við Kielce.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar unnu stærsta sigurinn í umspilinu

Íslenska kvennalandsliðið vann stærsta sigurinn í öllum átta umspilsleikjunum sem fóru fram um helgina í undankeppni HM handbolta kvenna. Úrslitakeppnin fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi og aðeins stórslys kemur í veg fyrir að íslenska liðið verði þar eftir 19 marka sigur á Úkraínu. Næststærsti sigurinn var 16 marka sigur Svartfellinga á Tékkum.

Handbolti
Fréttamynd

Arna Sif skiptir um lið í dönsku deildinni

Landsliðslínumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir er búin að finna sér nýtt lið í dönsku úrvalsdeildinni en hún er búin að semja við Aalborg DH liðið eftir að hafa spilað með Team Esbjerg á síðasta tímabilið.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir bara í þriðja sæti í kjöri IHF á besta þjálfara ársins

Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í kvennaflokki, var í þriðja sæti á kjöri IHF á besta þjálfara ársins 2010 en kosning fór fram á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins. Það voru frönsku landsliðsþjálfararnir, Claude Onesta og Olivier Krumbholz, sem fengu flest atkvæði í kjörinu í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Kvaddi Sviss með viðeigandi hætti

Björgvin Páll Gústavsson varð í gær svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra.

Handbolti
Fréttamynd

Kristinn farinn í mál við félag sitt í Noregi

Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson er ekkert í allt of góðum málum í Noregi. Félag hans, Oppsal, hefur sagt upp samningi sínum við Kristin en það sættir hann sig ekki við og ætlar í hart við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Fögnuður AGK á Parken - myndir

Það var mikil gleði hjá Arnóri Atlasyni, Snorra Steini Guðjónssyni og félögum þeirra í danska handboltaliðinu AGK er liðið tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri: Ég bað Jesper um að leigja Anfield næst

"Þetta var meiriháttar gaman. Magnaður dagur. Frábært að verða meistari og ekki verra að setja heimsmet í leiðinni. Það er töff," sagði nýbakaður danskur meistari í handknattleik, Snorri Steinn Guðjónsson, við Vísi.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Algjör draumur að lyfta bikarnum á Parken

"Ég brosi bara hringinn. Þetta er búinn að vera geggjaður dagur. Ég held ég eigi aldrei eftir að upplifa það aftur að spila handbolta fyrir framan 36 þúsund manns," sagði afar kátur fyrirliði AGK, Arnór Atlason, í samtali við Vísi.

Handbolti
Fréttamynd

Gaupi: Þetta var súrrealískt

Íþróttafréttamaðurinn Guðjón "Gaupi" Guðmundsson var á meðal 36.211 áhorfenda á Parken í Kaupmannahöfn í dag þegar AGK tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta. Hann var þar mættur til þess að fylgjast með syni sínum, Snorra Steini, sem átti flotta innkomu í meistaraliðið í dag.

Handbolti