Handbolti

Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld 28-18 fyrir því hollenska í vináttuleik þjóðanna ytra. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk og Dagný Skúladóttir skoraði 3 mörk. Liðin mætast aftur á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

FCK deildarmeistari í Danmörku

Íslendingalið FCK í Danmörku tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar liðið lagði meistara Kolding í næst síðustu umferð deildarinnar 35-31. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir FCK og Gísli Kristjánsson eitt. FCK mætir Viborg í úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna um meistaratitilinn, en hin undanúrslitarimman verður milli Kolding og GOG.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland hafnaði í fjórða sæti í Frakklandi

Íslendingar höfnuðu í fjórða og síðasta sæti á æfingamótinu í Frakklandi eftir að hafa gert jafntefli við Túnisa í lokaleik sínum í dag, 30-30. Túnisar skoruðu jöfnunarmarkið úr hraðaupphlapi þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka eftir. Túnisar höfðu betri markatölu en Íslendingar og hafna því í þriðja sæti.

Handbolti
Fréttamynd

Átta marka tap gegn Frökkum

Frakkar sigruðu Íslendinga með átta marka mun, 35-27, á æfingamótinu í handbolta sem fram fer þar í landi yfir páskahelgina. Frakkar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik en í síðari hálfleik bætti liðið smám saman við forskotið og gáfu Íslendingum fá færi á sér.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland tveimur mörkum undir í hálfleik

Íslendingar eru undir, 16-14, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Frökkum á æfingamótinu sem fram fer þar í landi um páskana. Leikurinn hefur verið nokkuð sveiflukenndur en heilt yfir er íslenska liðið að spila ágætlega.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingaslagur í beinni á DR1

Stórleikur helgarinnar í danska handboltanum er án efa viðureign FCK og GOG en hann hefst nú klukkan 14 og er sýndur beint á DR1 sem er rás 70 á fjölvarpinu. Með FCK leika þeir Arnór Atlason og Gísli Kristjánsson, en landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson gengur til liðs við GOG á næsta keppnistímabili. Liðin eru í 1. og 3. sæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Svekkjandi fyrir Skjern

Danska handboltafélagið Skjern, sem Aron Kristjánsson stýrir og Íslendingarnir Vignir Svavarsson, Vilhjálmur Ingi Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannesson leika með, féll úr leik á grátlegan hátt í undanúrslitum EHF-bikarsins í gær. Þá tapaði liðið gegn spænska liðinu Aragon, 29-24, og því samanlagt með einu marki, 55-54. Vignir skoraði þrjú mörk fyrir Skjern en hinir Íslendingarnir voru með eitt mark hvor.

Handbolti
Fréttamynd

Þýski: Jafntefli hjá Magdeburg og Nordhorn

Magdeburg og Nordhorn gerðu jafntefli, 30-30 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Magdeburg, sem eiga í mjög jafnri toppbaráttu, leiddu með 6 mörkum í hálfleik, 16-10 en glopruðu leiknum niður á síðustu mínútunum.

Handbolti
Fréttamynd

FCK hafði betur í Íslendingaslagnum

FC Kaupmannahöfn hafði betur gegn Skjern 33-27 þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Arnór Atlason skoraði sex mörk fyrir FCK en Vilhjálmur Halldórsson fjögur fyrir Skjern og Vignir Svavarsson eitt. FCK er í efsta sæti deildarinnar en Skjern í því sjöunda.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór með sjö mörk í stórsigri FCK

Arnór Atlason skoraði 7 mörk í kvöld þegar lið hans FCK vann stórsigur á Arhus 38-28. Gísli Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir FCK og Sturla Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir Arhus. FCK er í efsta sæti deildarinnar en Arhus í því fimmta.

Handbolti
Fréttamynd

Lemgo lagði Flensburg í þýska handboltanum

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk og átti stórgóðan leik þegar Lemgo bar sigurorð af Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 34-30. Lemgo var þremur mörkum undir í hálfleik en náði með frábærum leik í síðari hálfleik að snúa leiknum sér í vil. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach færist nær toppsætinu

Íslendingaliðið Gummersbach sigraði Wetzlar, 34-27, í þýska handboltanum í kvöld og er komið með 38 stig í úrvalsdeildinni - jafnmörg og meistarar Kiel sem þó halda toppsætinu á markamun. Íslendingarnir í liði Gummersbach létu fara óvenju lítið fyrir sér í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Besta tímabil Ragnars

Handbolti Ragnar Óskarsson spilar vel þessa dagana í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Um helgina skoraði Ragnar 8 mörk úr 13 skotum í 27-24 sigri Ivry á Montpellier í toppbaráttuslag deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Átta marka sigur Magdeburg

Þýska liðið Magdeburg var rétt í þessu að vinna FCK frá Kaupmannahöfn, 35-27, í Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Staðan í hálfleik var 17-16 fyrir Madgeburg en Þjóðverjarnir sigldu fram úr á lokakafla leiksins og tryggðu sér gott veganesti fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Danmörku um næstu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Þjálfari Grosswallstadt: Alexender vann leikinn fyrir okkur

Michael Roth, þjálfari Grosswallstadt, hélt ekki vatni yfir frammistöðu íslenska landsliðsmannsins Alexander Petersson eftir leik liðsins gegn TuS N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Alexander skoraði 16 mörk úr 18 skottilraunum í marka sigri Grosswallstadt, 33-30.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúleg frammistaða Ciudad í síðari hálfleik

Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk, öll úr vítaköstum, þegar Ciudad Real bar sigurorð af Portland San Antonio, 26-21, í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Það var stórkostleg spilamennska í síðari hálfleik sem tryggði Ciudad sigur í leiknum en liðið var fimm mörkum undir í hálfleik, 14-9. Þetta var fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Flensburg burstaði Barcelona

Flensburg er í mjög góðri stöðu eftir að hafa burstað Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöldi. Flensburg vann 10 marka sigur, 31-21, og er ljóst að spænska liðið þarf á algjörum toppleik að halda í síðari leiknum eftir viku ef það á ekki að falla úr keppni.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur og Sigfús létu að sér kveða á Spáni

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans Ciudad Real burstaði Altea með 30 mörkum gegn 20 í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Ademar Leon sem vann Logrono, 31-27.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander með stórleik

Alexander Petersson skoraði níu mörk og var langmarkahæsti leikmaður Grosswallstadt sem vann góðan útisigur á Róbert Sighvatssyni og lærisveinum hans í Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-24. Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingarnir létu fara hægt um sig

Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu sitt markið hvor þegar lið þeirra Lemgo sigraði Düsseldorf örugglega í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 35-25. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað hjá Minden í 30-25 tapi liðsins gegn Göppingen. Alls fóru fjórir leikir fram í Þýskalandi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur hjá Gummersbach

Íslendingaliðið Gummersbach komst upp að hlið Flensburg og Kiel á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan sigur á Wilhelmshavener í kvöld, 39-26. Liðin þrjú hafa öll hlotið 31 stig en Gummersbach hefur leikið einum leik fleiri, eða alls 19 talsins.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri orðaður við GOG og Celje Lasko

Leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta, Snorri Steinn Guðjónsson, er nú orðaður við danska hanboltaliðið GOG Gudme og slóvenska stórliðið Celje Pivorna Lasko.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð Gíslason: Vinnum með góðri vörn

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð: Þurfum að spila frábæran leik

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir að íslenska liðinu dugi ekkert minna en frábær leikur ætli það að koma sér í undanúrslitin á HM í Þýskalandi. Leikmenn liðsins taka í sama streng.

Handbolti
Fréttamynd

Boldsen: Skipuleggjendur eru heiladauðir

Joachim Boldsen, leikmaður danska handboltalandsliðsins, vandar skipuleggjendum Heimsmeistaramótsins í Þýskalandi ekki kveðjurnar og segir "heiladauða" einstaklinga vera ábyrga fyrir klúðrinu sem hefur átt sér stað í miðsölunni fyrir leikinn gegn Íslendingum á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre og Róbert með bestu nýtinguna

Sverre Jakobsson og Róbert Gunnarsson eru með langbestu skotnýtinguna af leikmönnum íslenska landsliðsins á HM. Róbert hefur skorað úr 13 af 14 skotum sínum í keppninni til þess og er með 93% skotnýtingu en Sverre hefur gert enn betur og er með 100%. Þess ber þó að geta að hann hefur aðeins skotið tvisvar á markið.

Handbolti
Fréttamynd

Byrjunarlið Íslands er eitt það besta í heimi

Peter Henriksen, annar markmanna danska landsliðsins í handbolta, segir að liðinu bíði erfitt verkefni gegn Íslandi í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Hann telur byrjunarlið Íslands vera eitt það allra besta í heimi en lykillinn að sigri sé að stöðva Ólaf Stefánsson.

Handbolti