Handbolti

Ísland tveimur mörkum undir í hálfleik

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru að spila ágætlega í Frakklandi í dag.
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru að spila ágætlega í Frakklandi í dag.

Íslendingar eru undir, 16-14, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Frökkum á æfingamótinu sem fram fer þar í landi um páskana. Leikurinn hefur verið nokkuð sveiflukenndur en heilt yfir er íslenska liðið að spila ágætlega.

Eftir góða byrjun, þar sem íslenska liðið komst meðal annars í 3-0 og 4-1, hrundi leikur liðsins og heimamenn gengu á lagið. Frakkar skoruðu 9 mörk gegn tveimur mörkum Íslendinga og komust í 10-6 eftir 15 mínútna leik. Þá tók Alfreð Gíslason leikhlé og endurskipulagði leik íslenska liðsins með góðum árangri. Ísland náði að jafna í 14-14 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiks. 

Fyrr í dag höfðu Pólverjar lagt Túnisa af velli, 30-27. Leikurinn gegn Frökkum er annar leikur Íslendinga í mótinu en í gær beið liðið í lægri hlut fyrir Pólverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×