Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 10:25 Heitavatnslaust verður alls staðar í Hafnarfirði. vísir/vilhelm Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. Á mánudag verður lokað fyrir flutningsæð hitaveitu, Suðuræð, sem flytur heita vatnið frá jarðvarmavirkjunum á stóran hluta af höfuðborgarsvæðinu, til þess að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfi. Búist er við því að kerfið nái fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Svæðið sem um ræðir.veitur Frá þessu er greint á vef Veitna. Þar segir að verið sé að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfið og þá þurfi að taka heita vatnið af. „Gangi allt eftir áætlun ætti kerfið að hafa náð fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Áhrifin eru mikil á stórt svæði. Við munum nýta tímann og tækifærið vel og sinna öðrum aðkallandi verkum samtímis,“ segir í tilkynningu. „Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns og við höfum skipulagt lokunina á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Tenging stofnæða er stórt og tímafrekt verk en við munum kappkosta að vinna það hratt og örugglega.“ Æðin sem um ræðir.veitur Mánudagskvöldið 19. ágúst hefjist vinna við að tæma heita vatnið af Suðuræð til að hægt sé að tengja nýju lögnina. „Tæming tekur nokkrar klukkustundir og þá hefst vinna á fimm ólíkum stöðum í kerfinu. Við ætlum að bæta við búnaði, auka rekstraröryggi nýrra hverfa og sinna nauðsynlegu og fyrirbyggjandi viðhaldi í kerfinu. Viðamesta verkið er að tengja Suðuræð 2, en að því loknu verður heita vatninu hleypt á kerfið aftur hægt og örugglega.“ Orkumál Vatn Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Á mánudag verður lokað fyrir flutningsæð hitaveitu, Suðuræð, sem flytur heita vatnið frá jarðvarmavirkjunum á stóran hluta af höfuðborgarsvæðinu, til þess að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfi. Búist er við því að kerfið nái fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Svæðið sem um ræðir.veitur Frá þessu er greint á vef Veitna. Þar segir að verið sé að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfið og þá þurfi að taka heita vatnið af. „Gangi allt eftir áætlun ætti kerfið að hafa náð fullum þrýstingi um hádegisbil miðvikudaginn 21. ágúst. Áhrifin eru mikil á stórt svæði. Við munum nýta tímann og tækifærið vel og sinna öðrum aðkallandi verkum samtímis,“ segir í tilkynningu. „Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns og við höfum skipulagt lokunina á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Tenging stofnæða er stórt og tímafrekt verk en við munum kappkosta að vinna það hratt og örugglega.“ Æðin sem um ræðir.veitur Mánudagskvöldið 19. ágúst hefjist vinna við að tæma heita vatnið af Suðuræð til að hægt sé að tengja nýju lögnina. „Tæming tekur nokkrar klukkustundir og þá hefst vinna á fimm ólíkum stöðum í kerfinu. Við ætlum að bæta við búnaði, auka rekstraröryggi nýrra hverfa og sinna nauðsynlegu og fyrirbyggjandi viðhaldi í kerfinu. Viðamesta verkið er að tengja Suðuræð 2, en að því loknu verður heita vatninu hleypt á kerfið aftur hægt og örugglega.“
Orkumál Vatn Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira