Handbolti

Íslendingar sigruðu Slóvena og eru öruggir í 8-liða úrslit

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í íslenska landsliðinu eru komnir í 8-liða úrslit HM.
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í íslenska landsliðinu eru komnir í 8-liða úrslit HM.

Íslendingar báru sigurorð af Slóvenum, 32-31, í viðureign liðanna á HM sem var að ljúka rétt í þessu og tryggðu sér þar með öruggt sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Íslenska liðið er nú komið með sex stig í milliriðli 1 og er í öðru sæti riðilsins þegar aðeins einn leikur er eftir.

Það voru markmennirnir Birkir Ívar Guðmundsson og Roland Valur Eradze sem lögðu grunninn að sigrinum í dag með frábærri markvörslu, sérstaklega í síðari hálfleik. Birkir Ívar varði alls 14 skot í leiknum og Roland 5 skot, auk þess sem sá síðarnefndi varði tvö vítaskot með stuttu millibili á gríðarlega mikilvægum augnablikum í síðari hálfleik.

Íslendingar náðu mest fimm marka forystu í síðari hálfleik en Slóvenar náðu að minnka muninn í eitt mörk, 32-31, þegar tvær mínútur voru eftir. Þeir fengu síðan gullið tækifæri til að jafna þegar mínúta var eftir en Roland varði glæsilega. Íslendingar náðu boltanum og náðu að spila út leiktímann.

Logi Geirsson átti frábæran leik og skoraði átta mörk í kvöld en Snorri Steinn Guðjónsson kom næstur með sjö mörk.

Íslendingar hafa hlotið sex stig líkt og Þjóðverjar en heimamenn eru í efsta sæti vegna markatölu. Leikur liðanna á morgun verður því hreinn úrslitaleikur um hvort liðið hreppir efsta sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×