Handbolti

Fréttamynd

Þýski: Jafntefli hjá Magdeburg og Nordhorn

Magdeburg og Nordhorn gerðu jafntefli, 30-30 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Magdeburg, sem eiga í mjög jafnri toppbaráttu, leiddu með 6 mörkum í hálfleik, 16-10 en glopruðu leiknum niður á síðustu mínútunum.

Handbolti
Fréttamynd

FCK hafði betur í Íslendingaslagnum

FC Kaupmannahöfn hafði betur gegn Skjern 33-27 þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Arnór Atlason skoraði sex mörk fyrir FCK en Vilhjálmur Halldórsson fjögur fyrir Skjern og Vignir Svavarsson eitt. FCK er í efsta sæti deildarinnar en Skjern í því sjöunda.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór með sjö mörk í stórsigri FCK

Arnór Atlason skoraði 7 mörk í kvöld þegar lið hans FCK vann stórsigur á Arhus 38-28. Gísli Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir FCK og Sturla Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir Arhus. FCK er í efsta sæti deildarinnar en Arhus í því fimmta.

Handbolti
Fréttamynd

Lemgo lagði Flensburg í þýska handboltanum

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk og átti stórgóðan leik þegar Lemgo bar sigurorð af Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 34-30. Lemgo var þremur mörkum undir í hálfleik en náði með frábærum leik í síðari hálfleik að snúa leiknum sér í vil. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach færist nær toppsætinu

Íslendingaliðið Gummersbach sigraði Wetzlar, 34-27, í þýska handboltanum í kvöld og er komið með 38 stig í úrvalsdeildinni - jafnmörg og meistarar Kiel sem þó halda toppsætinu á markamun. Íslendingarnir í liði Gummersbach létu fara óvenju lítið fyrir sér í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Besta tímabil Ragnars

Handbolti Ragnar Óskarsson spilar vel þessa dagana í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Um helgina skoraði Ragnar 8 mörk úr 13 skotum í 27-24 sigri Ivry á Montpellier í toppbaráttuslag deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Átta marka sigur Magdeburg

Þýska liðið Magdeburg var rétt í þessu að vinna FCK frá Kaupmannahöfn, 35-27, í Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Staðan í hálfleik var 17-16 fyrir Madgeburg en Þjóðverjarnir sigldu fram úr á lokakafla leiksins og tryggðu sér gott veganesti fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Danmörku um næstu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Þjálfari Grosswallstadt: Alexender vann leikinn fyrir okkur

Michael Roth, þjálfari Grosswallstadt, hélt ekki vatni yfir frammistöðu íslenska landsliðsmannsins Alexander Petersson eftir leik liðsins gegn TuS N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Alexander skoraði 16 mörk úr 18 skottilraunum í marka sigri Grosswallstadt, 33-30.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúleg frammistaða Ciudad í síðari hálfleik

Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk, öll úr vítaköstum, þegar Ciudad Real bar sigurorð af Portland San Antonio, 26-21, í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Það var stórkostleg spilamennska í síðari hálfleik sem tryggði Ciudad sigur í leiknum en liðið var fimm mörkum undir í hálfleik, 14-9. Þetta var fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Flensburg burstaði Barcelona

Flensburg er í mjög góðri stöðu eftir að hafa burstað Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöldi. Flensburg vann 10 marka sigur, 31-21, og er ljóst að spænska liðið þarf á algjörum toppleik að halda í síðari leiknum eftir viku ef það á ekki að falla úr keppni.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur og Sigfús létu að sér kveða á Spáni

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans Ciudad Real burstaði Altea með 30 mörkum gegn 20 í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Ademar Leon sem vann Logrono, 31-27.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander með stórleik

Alexander Petersson skoraði níu mörk og var langmarkahæsti leikmaður Grosswallstadt sem vann góðan útisigur á Róbert Sighvatssyni og lærisveinum hans í Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-24. Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingarnir létu fara hægt um sig

Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu sitt markið hvor þegar lið þeirra Lemgo sigraði Düsseldorf örugglega í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 35-25. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað hjá Minden í 30-25 tapi liðsins gegn Göppingen. Alls fóru fjórir leikir fram í Þýskalandi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur hjá Gummersbach

Íslendingaliðið Gummersbach komst upp að hlið Flensburg og Kiel á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan sigur á Wilhelmshavener í kvöld, 39-26. Liðin þrjú hafa öll hlotið 31 stig en Gummersbach hefur leikið einum leik fleiri, eða alls 19 talsins.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri orðaður við GOG og Celje Lasko

Leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta, Snorri Steinn Guðjónsson, er nú orðaður við danska hanboltaliðið GOG Gudme og slóvenska stórliðið Celje Pivorna Lasko.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð Gíslason: Vinnum með góðri vörn

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð: Þurfum að spila frábæran leik

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir að íslenska liðinu dugi ekkert minna en frábær leikur ætli það að koma sér í undanúrslitin á HM í Þýskalandi. Leikmenn liðsins taka í sama streng.

Handbolti
Fréttamynd

Boldsen: Skipuleggjendur eru heiladauðir

Joachim Boldsen, leikmaður danska handboltalandsliðsins, vandar skipuleggjendum Heimsmeistaramótsins í Þýskalandi ekki kveðjurnar og segir "heiladauða" einstaklinga vera ábyrga fyrir klúðrinu sem hefur átt sér stað í miðsölunni fyrir leikinn gegn Íslendingum á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre og Róbert með bestu nýtinguna

Sverre Jakobsson og Róbert Gunnarsson eru með langbestu skotnýtinguna af leikmönnum íslenska landsliðsins á HM. Róbert hefur skorað úr 13 af 14 skotum sínum í keppninni til þess og er með 93% skotnýtingu en Sverre hefur gert enn betur og er með 100%. Þess ber þó að geta að hann hefur aðeins skotið tvisvar á markið.

Handbolti
Fréttamynd

Byrjunarlið Íslands er eitt það besta í heimi

Peter Henriksen, annar markmanna danska landsliðsins í handbolta, segir að liðinu bíði erfitt verkefni gegn Íslandi í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Hann telur byrjunarlið Íslands vera eitt það allra besta í heimi en lykillinn að sigri sé að stöðva Ólaf Stefánsson.

Handbolti
Fréttamynd

Boldsen undir smásjá spænskra stórliða

Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni.

Handbolti
Fréttamynd

Þjálfari Frakka er ekki bjartsýnn

Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handbolta, er ekki bjartsýnn fyrir viðureign sinna manna gegn Króötum í 8-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar á morgun. Onesta segir Króata með sigurstranglegasta liðið í Þýskalandi þar sem þeir séu eina taplausa liðið til þessa. Þjálfari Króata segir öll lið eiga jafna möguleika á sigri.

Handbolti
Fréttamynd

Danir eru mun sigurstranglegri en Íslendingar

Erik Veje Rasmussen, þjálfari Aarhus í Danmörku og helsti HM-sérfræðingur blaðsins Berlinske Tidende í heimalandi sínu, telur að Danir séu mun sigurstranglegri en Íslendingar í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Rasmussen telur að Danir séu einnig með sterkara lið en Rússar og Pólverjar, en það verða væntanlegir mótherjar í undanúrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur enn í hópi markahæstu manna

Guðjón Valur er í 4.-5. sæti á lista markahæstu leikmanna HM í Þýskalandi þegar keppni í milliriðlum er lokið, en hann hefur skorað 47 mörk í sjö leikjum. Ef mörk úr vítaköstum eru dregin frá leikmönnum er Guðjón Valur hins vegar markahæstur allra, en hann hefur aðeins skorað eitt mark úr vítakasti. Tékkinn Filip Jicha er enn markahæstur með 55 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingar verða lítil hindrun

Lars Rasmussen, leikmaður danska landsliðsins í handbolta, hefur trú á að liðið geti komist alla leið í úrslit Heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi. Rasmussen er sannfærður um að Íslendingar verði lítil hindrun fyrir Dani.

Handbolti
Fréttamynd

Íslenska liðið sagt óskamótherjinn

Ulrik Wibek, þjálfari danska landsliðsins, segir Íslendinga mjög spennandi andstæðinga en ljóst varð í gær að liðin mætast í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Þá er haft eftir Lasse Boesen, einum leikmanna danska liðsins, í Jótlandspóstinum að Íslendingar hafi verið óskamótherjinn í átta liða úrslitum og hann viðurkennir að Danir eigi nú góða möguleika á að ná í undanúrslitin og jafnvel lengra.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð hættir með landsliðið í sumar

Alfreð Gíslason segir í viðtali við vefmiðilinn Sport1.de að hann muni hætta með landsliðið í sumar vegna fjölskyldu-ástæðna. Alfreð er þjálfari þýska liðsins VfL Gummersbach og það er ekki mikið um frítíma hjá kappanum enda fara öll fríin með þýska liðinu í verkefni landsliðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingar mæta Dönum

Nú er orðið ljóst að það verða Danir sem mæta Íslendingum í 8-liða úrslitum HM í handbolta á þriðjudag. Danir lögðu Tékka af velli í Mannheim í kvöld þar sem lokatölur urðu 33-29. Þar sem Spánverjar töpuðu fyrir Króötum í dag fara Danir upp í annað sæti millriðils 2 og mæta þar með Íslendingum, sem höfnuðu í þriðja sæti milliriðils 1.

Handbolti
Fréttamynd

Danir með tveggja marka forystu í hálfleik

Þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign Dana og Tékka á HM í handbolta er staðan 17-15, Dönum í vil. Tékkar komu Dönum í opna skjöldu með mikilli baráttu í upphafi leiks og náðu meðal annars 7-2 forystu. Danir hafa hins vegar náð að vinna sig aftur inn í leikinn og gott betur. Ef Danir sigra mæta þeir Íslendingum í 8-liða úrslitum.

Handbolti