Handbolti

Fréttamynd

Boldsen undir smásjá spænskra stórliða

Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni.

Handbolti
Fréttamynd

Þjálfari Frakka er ekki bjartsýnn

Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handbolta, er ekki bjartsýnn fyrir viðureign sinna manna gegn Króötum í 8-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar á morgun. Onesta segir Króata með sigurstranglegasta liðið í Þýskalandi þar sem þeir séu eina taplausa liðið til þessa. Þjálfari Króata segir öll lið eiga jafna möguleika á sigri.

Handbolti
Fréttamynd

Danir eru mun sigurstranglegri en Íslendingar

Erik Veje Rasmussen, þjálfari Aarhus í Danmörku og helsti HM-sérfræðingur blaðsins Berlinske Tidende í heimalandi sínu, telur að Danir séu mun sigurstranglegri en Íslendingar í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Rasmussen telur að Danir séu einnig með sterkara lið en Rússar og Pólverjar, en það verða væntanlegir mótherjar í undanúrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur enn í hópi markahæstu manna

Guðjón Valur er í 4.-5. sæti á lista markahæstu leikmanna HM í Þýskalandi þegar keppni í milliriðlum er lokið, en hann hefur skorað 47 mörk í sjö leikjum. Ef mörk úr vítaköstum eru dregin frá leikmönnum er Guðjón Valur hins vegar markahæstur allra, en hann hefur aðeins skorað eitt mark úr vítakasti. Tékkinn Filip Jicha er enn markahæstur með 55 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingar verða lítil hindrun

Lars Rasmussen, leikmaður danska landsliðsins í handbolta, hefur trú á að liðið geti komist alla leið í úrslit Heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi. Rasmussen er sannfærður um að Íslendingar verði lítil hindrun fyrir Dani.

Handbolti
Fréttamynd

Íslenska liðið sagt óskamótherjinn

Ulrik Wibek, þjálfari danska landsliðsins, segir Íslendinga mjög spennandi andstæðinga en ljóst varð í gær að liðin mætast í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Þá er haft eftir Lasse Boesen, einum leikmanna danska liðsins, í Jótlandspóstinum að Íslendingar hafi verið óskamótherjinn í átta liða úrslitum og hann viðurkennir að Danir eigi nú góða möguleika á að ná í undanúrslitin og jafnvel lengra.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð hættir með landsliðið í sumar

Alfreð Gíslason segir í viðtali við vefmiðilinn Sport1.de að hann muni hætta með landsliðið í sumar vegna fjölskyldu-ástæðna. Alfreð er þjálfari þýska liðsins VfL Gummersbach og það er ekki mikið um frítíma hjá kappanum enda fara öll fríin með þýska liðinu í verkefni landsliðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingar mæta Dönum

Nú er orðið ljóst að það verða Danir sem mæta Íslendingum í 8-liða úrslitum HM í handbolta á þriðjudag. Danir lögðu Tékka af velli í Mannheim í kvöld þar sem lokatölur urðu 33-29. Þar sem Spánverjar töpuðu fyrir Króötum í dag fara Danir upp í annað sæti millriðils 2 og mæta þar með Íslendingum, sem höfnuðu í þriðja sæti milliriðils 1.

Handbolti
Fréttamynd

Danir með tveggja marka forystu í hálfleik

Þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign Dana og Tékka á HM í handbolta er staðan 17-15, Dönum í vil. Tékkar komu Dönum í opna skjöldu með mikilli baráttu í upphafi leiks og náðu meðal annars 7-2 forystu. Danir hafa hins vegar náð að vinna sig aftur inn í leikinn og gott betur. Ef Danir sigra mæta þeir Íslendingum í 8-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Logi Geirsson: Þjóðverjar eru væluskjóður

“Þetta var bara hrein snilld. Það er ekki hverjum sem er sem tekst að fá 12 þúsund manns upp á móti sér. Þessir Þjóðverjar eru svo miklar væluskjóður. Þetta var skemmtilegast tapleikur sem ég hef spilað á ævinni,” sagði Logi Geirsson eftir leikinn gegn Þýskalandi í dag. Ítarlega verður rætt við Loga í Fréttablaðinu á morgun um atvikið sem varð til þess að hann fékk alla áhorfendur í Halle-höllinni á móti sér.

Handbolti
Fréttamynd

Noregur burstaði Úkraínu og vann Forsetabikarinn

Norðmenn unnu Forsetabikarinn svokallaða með því að gjörsigra Úkraínumenn í úrslitaleik í dag, 32-22. Um er að ræða keppni þeirra liða sem komust ekki áfram í milliriðla á HM í Þýskalandi. Norðmenn höfnuðu þar með í 13. sæti Heimsmeistarakeppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Rússar í 8-liða úrslit eftir ótrúlegan sigur á Ungverjum

Ungvjerar voru fjórum sekúndum frá því að komast í 8-liða úrslit HM í handbolta en það var þegar svo mikið var eftir þegar Rússar náðu að skora sigurmarkið í leik liðanna nú í kvöld. Rússar sigruðu með einu marki, 26-25, og "stálu" sæti í 8-liða úrslitum af Ungverjunum.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur: Við vorum að spara kraftana

Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska liðsins, viðurkenndi í samtali við fjölmiðla eftir leikinn gegn Þýskalandi á HM í dag að leikmenn liðsins hefðu sparað krafta sína fyrir væntanlega viðureign í 8-liða úrslitum. Leikmenn þýska liðsins segja úrslitin hafa ráðist í fyrri hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Vignir Svavarsson: Ekki merkilegur leikur

“Það náðist að bjarga þessu fyrir horn og þetta ekki merkilegur leikur hjá okkur hér í dag.. Hvorki í vörn né sókn,” sagði línumaðurinn Vignir Svavarsson sem náði sér ekki alveg á strik gegn Þjóðverjum í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Pólverjar sigruðu Slóvena og tryggðu efsta sætið

Slóvenar voru engin fyrirstaða fyrir sterkt lið Pólverja á HM í Þýskalandi í dag og svo fór að Pólverjar unnu 11 marka sigur, 38-27, og tryggðu sér þannig sigur í milliriðli 1. Þar með er endanlega ljóst að Ísland hafnar í þriðja sæti riðilsins og Frakkar í því fjórða, sama hvernig leikur þeirra gegn Túnisum fer í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Úkraína og Noregur keppa um forsetabikarinn

Það verða Úkraína og Noregur sem mætast í úrslitum Forsetabikarsins svokallaða, en það er keppnin sem liðin sem lentu í þriðja sæti undanriðlanna átta á HM fóru í. Norðmenn tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Suður-Kóreu af velli í gær, 34-32, en Úkraína, sem einmitt lagði Íslendinga af velli í riðlakeppninni, vann Argentínu naumlega, 23-22.

Handbolti
Fréttamynd

Allar líkur á að Ísland mæti Dönum í 8-liða úrslitum

Króatar lögðu Spánverja af velli í hreinum úrslitaleik liðanna um toppsætið í milliriðli 2 á HM í Þýskalandi í dag, 29-28. Úrslitin þýða að ef Danir vinna Tékka í kvöld munu þeir fara upp fyrir Spánverja og ná 2. sæti í riðlinum. Ef sú yrði raunin mætast Íslendingar og Danir í 8-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Christiansen vill ekki mæta Þjóðverjum

Lars Christiansen, hornarmaður danska landsliðsins í handbolta, vill með engu móti mæta gestgjöfum Þjóðverja í 8-liða úrslitum HM. Eftir sigur Þjóðverja á Íslendingum í milliriðli 1 dag er líklegast að þeir muni mæta liðinu sem hafnar í þriðja sæti í milliriðli 2. Ef Danir vinna Tékka í dag og Spánn tapar fyrir Króatíu verður Christiansen að ósk sinni.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Þýskalandi

Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Þjóðverjar bæta við forskotið

Þjóðverjar hafa yfir, 26-17, þegar rétt rúmur stundarfjórðungur er eftir af leiknum við Íslendinga sem nú stendur yfir. Þjóðverjar hafa smá saman aukið við forskot sitt þrátt fyrir að Íslendingar hafi að mestu stillt upp sínu sterkasta liði í síðari hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Erfið staða Íslands - sex mörkum undir í hálfleik

Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingar undir gegn Þjóðverjum

Gestgjafar Þjóðverja hafa undirtökin í viðureign sinni gegn Íslendingum á HM í handbolta sem nú stendur yfir. Þegar 15 mínútur eru liðnar af leiknum er staðan 9-4, Þjóðverjum í vil. Íslendingar stilla upp mikið breyttu liði frá því í gær og lykilmenn eru hvíldir. Markús Máni Michaelsson hefur skorað þrjú af mörkum Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Hreiðar kemur inn í hópinn fyrir Roland

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á HM í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson kemur inn í hópinn í stað Roland Vals Eradze, sem hvílir að þessu sinni. Búist er við því að Alfreð geri talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu.

Handbolti
Fréttamynd

Grænlenska bomban slær í gegn

Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu “grænlenska bomban” í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk .

Handbolti
Fréttamynd

Ísland lendir aldrei neðar en í 3. sæti milliriðilsins

Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Vinstri öxlin nánast lömuð

“Ég er að drepast í öxlinni og í raun alveg einhentur. Ég get lítið notað vinstri öxlina, bara rétt til þess að styðja við boltann," sagði Logi Geirsson, einn besti leikmaður íslenska liðsins gegn Slóvenum í dag, eftir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Danir höfðu betur gegn Rússum

Danir stigu stórt skref í átt að 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi eftir 26-24 sigur á Rússum í spennuþrungnum leik í Mannheim í kvöld. Pólverjar unnu níu marka sigur á Túnis, 40-21, og eru komnir á toppinn í milliriðli 1, en fyrr í kvöld höfðu Spánverjar betur gegn Ungverjum, 33-31, í milliriðli 2.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingar sigruðu Slóvena og eru öruggir í 8-liða úrslit

Íslendingar báru sigurorð af Slóvenum, 32-31, í viðureign liðanna á HM sem var að ljúka rétt í þessu og tryggðu sér þar með öruggt sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Íslenska liðið er nú komið með sex stig í milliriðli 1 og er í öðru sæti riðilsins þegar aðeins einn leikur er eftir.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingar halda frumkvæðinu

Íslendingar halda frumkvæðinu í viðureign sinni gegn Slóveníu og hafa fjögurra marka forystu, 26-22, þegar 15 mínútur eru til leiksloka. Birkir Ívar Guðmundsson hefur staðið sig gríðarlega vel í síðari hálfleik og varið í nokkrum dauðafærum Slóvena.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland með tveggja marka forystu

Íslendingar leiða með tveimur mörkum, 17-15, í hálfleik gegn Slóvenum. Íslendingar hafa verið með yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fimm marka forystu í hálfleiknum. Liðið gaf hins vegar nokkuð eftir undir lok hálfleiksins og hleypti Slóvenum aftur inn í leikinn. Logi Geirsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa skorað mest það sem af er, eða fimm mörk hvor.

Handbolti